Danska flugmálastjórnin vaktar mál Primera Air Heimir Már Pétursson skrifar 2. október 2018 20:16 Þúsundir Breta eru strandaglópar vegna gjaldþrots Primera flugfélagsins og eiga erfitt með að fá upplýsingar frá fyrirtækinu. Forstjóri félagsins segir dönsku flugmálastjórnina vinna í málunum en tekist hafi að útvega öllum farþegum á Norðurlöndunum annað flug. Primera Air sendi frá sér tilkynningu í gær um gjaldþrot og að félagið hætti starfsemi frá og með deginum í dag. Félagið hefur fyrst og fremst verið í leiguflugi fyrir ferðaskrifstofur en fyrr á þessu ári hóf það flug frá Bretlandi til nokkurra áfangastaða í Bandaríkjunum og Kanada og til stóð að hefja flug frá Manchester til Malaga í þessum mánuði.Sorgardagur fyrir starfsfólk félagsins Andri Már Ingólfsson forstjóri félagsins segir það hafa orðið fyrir áföllum í sumar vegna tafa á afhendingu sex nýrra flugvéla frá Airbus. En að auki kom upp tæring í einni flugvéla félagsins og olía hefur hækkað mikið í verði. „Við vorum að vonast til að geta bjargað langtíma fjármögnun fyrir félagið alveg fram á hádegi á mánudag. En þegar það tókst ekki tók þetta ferli við því miður,“ segir Andri Már. Þetta sé mikill sorgardagur fyrir félagið og starfsfólk sem hafi unnið ötullega að uppbyggingu þess. Nú hafi danska flugmálastjórnin og bústjóri tekið við málum félagsins. En 15 flugvélar félagsins hafi verið á dönskum flugrekstrarleyfum. Ástand mála verði væntanlega betra á morgun fyrir þá farþega sem áttu bókað flug með félaginu.Andri Már Ingólfsson, forstjóri félagsins.Vísir/Stöð 2Engin röskun á flugi Heimsferða á Íslandi „Þó er ánægjulegt að geta sagt frá því að öllum ferðaskrifstofunum sem Primera Air var að fljúga fyrir tókst að finna annað flug fyrir sína farþega. Það var til dæmis engin röskun á flugi Heimsferða á Íslandi. Það var engin röskun fyrir farþega dönsku ferðaskrifstofunnar Bravo Tour í Danmörku, eða í Svíþjóð og ekki heldur í Finnlandi. Og það bjargaði náttúrlega gríðarlega miklu af þessum vanda,“ segir Andri Már. Ein flugvél Primera kyrrsett á Stansted flugvelli Önnur staða er hins vegar upp á teningnum hjá þúsundum farþega sem hafa keypt farmiða beint af félaginu í flug milli Bretlands og Norður Ameríku og hafa breskir fjölmiðlar greint frá vanda þeirra í dag. Ein flugvéla Primera hefur líka verið kyrrsett á Stansted flugvelli. Andri Már segir þá farþega þurfa að bóka flug með öðrum félögum og þeir fái flugmiðana bakfærða frá kortafyrirtækjum, þar sem þeir hafi aldrei fengið vöru sína afhenta. Blessunarlega er nóg framboð á þessum leiðum sem verið er að tala um. Þannig að það verður ekki vandamál að finna önnur sæti í staðinn. Danska flugmálastjórnin er líka að aðstoða fólk í þessum málum,” segir Andri Már Ingólfsson. Þá verði fljótlega birtar nánari upplýsingar á heimasíðu Primera en þar hefur engin svör verið að fá í dag. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Farþegar í London eru sagðir hafa fengið fréttir af gjaldþrotinu á flugvellinum þar sem þeir biðu eftir að komast um borð í vélar til New York og Washington-borgar. 1. október 2018 21:02 Tókst að redda flugferð heim "Þegar ég las yfir Vísi í gær og sá að flugfélagið Primera Air var gjaldþrota spurði ég konuna mína hvort þetta væri ekki flugfélagið sem við ættum að fljúga heim með,“ segir Eggert Páll Einarsson sem er staddur í fríi á Tenerife. 2. október 2018 16:59 Mikið tap hjá Arion vegna Primera Air Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun sem samkvæmt heimildum Vísis má rekja til gjaldþrots Primera Air. Tilkynnt var í gær að flugfélagið myndi fara í greiðslustöðvun í dag. 2. október 2018 09:01 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Þúsundir Breta eru strandaglópar vegna gjaldþrots Primera flugfélagsins og eiga erfitt með að fá upplýsingar frá fyrirtækinu. Forstjóri félagsins segir dönsku flugmálastjórnina vinna í málunum en tekist hafi að útvega öllum farþegum á Norðurlöndunum annað flug. Primera Air sendi frá sér tilkynningu í gær um gjaldþrot og að félagið hætti starfsemi frá og með deginum í dag. Félagið hefur fyrst og fremst verið í leiguflugi fyrir ferðaskrifstofur en fyrr á þessu ári hóf það flug frá Bretlandi til nokkurra áfangastaða í Bandaríkjunum og Kanada og til stóð að hefja flug frá Manchester til Malaga í þessum mánuði.Sorgardagur fyrir starfsfólk félagsins Andri Már Ingólfsson forstjóri félagsins segir það hafa orðið fyrir áföllum í sumar vegna tafa á afhendingu sex nýrra flugvéla frá Airbus. En að auki kom upp tæring í einni flugvéla félagsins og olía hefur hækkað mikið í verði. „Við vorum að vonast til að geta bjargað langtíma fjármögnun fyrir félagið alveg fram á hádegi á mánudag. En þegar það tókst ekki tók þetta ferli við því miður,“ segir Andri Már. Þetta sé mikill sorgardagur fyrir félagið og starfsfólk sem hafi unnið ötullega að uppbyggingu þess. Nú hafi danska flugmálastjórnin og bústjóri tekið við málum félagsins. En 15 flugvélar félagsins hafi verið á dönskum flugrekstrarleyfum. Ástand mála verði væntanlega betra á morgun fyrir þá farþega sem áttu bókað flug með félaginu.Andri Már Ingólfsson, forstjóri félagsins.Vísir/Stöð 2Engin röskun á flugi Heimsferða á Íslandi „Þó er ánægjulegt að geta sagt frá því að öllum ferðaskrifstofunum sem Primera Air var að fljúga fyrir tókst að finna annað flug fyrir sína farþega. Það var til dæmis engin röskun á flugi Heimsferða á Íslandi. Það var engin röskun fyrir farþega dönsku ferðaskrifstofunnar Bravo Tour í Danmörku, eða í Svíþjóð og ekki heldur í Finnlandi. Og það bjargaði náttúrlega gríðarlega miklu af þessum vanda,“ segir Andri Már. Ein flugvél Primera kyrrsett á Stansted flugvelli Önnur staða er hins vegar upp á teningnum hjá þúsundum farþega sem hafa keypt farmiða beint af félaginu í flug milli Bretlands og Norður Ameríku og hafa breskir fjölmiðlar greint frá vanda þeirra í dag. Ein flugvéla Primera hefur líka verið kyrrsett á Stansted flugvelli. Andri Már segir þá farþega þurfa að bóka flug með öðrum félögum og þeir fái flugmiðana bakfærða frá kortafyrirtækjum, þar sem þeir hafi aldrei fengið vöru sína afhenta. Blessunarlega er nóg framboð á þessum leiðum sem verið er að tala um. Þannig að það verður ekki vandamál að finna önnur sæti í staðinn. Danska flugmálastjórnin er líka að aðstoða fólk í þessum málum,” segir Andri Már Ingólfsson. Þá verði fljótlega birtar nánari upplýsingar á heimasíðu Primera en þar hefur engin svör verið að fá í dag.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Farþegar í London eru sagðir hafa fengið fréttir af gjaldþrotinu á flugvellinum þar sem þeir biðu eftir að komast um borð í vélar til New York og Washington-borgar. 1. október 2018 21:02 Tókst að redda flugferð heim "Þegar ég las yfir Vísi í gær og sá að flugfélagið Primera Air var gjaldþrota spurði ég konuna mína hvort þetta væri ekki flugfélagið sem við ættum að fljúga heim með,“ segir Eggert Páll Einarsson sem er staddur í fríi á Tenerife. 2. október 2018 16:59 Mikið tap hjá Arion vegna Primera Air Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun sem samkvæmt heimildum Vísis má rekja til gjaldþrots Primera Air. Tilkynnt var í gær að flugfélagið myndi fara í greiðslustöðvun í dag. 2. október 2018 09:01 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Farþegar í London eru sagðir hafa fengið fréttir af gjaldþrotinu á flugvellinum þar sem þeir biðu eftir að komast um borð í vélar til New York og Washington-borgar. 1. október 2018 21:02
Tókst að redda flugferð heim "Þegar ég las yfir Vísi í gær og sá að flugfélagið Primera Air var gjaldþrota spurði ég konuna mína hvort þetta væri ekki flugfélagið sem við ættum að fljúga heim með,“ segir Eggert Páll Einarsson sem er staddur í fríi á Tenerife. 2. október 2018 16:59
Mikið tap hjá Arion vegna Primera Air Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun sem samkvæmt heimildum Vísis má rekja til gjaldþrots Primera Air. Tilkynnt var í gær að flugfélagið myndi fara í greiðslustöðvun í dag. 2. október 2018 09:01
Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05