Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. október 2018 07:30 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri. Fréttablaðið/Ernir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu metur nú hvort rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar verði opnuð á ný. Þeir hurfu fyrir tæpri hálfri öld en á undanförnum árum hafa komið fram nýjar ábendingar sem gefið gætu ástæðu til að rannsókn hefjist á ný. „Við liggjum bara undir feldi og erum að skoða hvernig eigi að gera þetta. Það er orðið ljóst að málið er ekki upplýst,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að fara þurfi yfir hvaða ný gögn hafi komið fram í málinu og hvort þau gefi tilefni til sérstakrar rannsóknar, enda venjan sú að mál sem lokað hefur verið fari ekki af stað aftur nema eitthvað nýtt komi fram sem gefi tilefni til þess. Sigríður segir lögregluna ekki hafa verið viðloðandi vinnu setts saksóknara í aðdraganda endurupptöku málanna og fara þurfi yfir gögn málsins áður en framhaldið verði ákveðið. Sigríður segir að fleiri embætti en LRH þurfi að koma að ákvörðunartöku um framhaldið og nefnir embætti Ríkissaksóknara auk þess sem Geirfinnsmálið sé í raun Keflavíkurmál.Geirfinnur Einarsson.Ábendingar um Geirfinn Í lok árs 2016 gaf maður sig fram við lögreglu og bar um að hafa séð þrjá borgaralega klædda menn koma á smábáti til hafnar í Vestmannaeyjum 20. nóvember 1974, daginn eftir að Geirfinnur hvarf í Keflavík. Tveir þeirra hafi leitt þann þriðja á milli sín sem hafi verið máttfarinn og að því er virtist rænulítill. Þeir hafi komið inn í verbúð þar sem sjónarvotturinn var staddur og dvalið þar dágóðan tíma í lokuðu herbergi með leyfi kokksins í mötuneyti fyrirtækisins. Þegar þeir gengu aftur út hafi sá sem var á milli þeirra talað til hans og sagt: „Mundu eftir mér.“ Hann hafi svo horft á eftir þeim fara aftur um borð í trilluna og sigla frá bryggju. Nokkru síðar komu þeir að landi aftur en fóru þá bara tveir frá borði. Mennina hafi hann ekki séð aftur fyrr en nærri tveimur áratugum síðar austur á landi þar sem annar þeirra hafi verið að vinna í tengslum við lagningu háspennulínu fyrir Landsvirkjun. Einnig var tekin skýrsla af fyrrverandi sambýliskonu mannsins sem var með honum í verbúðinni í Eyjum. Hún sá ekki mennina þrjá. Hins vegar hafi hún fengið símtal tveimur dögum síðar og þeim hótað lífláti. Þau hafi óttast hótunina og því ekki sagt neitt fyrr en nú.Morgunblaðið 30. janúar 1974.Ábendingar um Guðmund Stefán Almarsson, sem er talinn hafa logið því að lögreglu að Kristján Viðar og Sævar ættu þátt í hvarfi Guðmundar, var yfirheyrður af lögreglu síðla árs 2015 í kjölfar vitnisburðar fyrrverandi sambýliskonu Stefáns sem bar að hún hefði verið farþegi í bíl undir hans stjórn þegar ekið var á Guðmund Einarsson aðfaranótt 27. janúar 1974. Guðmundur hafi verið tekinn upp í bílinn og henni svo ekið heim en mjög hafi verið dregið af Guðmundi þegar hún yfirgaf bílinn. Einnig var yfirheyrður Þórður Eyþórsson sem konan sagði einnig hafa verið farþega í bílnum. Stefán og Þórður neituðu hins vegar staðfastlega nokkurri aðkomu að hvarfi Guðmundar. Til er skýrsla af Stefáni frá árinu 1977 um ferðir hans kvöldið 27. janúar 1974. Hann sagðist hafa verið með nafngreindum vini sínum að skemmta sér í Reykjavík. Í skýrslutöku játaði vinur þessi hvorki né neitaði að hafa verið með Stefáni umrætt kvöld, en hann viðurkenndi að hafa þekkt Guðmund frá grunnskólaárum sínum. Hann er eldri bróðir Þórðar Eyþórssonar og mun hafa verið í meiri vinskap við Stefán en Þórður sem var aðeins 16 ára þegar Guðmundur hvarf. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Verjendur segja að sýkna ætti Erlu, Kristján og Sævar af röngum sakargiftum. Bæturnar þurfi að vera háar til að teljast sanngjarnar. Ríkisstjórnin hefur beðið þolendur málsins afsökunar. 29. september 2018 09:30 Sýkna dugar ekki til að mati verjenda málsins Munnlegur málflutningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hefst í Hæstarétti í dag. Verjendur vilja að sakleysi verði lýst yfir í nýjum dómi. Saksóknari segir ágreining um rökstuðning fyrir sýknu. 13. september 2018 07:00 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu metur nú hvort rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar verði opnuð á ný. Þeir hurfu fyrir tæpri hálfri öld en á undanförnum árum hafa komið fram nýjar ábendingar sem gefið gætu ástæðu til að rannsókn hefjist á ný. „Við liggjum bara undir feldi og erum að skoða hvernig eigi að gera þetta. Það er orðið ljóst að málið er ekki upplýst,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að fara þurfi yfir hvaða ný gögn hafi komið fram í málinu og hvort þau gefi tilefni til sérstakrar rannsóknar, enda venjan sú að mál sem lokað hefur verið fari ekki af stað aftur nema eitthvað nýtt komi fram sem gefi tilefni til þess. Sigríður segir lögregluna ekki hafa verið viðloðandi vinnu setts saksóknara í aðdraganda endurupptöku málanna og fara þurfi yfir gögn málsins áður en framhaldið verði ákveðið. Sigríður segir að fleiri embætti en LRH þurfi að koma að ákvörðunartöku um framhaldið og nefnir embætti Ríkissaksóknara auk þess sem Geirfinnsmálið sé í raun Keflavíkurmál.Geirfinnur Einarsson.Ábendingar um Geirfinn Í lok árs 2016 gaf maður sig fram við lögreglu og bar um að hafa séð þrjá borgaralega klædda menn koma á smábáti til hafnar í Vestmannaeyjum 20. nóvember 1974, daginn eftir að Geirfinnur hvarf í Keflavík. Tveir þeirra hafi leitt þann þriðja á milli sín sem hafi verið máttfarinn og að því er virtist rænulítill. Þeir hafi komið inn í verbúð þar sem sjónarvotturinn var staddur og dvalið þar dágóðan tíma í lokuðu herbergi með leyfi kokksins í mötuneyti fyrirtækisins. Þegar þeir gengu aftur út hafi sá sem var á milli þeirra talað til hans og sagt: „Mundu eftir mér.“ Hann hafi svo horft á eftir þeim fara aftur um borð í trilluna og sigla frá bryggju. Nokkru síðar komu þeir að landi aftur en fóru þá bara tveir frá borði. Mennina hafi hann ekki séð aftur fyrr en nærri tveimur áratugum síðar austur á landi þar sem annar þeirra hafi verið að vinna í tengslum við lagningu háspennulínu fyrir Landsvirkjun. Einnig var tekin skýrsla af fyrrverandi sambýliskonu mannsins sem var með honum í verbúðinni í Eyjum. Hún sá ekki mennina þrjá. Hins vegar hafi hún fengið símtal tveimur dögum síðar og þeim hótað lífláti. Þau hafi óttast hótunina og því ekki sagt neitt fyrr en nú.Morgunblaðið 30. janúar 1974.Ábendingar um Guðmund Stefán Almarsson, sem er talinn hafa logið því að lögreglu að Kristján Viðar og Sævar ættu þátt í hvarfi Guðmundar, var yfirheyrður af lögreglu síðla árs 2015 í kjölfar vitnisburðar fyrrverandi sambýliskonu Stefáns sem bar að hún hefði verið farþegi í bíl undir hans stjórn þegar ekið var á Guðmund Einarsson aðfaranótt 27. janúar 1974. Guðmundur hafi verið tekinn upp í bílinn og henni svo ekið heim en mjög hafi verið dregið af Guðmundi þegar hún yfirgaf bílinn. Einnig var yfirheyrður Þórður Eyþórsson sem konan sagði einnig hafa verið farþega í bílnum. Stefán og Þórður neituðu hins vegar staðfastlega nokkurri aðkomu að hvarfi Guðmundar. Til er skýrsla af Stefáni frá árinu 1977 um ferðir hans kvöldið 27. janúar 1974. Hann sagðist hafa verið með nafngreindum vini sínum að skemmta sér í Reykjavík. Í skýrslutöku játaði vinur þessi hvorki né neitaði að hafa verið með Stefáni umrætt kvöld, en hann viðurkenndi að hafa þekkt Guðmund frá grunnskólaárum sínum. Hann er eldri bróðir Þórðar Eyþórssonar og mun hafa verið í meiri vinskap við Stefán en Þórður sem var aðeins 16 ára þegar Guðmundur hvarf.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Verjendur segja að sýkna ætti Erlu, Kristján og Sævar af röngum sakargiftum. Bæturnar þurfi að vera háar til að teljast sanngjarnar. Ríkisstjórnin hefur beðið þolendur málsins afsökunar. 29. september 2018 09:30 Sýkna dugar ekki til að mati verjenda málsins Munnlegur málflutningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hefst í Hæstarétti í dag. Verjendur vilja að sakleysi verði lýst yfir í nýjum dómi. Saksóknari segir ágreining um rökstuðning fyrir sýknu. 13. september 2018 07:00 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Verjendur segja að sýkna ætti Erlu, Kristján og Sævar af röngum sakargiftum. Bæturnar þurfi að vera háar til að teljast sanngjarnar. Ríkisstjórnin hefur beðið þolendur málsins afsökunar. 29. september 2018 09:30
Sýkna dugar ekki til að mati verjenda málsins Munnlegur málflutningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hefst í Hæstarétti í dag. Verjendur vilja að sakleysi verði lýst yfir í nýjum dómi. Saksóknari segir ágreining um rökstuðning fyrir sýknu. 13. september 2018 07:00
Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent