Karlmaður var í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag dæmdur í 30 daga fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt vegna aksturs undir áhrifum kannabis um Steingrímsfjarðarheiði.
Maðurinn var einnig undir áhrifum lyfseðilsskylds lyfs en ekki gerð refsing vegna þess þar sem vottorð frá lækni fylgdi því. Var það niðurstaða dómsins þrátt fyrir að læknisfræðilegur styrkur þess hafi verið ríflega tvöfalt hærri en vanalegt telst.
Þetta var í þriðja skiptið sem maðurinn er fundinn sekur um akstur undir áhrifum.
Í fangelsi fyrir fíkniakstur
Jóhann Óli Eiðsson skrifar
