Microsoft í samkeppni við Bose Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2018 11:09 Panos Panay, vörumerkjastjóri Microsoft, með nýju heyrnartólin. AP/Mary Altaffer Microsoft kynnti á þriðjudaginn nýjar tölvur og tól en að mestu snerist kynningin um nýjar Surface tölvur og ný heyrnartól. Þar að auki kynnti fyrirtækið viðbót við Windows stýrikerfið sem mun gera notendum kleift að tengja Android-síma við tölvur sínar. Þannig verður hægt að keyra símaforrit í tölvunni. Í rauninni verður mögulegt að opna símann sinn í sérstökum glugga í Windows. Þannig verður hægt að nálgast myndir sínar með auðveldum hætti, fá meldingar í tölvuna eða jafnvel senda smáskilaboð í tölvunni, svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt The Verge verður þessi nýja viðbót ekki klár að fullu fyrr en á næsta ári.Surface Pro 6, nýjasta útgáfan af fartölvu/spjaldtölvu blendingi Microsoft, var einnig kynnt, sem og ný útgáfa af Surface Laptop. Það er eingöngu fartölva og er ekki hægt að taka skjáinn af henni eins og Surface Pro. Örgjörvi tölvanna hefur verið uppfærður og þær eru nú fáanlegar í svörtu. Microsoft áætlar að Pro tölvan sé 67 prósentum hraðvirkari en Pro 5 og að nýja fartölvan sé 85 prósentum hraðvirkari. Ný heyrnartól Microsoft, sem tilheyra einnig Surface vörulínunni, komu hvað mest á óvart. Heyrnartólum þessum virðist vera ætlað að veita Bose samkeppni en þau eru hljóðeinangrandi, þráðlaus og 290 grömm að þyngd. Microsoft segir að heyrnartólin skynji þegar þau eru tekin niður og tónlist eða hvað sem verið er að hlusta á stöðvist þar til heyrnartólin eru sett upp aftur. Þar að auki er talgervill Microsoft, Cortana, innbyggð í heyrnartólin þannig að þau svara raddskipunum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur kynningarmyndbönd sem Microsoft birti í kjölfar kynningarinnar. 1 Tækni Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Microsoft kynnti á þriðjudaginn nýjar tölvur og tól en að mestu snerist kynningin um nýjar Surface tölvur og ný heyrnartól. Þar að auki kynnti fyrirtækið viðbót við Windows stýrikerfið sem mun gera notendum kleift að tengja Android-síma við tölvur sínar. Þannig verður hægt að keyra símaforrit í tölvunni. Í rauninni verður mögulegt að opna símann sinn í sérstökum glugga í Windows. Þannig verður hægt að nálgast myndir sínar með auðveldum hætti, fá meldingar í tölvuna eða jafnvel senda smáskilaboð í tölvunni, svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt The Verge verður þessi nýja viðbót ekki klár að fullu fyrr en á næsta ári.Surface Pro 6, nýjasta útgáfan af fartölvu/spjaldtölvu blendingi Microsoft, var einnig kynnt, sem og ný útgáfa af Surface Laptop. Það er eingöngu fartölva og er ekki hægt að taka skjáinn af henni eins og Surface Pro. Örgjörvi tölvanna hefur verið uppfærður og þær eru nú fáanlegar í svörtu. Microsoft áætlar að Pro tölvan sé 67 prósentum hraðvirkari en Pro 5 og að nýja fartölvan sé 85 prósentum hraðvirkari. Ný heyrnartól Microsoft, sem tilheyra einnig Surface vörulínunni, komu hvað mest á óvart. Heyrnartólum þessum virðist vera ætlað að veita Bose samkeppni en þau eru hljóðeinangrandi, þráðlaus og 290 grömm að þyngd. Microsoft segir að heyrnartólin skynji þegar þau eru tekin niður og tónlist eða hvað sem verið er að hlusta á stöðvist þar til heyrnartólin eru sett upp aftur. Þar að auki er talgervill Microsoft, Cortana, innbyggð í heyrnartólin þannig að þau svara raddskipunum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur kynningarmyndbönd sem Microsoft birti í kjölfar kynningarinnar. 1
Tækni Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira