Svo virðist sem NFL-ferli Mychal Kendricks sé formlega lokið enda er hann fljótlega á leið í steininn. Kendricks játaði sig sekan um innherjasvik í síðasta mánuði og á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm.
Er hann játaði rifti Cleveland Browns samningi við leikmanninn. Það var aftur á móti ekkert sem mælti með því að hann spilaði í deildinni þar til annað væri ákveðið.
Því ákvað Seattle Seahawks að semja við hann enda í meiðslavandræðum. Ljóst að það yrðu síðustu leikir ferilsins hjá Kendricks sem mun fá sinn dóm seint í janúar á næsta ári.
NFL-deildin ákvað aftur á móti í gær að setja Kendricks í ótímabundið bann. Ólíklegt er að hann komi úr banni áður en leiktíðinni lýkur.
Fjárglæframaðurinn Kendricks settur í leikbann

Tengdar fréttir

Á leið í fangelsi en fékk eins árs samning í NFL-deildinni
Lífið í NFL-deildinni er oft á tíðum æði sérstakt eins og sést líklega best á því að maður sem er á leið í steininn var að skrifa undir samning við sterkt lið í deildinni.

Super Bowl-meistari gæti fengið 25 ára fangelsisdóm
Mychal Kendricks vann Super Bowl-leikinn með Philadelphia Eagles en hann mun ljúka árinu á því að fá þungan fangelsisdóm.