Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 1. október 2018 17:05 Primera Air ætlar að sækja um greiðslustöðvun á morgun. Vísir/Getty Íslenskar ferðaskrifstofur sem hafa nýtt þjónustu Primera Air hafa flutt flugferðir sínar til annarra flugfélaga og engin röskun á því að verða á ferðum á vegum þeirra þrátt fyrir að félagið stefni nú í gjaldþrot. Stjórn Primera Air fullyrðir þetta í yfirlýsingu.Primera Air ætlar að sækja um greiðslustöðvun á morgun. Vélar á vegum samstæðunnar hafa flogið frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem er skráð í Lettlandi. Félagið hefur meðal annars flogið fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Heimsferðir eru hluti af Primera Travel Group sem Primera Air tilheyrir. Í yfirlýsingu frá stjórn Primera Air sem birtist á vef ferðaskrifstofunnar kemur fram að unnið verði með flugmálastjórnum Danmerkur og Lettlands til þess að þess að leysa úr málum farþega sem áttu bókað flug með félaginu. Upplýsingar um það verði birtar á vef félagsins. Öll flug fyrir íslenskar ferðaskrifstofur hafi verið flutt til annarra flugfélaga. Ferðaskrifstofur muni upplýsa farþega sína um það. Heimsferðir fullyrða að engin röskun verði á flugi ferðaskrifstofa frá Íslandi. „Heimsferðir hafa flutt alla samninga sína til Travel Service, og munu aðstoða farþega Primera Air til tryggja að allir komist á áfangastað og til landsins,“ segir í fréttinni. Travel Service er tékkneskt leiguflugfélag. Á vefsíðu félagsins kemur fram að það sé stærsta flugfélag Tékklands en það flýgur undir vörumerkinu Smartwings.Hætta núna til að lágmarka óþægindi viðskiptavina Um greiðslustöðvunin segir að hún sé mikil vonbrigði fyrir starfsfólk og viðskiptavini félagsins. Ástæðuna megi rekja til vandamála með flugvélaflota félagsins. „Í kjölfar þungbærra áfalla á síðsta ári, þegar félagið misst vél úr flota sínum vegna tæringar, sem hafði í för með sér viðbótarkostnað að upphæð 1,5 miljarðs króna. Og á þessu ári, í kjölfar mikilla seinkana á afhendingu véla frá Airbus til félagsins, sem kostaði félagið yfir 2 milljarða króna á árinu, þá var ljóst að félagið gat ekki haldið áfram nema með verulegri hlutafjáraukningu, til að mæta tapi, sem og fyrir framtíðaruppbyggingu félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Á næsta ári átti félagið að taka á móti tíu nýjum flugvélum frá Boeing. „Í ljósi erfiðra rekstraraðstæðna í flugrekstri í dag, hás olíuverðs, mjög lágs farmiðaverðs á öllum mörkuðum, og sem mun lækka enn frekar, þá tók stjórn félagins þá ákvörðun að hætta rekstri núna, á tímapunkti sem hægt er að lágmarka óþægindi til viðskiptavina. Einnig á sama tíma, er það ábyrgðarhluti að fara í svo stóra fjárfestingu í nýjum vélum eins og til stóð, ef ekki er hægt að fulltryggja það verkefni til enda, og til að koma í veg fyrir tjón birgja og leigusala,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Íslenskar ferðaskrifstofur sem hafa nýtt þjónustu Primera Air hafa flutt flugferðir sínar til annarra flugfélaga og engin röskun á því að verða á ferðum á vegum þeirra þrátt fyrir að félagið stefni nú í gjaldþrot. Stjórn Primera Air fullyrðir þetta í yfirlýsingu.Primera Air ætlar að sækja um greiðslustöðvun á morgun. Vélar á vegum samstæðunnar hafa flogið frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem er skráð í Lettlandi. Félagið hefur meðal annars flogið fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Heimsferðir eru hluti af Primera Travel Group sem Primera Air tilheyrir. Í yfirlýsingu frá stjórn Primera Air sem birtist á vef ferðaskrifstofunnar kemur fram að unnið verði með flugmálastjórnum Danmerkur og Lettlands til þess að þess að leysa úr málum farþega sem áttu bókað flug með félaginu. Upplýsingar um það verði birtar á vef félagsins. Öll flug fyrir íslenskar ferðaskrifstofur hafi verið flutt til annarra flugfélaga. Ferðaskrifstofur muni upplýsa farþega sína um það. Heimsferðir fullyrða að engin röskun verði á flugi ferðaskrifstofa frá Íslandi. „Heimsferðir hafa flutt alla samninga sína til Travel Service, og munu aðstoða farþega Primera Air til tryggja að allir komist á áfangastað og til landsins,“ segir í fréttinni. Travel Service er tékkneskt leiguflugfélag. Á vefsíðu félagsins kemur fram að það sé stærsta flugfélag Tékklands en það flýgur undir vörumerkinu Smartwings.Hætta núna til að lágmarka óþægindi viðskiptavina Um greiðslustöðvunin segir að hún sé mikil vonbrigði fyrir starfsfólk og viðskiptavini félagsins. Ástæðuna megi rekja til vandamála með flugvélaflota félagsins. „Í kjölfar þungbærra áfalla á síðsta ári, þegar félagið misst vél úr flota sínum vegna tæringar, sem hafði í för með sér viðbótarkostnað að upphæð 1,5 miljarðs króna. Og á þessu ári, í kjölfar mikilla seinkana á afhendingu véla frá Airbus til félagsins, sem kostaði félagið yfir 2 milljarða króna á árinu, þá var ljóst að félagið gat ekki haldið áfram nema með verulegri hlutafjáraukningu, til að mæta tapi, sem og fyrir framtíðaruppbyggingu félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Á næsta ári átti félagið að taka á móti tíu nýjum flugvélum frá Boeing. „Í ljósi erfiðra rekstraraðstæðna í flugrekstri í dag, hás olíuverðs, mjög lágs farmiðaverðs á öllum mörkuðum, og sem mun lækka enn frekar, þá tók stjórn félagins þá ákvörðun að hætta rekstri núna, á tímapunkti sem hægt er að lágmarka óþægindi til viðskiptavina. Einnig á sama tíma, er það ábyrgðarhluti að fara í svo stóra fjárfestingu í nýjum vélum eins og til stóð, ef ekki er hægt að fulltryggja það verkefni til enda, og til að koma í veg fyrir tjón birgja og leigusala,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06