Fjörutíu prósent óskráð á hálendinu Sveinn Arnarsson skrifar 4. október 2018 08:00 Dæmi er um nýbyggt hús innan miðhálendis sem notað er í ferðaþjónustu án þess að vera skráð fasteign. Ekki eru greidd opinber gjöld af óskráðum húsum. Vísir Aðeins sextíu prósent bygginga á miðhálendi Íslands eru skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár. Dæmi er um nýbyggt hús innan miðhálendis sem notað er í ferðaþjónustu án þess að vera skráð fasteign. Ekki eru greidd opinber gjöld af óskráðum húsum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Skipulagsstofnunar um mannvirki á miðhálendinu. 586 byggingar eru á miðhálendinu samkvæmt skýrslunni. Tilgangur hennar er að gefa heildstæða yfirsýn yfir núverandi húsakost og þjónustuframboð á miðhálendinu. Slík yfirsýn er nauðsynleg forsenda fyrir frekari stefnumótun um skipulagsmál á miðhálendinu. „Ég er með dæmi um hús sem er nýendurbyggt og er nýtt af ferðaþjónustu en fasteignin sjálf er ekki skráð í Þjóðskrá. Þannig að fyrirtækið, eigandi fasteignarinnar, greiðir þar af leiðandi engin gjöld eða skatta af fasteigninni,“ segir Einar Jónsson, sérfræðingur hjá Skipulagsstofnun, sem kom að gerð skýrslunnar. Við gerð skýrslunnar var byggt á fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og gögnum frá sveitarfélögum á miðhálendinu, auk upplýsinga frá mörgum stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum og úr rituðum heimildum. „Skýringar á þessu geta verið margvíslegar. Ein af þeim er að sveitarfélögin hafa þá ekki gengið eftir því að skrá þessar fasteignir. Svo er annar angi að ríkið er landeigandi þjóðlenda og nokkuð af þessum fasteignum er í þjóðlendum. Forsenda þess að skrá fasteign er að gera lóðarleigusamninga og ríkið hefur ekkert gengið eftir því. Það er kannski stærsti þátturinn í þessu, að ríkið hefur ekki samið við eiganda fasteignarinnar um lóð,“ bætir Einar við. Sveitarfélög verða því af nokkrum tekjum hvað þetta varðar, þar sem ekki eru greiddir skattar af þessum húsum. Einar segir það hafa komið á óvart hversu margar byggingar séu á hálendinu sem ekki eru skráðar í opinberum gögnum. „Ástand fjallaskálanna er auðvitað misjafnt en sveitarfélög eru eftirlitsskyld og því þurfa þau að skoða þetta betur. Við ættum auðvitað að gera þá kröfu að allar byggingar, jafnt á hálendi sem á láglendi, sem nýttar eru skuli skráðar í opinberum gögnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Aðeins sextíu prósent bygginga á miðhálendi Íslands eru skráð í fasteignaskrá Þjóðskrár. Dæmi er um nýbyggt hús innan miðhálendis sem notað er í ferðaþjónustu án þess að vera skráð fasteign. Ekki eru greidd opinber gjöld af óskráðum húsum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Skipulagsstofnunar um mannvirki á miðhálendinu. 586 byggingar eru á miðhálendinu samkvæmt skýrslunni. Tilgangur hennar er að gefa heildstæða yfirsýn yfir núverandi húsakost og þjónustuframboð á miðhálendinu. Slík yfirsýn er nauðsynleg forsenda fyrir frekari stefnumótun um skipulagsmál á miðhálendinu. „Ég er með dæmi um hús sem er nýendurbyggt og er nýtt af ferðaþjónustu en fasteignin sjálf er ekki skráð í Þjóðskrá. Þannig að fyrirtækið, eigandi fasteignarinnar, greiðir þar af leiðandi engin gjöld eða skatta af fasteigninni,“ segir Einar Jónsson, sérfræðingur hjá Skipulagsstofnun, sem kom að gerð skýrslunnar. Við gerð skýrslunnar var byggt á fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og gögnum frá sveitarfélögum á miðhálendinu, auk upplýsinga frá mörgum stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum og úr rituðum heimildum. „Skýringar á þessu geta verið margvíslegar. Ein af þeim er að sveitarfélögin hafa þá ekki gengið eftir því að skrá þessar fasteignir. Svo er annar angi að ríkið er landeigandi þjóðlenda og nokkuð af þessum fasteignum er í þjóðlendum. Forsenda þess að skrá fasteign er að gera lóðarleigusamninga og ríkið hefur ekkert gengið eftir því. Það er kannski stærsti þátturinn í þessu, að ríkið hefur ekki samið við eiganda fasteignarinnar um lóð,“ bætir Einar við. Sveitarfélög verða því af nokkrum tekjum hvað þetta varðar, þar sem ekki eru greiddir skattar af þessum húsum. Einar segir það hafa komið á óvart hversu margar byggingar séu á hálendinu sem ekki eru skráðar í opinberum gögnum. „Ástand fjallaskálanna er auðvitað misjafnt en sveitarfélög eru eftirlitsskyld og því þurfa þau að skoða þetta betur. Við ættum auðvitað að gera þá kröfu að allar byggingar, jafnt á hálendi sem á láglendi, sem nýttar eru skuli skráðar í opinberum gögnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira