Skamma Fjarðabyggð fyrir steinristur á Stöðvarfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. október 2018 06:15 Bæjarráð Fjarðabyggðar ásamt nýjum bæjarstjóra, Karli Óttari Péturssyni. Mynd/fjarðabyggð Fjarðabyggð fór út fyrir valdmörk sín þegar listamaðurinn Kevin Sudeith fékk leyfi til að gera listaverk í kletta á Stöðvarfirði. Þegar Sudeith óskaði eftir leyfinu benti umhverfisstjóri sveitarfélagsins á að fyrir því þyrfti framkvæmdaleyfi sem meðal annars væri háð samþykki Umhverfisstofnunar (UST). Við meðferð málsins kvað skipulagsstjóri Fjarðabyggðar hins vegar upp úr með að ekkert slíkt leyfi þyrfti. Umhverfisnefndin gerði enga athugasemd við erindið í apríl og fékk Sudeith grænt ljós á listgjörninginn. Eftir bréfaskipti UST og Fjarðabyggðar um málið hefur stofnunin nú undirstrikað í nýju bréfi að sveitarfélagið hafi farið út fyrir valdmörk sín og veitt leyfi sem ekki sé unnt að veita samkvæmt lögum. Sveitarfélagið er sagt hafa brugðist leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart Kevin Sudeith sem framið hafi refsiverð brot á náttúruverndarlögum með „áletrunum í náttúrumyndanir“. Algerlega er hafnað þeim rökum Fjarðabyggðar að umræddir klettar séu ekki náttúrumyndanir. „[UST] lítur svo á að skortur á vönduðum stjórnsýsluháttum sveitarfélagsins hafi stuðlað að því að umræddur listamaður skrapaði í og málaði á umræddar náttúrumyndanir.“ Þá vill UST að vafaatriði verði framvegis borin undir stofnunina. „Um nauðsyn þess stendur nú varanlegur minnisvarði í klettunum í landi Landa í Stöðvarfirði.“ Ekki náðist í Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Fjarðabyggð fór út fyrir valdmörk sín þegar listamaðurinn Kevin Sudeith fékk leyfi til að gera listaverk í kletta á Stöðvarfirði. Þegar Sudeith óskaði eftir leyfinu benti umhverfisstjóri sveitarfélagsins á að fyrir því þyrfti framkvæmdaleyfi sem meðal annars væri háð samþykki Umhverfisstofnunar (UST). Við meðferð málsins kvað skipulagsstjóri Fjarðabyggðar hins vegar upp úr með að ekkert slíkt leyfi þyrfti. Umhverfisnefndin gerði enga athugasemd við erindið í apríl og fékk Sudeith grænt ljós á listgjörninginn. Eftir bréfaskipti UST og Fjarðabyggðar um málið hefur stofnunin nú undirstrikað í nýju bréfi að sveitarfélagið hafi farið út fyrir valdmörk sín og veitt leyfi sem ekki sé unnt að veita samkvæmt lögum. Sveitarfélagið er sagt hafa brugðist leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart Kevin Sudeith sem framið hafi refsiverð brot á náttúruverndarlögum með „áletrunum í náttúrumyndanir“. Algerlega er hafnað þeim rökum Fjarðabyggðar að umræddir klettar séu ekki náttúrumyndanir. „[UST] lítur svo á að skortur á vönduðum stjórnsýsluháttum sveitarfélagsins hafi stuðlað að því að umræddur listamaður skrapaði í og málaði á umræddar náttúrumyndanir.“ Þá vill UST að vafaatriði verði framvegis borin undir stofnunina. „Um nauðsyn þess stendur nú varanlegur minnisvarði í klettunum í landi Landa í Stöðvarfirði.“ Ekki náðist í Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira