Ákæra sjö rússneska njósnara vegna tölvuárása Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2018 14:23 Frá blaðamannafundinum í dag, þar sem ákærurnar voru opinberaðar. AP/Jacquelyn Martin Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjölda brota eins og fjársvik, fjárþvott og að villa á sér heimildir en sérstaklega vegna tölvuárása varðandi leka upplýsinga um lyfjaprófanir íþróttamanna en markmiðið var að grafa undan trúverðugleika Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar sem hafði á þeim tíma opinberað skipulagða lyfjanotkun rússneskra íþróttamanna. „Þeir svindluðu, þeir voru gómaðir, þeir voru bannaðir frá ólympíuleikunum, þeir voru reiðir, þeir hefndu sín, þeir brutu lögin, þeir eru glæpamenn,“ sagði Scott Brady, ríkissaksóknari í Pennsylvania, á blaðamannafundi í Bandaríkjunum í dag. Mennirnir eru sagðir hafa ráðist á minnst 250 íþróttamenn frá rúmlega 30 löndum og fjölmargar íþróttastofnanir og íþróttasamtök. Fjórir mannanna sem um ræðir voru opinberaðir af yfirvöldum Hollands í morgun og þrír þeirra höfðu áður verið ákærðir vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.The Russian hackers victimized 250 athletes from 30 countries in addition to targeting dozens of anti-doping agencies — including FIFA and the International Association of Athletics Federations https://t.co/5PBpCMPDxdpic.twitter.com/HX0NnLWKxm — POLITICO (@politico) October 4, 2018Bretar, Hollendingar og Bandaríkjamenn hafa samhæft yfirlýsingar sínar um tölvuárásir Rússa í dag þar sem ákærurnar voru opinberaðar.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraAðgerðir mannanna sjö eru sagðar hafa staðið yfir frá desember 2014 og til maí á þessu ári, hið minnsta. Þeir eru allir rússneskir ríkisborgarar og heita; Aleksei Sergeyevich Morenets, Evgenii Mikhaylovich, Serebriakov, Ivan Sergeyevich Yermakov, Artem Andreyevich Malyshev, Dmitriy Sergeyevich Badin, Oleg Mikhaylovich Sotnikov, og Alexey Valerevich Minin. Þeim er gert að hafa meðal annars beitt svokölluðum „spearphishing“ árásum og vírusum til að ráðast á fólk og stofnanir. Það mistókst oft á tíðum og í þeim tilfellum ferðuðust einhverjir þeirra víða um heim og beindu öðrum leiðum. Eins og þeir fjórir beittu þegar þeir voru gómaðir í Hollandi í apríl. Þar földu njósnararnir tækjabúnað í bílaleigubíl og notuðu hann til að hlera þráðlaust net OPCW og koma höndum yfir lykilorð og aðrar upplýsingar. Sú aðgerð misheppnaðist þó og þeim var vísað úr landi. Tölva sem fannst á njósnurunum í Hollandi hafði til dæmis verið notuð til árása í Sviss og Malasíu. Njósnararnir eru allir ákærðir fyrir tvö brot sem samanlagt fela í sér hámarksdóm upp á 25 ára fangelsisvist. Nokkrir eru þar að auki ákærðir fyrir aðra glæpi.Ákærurnar má finna hér. Bandaríkin Holland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjölda brota eins og fjársvik, fjárþvott og að villa á sér heimildir en sérstaklega vegna tölvuárása varðandi leka upplýsinga um lyfjaprófanir íþróttamanna en markmiðið var að grafa undan trúverðugleika Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunarinnar sem hafði á þeim tíma opinberað skipulagða lyfjanotkun rússneskra íþróttamanna. „Þeir svindluðu, þeir voru gómaðir, þeir voru bannaðir frá ólympíuleikunum, þeir voru reiðir, þeir hefndu sín, þeir brutu lögin, þeir eru glæpamenn,“ sagði Scott Brady, ríkissaksóknari í Pennsylvania, á blaðamannafundi í Bandaríkjunum í dag. Mennirnir eru sagðir hafa ráðist á minnst 250 íþróttamenn frá rúmlega 30 löndum og fjölmargar íþróttastofnanir og íþróttasamtök. Fjórir mannanna sem um ræðir voru opinberaðir af yfirvöldum Hollands í morgun og þrír þeirra höfðu áður verið ákærðir vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.The Russian hackers victimized 250 athletes from 30 countries in addition to targeting dozens of anti-doping agencies — including FIFA and the International Association of Athletics Federations https://t.co/5PBpCMPDxdpic.twitter.com/HX0NnLWKxm — POLITICO (@politico) October 4, 2018Bretar, Hollendingar og Bandaríkjamenn hafa samhæft yfirlýsingar sínar um tölvuárásir Rússa í dag þar sem ákærurnar voru opinberaðar.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraAðgerðir mannanna sjö eru sagðar hafa staðið yfir frá desember 2014 og til maí á þessu ári, hið minnsta. Þeir eru allir rússneskir ríkisborgarar og heita; Aleksei Sergeyevich Morenets, Evgenii Mikhaylovich, Serebriakov, Ivan Sergeyevich Yermakov, Artem Andreyevich Malyshev, Dmitriy Sergeyevich Badin, Oleg Mikhaylovich Sotnikov, og Alexey Valerevich Minin. Þeim er gert að hafa meðal annars beitt svokölluðum „spearphishing“ árásum og vírusum til að ráðast á fólk og stofnanir. Það mistókst oft á tíðum og í þeim tilfellum ferðuðust einhverjir þeirra víða um heim og beindu öðrum leiðum. Eins og þeir fjórir beittu þegar þeir voru gómaðir í Hollandi í apríl. Þar földu njósnararnir tækjabúnað í bílaleigubíl og notuðu hann til að hlera þráðlaust net OPCW og koma höndum yfir lykilorð og aðrar upplýsingar. Sú aðgerð misheppnaðist þó og þeim var vísað úr landi. Tölva sem fannst á njósnurunum í Hollandi hafði til dæmis verið notuð til árása í Sviss og Malasíu. Njósnararnir eru allir ákærðir fyrir tvö brot sem samanlagt fela í sér hámarksdóm upp á 25 ára fangelsisvist. Nokkrir eru þar að auki ákærðir fyrir aðra glæpi.Ákærurnar má finna hér.
Bandaríkin Holland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira