Einstök evrópsk stemning allt WhatsApp og leyndu húðflúri að þakka Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. október 2018 10:30 Rory McIlroy baðaður í kampavíni eftir sigur Evrópu. vísir/getty Evrópuúrvalið endurheimti Ryder-bikarinn í golfi í gær þegar að það pakkaði Bandaríkjunum saman í París með 17 og hálfum vinningi gegn tíu og hálfum en Evrópa hefur nú unnið á heimavelli sex sinnum í röð. Það var ljóst nánast frá síðdegi föstudagsins að Bandaríkin áttu ekki séns í Evrópu þrátt fyrir góða byrjun að þessu sinni en evrópsku kylfingarnir spiluðu miklu betur og virtust hafa mun meira gaman að. Stemningin var mögnuð í evrópska liðinu en hún var byrjuð að byggjast upp nokkrum vikum fyrir mótið því allir kylfingar evrópska liðsins hópuðust saman á samskiptaforritið WhatsApp þar sem að þeir skiptust á skilaboðum og skemmtu sér í aðdraganda Ryder-bikarsins.Meira kampavín.vísir/gettyMinni endurnýjun „Við erum allir búnir að vera í þessum hóp á WhatsApp í svolítinn tíma og það er ekkert nema ást þar. Það er ein stærsta ástæðan fyrir þessum sigri. Við náum allir svo vel saman,“ sagði glaðbeittur Rory McIlroy með kampavín í hönd á blaðamannafundi eftir sigurinn. „Það er bara eitthvað við þennan hóp manna. Liðið okkar er minna breytt alltaf á milli móta annað en hjá hinum. Við höfum meira að segja þekkt nýiðana í okkar liði í langan tíma. Við höfum byggt upp mikla vináttu á Evróputúrnum,“ sagði McIlroy. En, það var ekki bara WhatsApp sem skilaði sigrinum því danski fyrirliðinn Thomas Björn lofaði sínum mönnum að fá sér húðflúr ef að Evrópa myndi hafa betur að þessu sinni.Grace Barber fær að sjá húðflúrið en enginn annar.vísir/gettyStórt húðflúr! „Það var smá auka hvatning fyrir okkur þessa vikuna,“ sagði Ian Poulter við fréttamenn eftir sigurinn. Aðspurður hvað það væri greip McIlroy fram í: „Herra Björn gæti þurft að fara á tattústofu í vikunni.“ Justin Rose spurði fyrirliðann sinn hvort hann ætlaði að fá sér flúr af úrslitum Ryder-bikarsins og hversu stórt það ætti að vera. Aftur greip Rory fram í: „Eins stórt og mögulegt er!“ „Þetta er versta ákvörðun vikunnar hjá mér,“ sagði Thomas Björn sem viðurkenndi að hafa lofað þessu húðflúri en það verður sett á stað sem bara eiginkona danans mun sjá. Golf Tengdar fréttir Molinari innsiglaði sigur Evrópu Lið Evrópu fór með sigur af hólmi í Ryder bikarnum eftir mikla spennu á lokahringnum en lið Evrópu fór með nokkuð örugga forystu inn í lokahringinn. 30. september 2018 15:30 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Fleiri fréttir Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Sjá meira
Evrópuúrvalið endurheimti Ryder-bikarinn í golfi í gær þegar að það pakkaði Bandaríkjunum saman í París með 17 og hálfum vinningi gegn tíu og hálfum en Evrópa hefur nú unnið á heimavelli sex sinnum í röð. Það var ljóst nánast frá síðdegi föstudagsins að Bandaríkin áttu ekki séns í Evrópu þrátt fyrir góða byrjun að þessu sinni en evrópsku kylfingarnir spiluðu miklu betur og virtust hafa mun meira gaman að. Stemningin var mögnuð í evrópska liðinu en hún var byrjuð að byggjast upp nokkrum vikum fyrir mótið því allir kylfingar evrópska liðsins hópuðust saman á samskiptaforritið WhatsApp þar sem að þeir skiptust á skilaboðum og skemmtu sér í aðdraganda Ryder-bikarsins.Meira kampavín.vísir/gettyMinni endurnýjun „Við erum allir búnir að vera í þessum hóp á WhatsApp í svolítinn tíma og það er ekkert nema ást þar. Það er ein stærsta ástæðan fyrir þessum sigri. Við náum allir svo vel saman,“ sagði glaðbeittur Rory McIlroy með kampavín í hönd á blaðamannafundi eftir sigurinn. „Það er bara eitthvað við þennan hóp manna. Liðið okkar er minna breytt alltaf á milli móta annað en hjá hinum. Við höfum meira að segja þekkt nýiðana í okkar liði í langan tíma. Við höfum byggt upp mikla vináttu á Evróputúrnum,“ sagði McIlroy. En, það var ekki bara WhatsApp sem skilaði sigrinum því danski fyrirliðinn Thomas Björn lofaði sínum mönnum að fá sér húðflúr ef að Evrópa myndi hafa betur að þessu sinni.Grace Barber fær að sjá húðflúrið en enginn annar.vísir/gettyStórt húðflúr! „Það var smá auka hvatning fyrir okkur þessa vikuna,“ sagði Ian Poulter við fréttamenn eftir sigurinn. Aðspurður hvað það væri greip McIlroy fram í: „Herra Björn gæti þurft að fara á tattústofu í vikunni.“ Justin Rose spurði fyrirliðann sinn hvort hann ætlaði að fá sér flúr af úrslitum Ryder-bikarsins og hversu stórt það ætti að vera. Aftur greip Rory fram í: „Eins stórt og mögulegt er!“ „Þetta er versta ákvörðun vikunnar hjá mér,“ sagði Thomas Björn sem viðurkenndi að hafa lofað þessu húðflúri en það verður sett á stað sem bara eiginkona danans mun sjá.
Golf Tengdar fréttir Molinari innsiglaði sigur Evrópu Lið Evrópu fór með sigur af hólmi í Ryder bikarnum eftir mikla spennu á lokahringnum en lið Evrópu fór með nokkuð örugga forystu inn í lokahringinn. 30. september 2018 15:30 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Fleiri fréttir Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Sjá meira
Molinari innsiglaði sigur Evrópu Lið Evrópu fór með sigur af hólmi í Ryder bikarnum eftir mikla spennu á lokahringnum en lið Evrópu fór með nokkuð örugga forystu inn í lokahringinn. 30. september 2018 15:30