Árangursríkt samstarf Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. október 2018 07:00 Norðurslóðasamstarfið er okkur afar mikilvægt. Ein helsta ástæðan er sú bráðnauðsynlega samvinna sem fram þarf að fara ef takast á að hægja á hlýnun jarðar og sýna þann viðnámsþrótt frammi fyrir alls kyns breytingum sem henni fylgja. Samstarfið kostar bæði fé og tíma en sú fjárfesting skilar sér margföld til baka. Samstarfið fer fram á margvíslegum nótum og nær yfir flest öll svið mannlífsins. Vettvangurinn er Vestnorræna ráðið (Færeyjar, Grænland og Ísland), hið gamalgróna Norðurlandaráð, Norðurskautsráðið (á ríkisstjórnarstigi) og Þingmannaráðstefna norðurslóða. Auk þess má nefna stofnanir á borð við Háskóla norðurslóða (200 stofnanir) og vísindarannsóknasamstarf og ýmislegt annað. Þegar þetta var skrifað í Inari í Samalandi Finnlands var nýlokið ráðstefnu okkar þingmanna norðurslóða sem stóð í þrjá gefandi daga. Íslenska sendinefndin samanstendur af þremur þingmönnum í eiginlegu þingmannanefndinni, fyrir utan mig, þeim Líneik Önnu Sævarsdóttur og Birni Leví Gunnarssyni, auk þess Guðjóni S. Brjánssyni frá Vestnorræna-ráðinu, Oddnýju G. Harðardóttur frá Norðurlandaráði, alþjóðaritaranum Örnu Bang og Sigurði Ólafssyni, framkvæmdastjóra Vestnorræna-ráðsins. Hlutverk ráðstefnunnar er að vinna, samþykkja og leggja fram tillögur til ráðherranefndar Norðurskautsráðsins sem mörg dæmi eru um að teknar hafa verið upp til framkvæmda af ráðinu, til dæmis stofnun ráðsins sjálfs fyrir allmörgum árum og Háskóla norðurslóða. Þingmannaráðstefnan er 25 ára um þessar mundir. Ólíkt því sem víða gerist í alþjóðasamvinnu er mjög góður andi á fundum og ráðstefnum þingmanna, jákvæð samvinna með löndum á borð við Rússland, Kanada og fulltrúum Færeyja og Grænlands í gegnum danska þjóðþingið. Þetta á líka við um Bandaríkin en því miður hafa stjórnvöld þar tónað þátttökuna niður og nú var enginn bandarískur fulltrúi á ráðstefnunni. Um 40 tillögur voru einróma samþykktar í fjórum flokkum: Stafrænar norðurslóðir, veðurfarsbreytingar og áhrif þeirra, samfélagsábyrgð fyrirtækja og velferð þegnanna. Þær berast nú 8 ríkisstjórnum, Evrópuráðinu, frumbyggjasamtökum og Norðurskautsráðinu. Íslensku tillögunum var vel tekið (alls 8 talsins) og fengu allar gott brautargengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Norðurslóðasamstarfið er okkur afar mikilvægt. Ein helsta ástæðan er sú bráðnauðsynlega samvinna sem fram þarf að fara ef takast á að hægja á hlýnun jarðar og sýna þann viðnámsþrótt frammi fyrir alls kyns breytingum sem henni fylgja. Samstarfið kostar bæði fé og tíma en sú fjárfesting skilar sér margföld til baka. Samstarfið fer fram á margvíslegum nótum og nær yfir flest öll svið mannlífsins. Vettvangurinn er Vestnorræna ráðið (Færeyjar, Grænland og Ísland), hið gamalgróna Norðurlandaráð, Norðurskautsráðið (á ríkisstjórnarstigi) og Þingmannaráðstefna norðurslóða. Auk þess má nefna stofnanir á borð við Háskóla norðurslóða (200 stofnanir) og vísindarannsóknasamstarf og ýmislegt annað. Þegar þetta var skrifað í Inari í Samalandi Finnlands var nýlokið ráðstefnu okkar þingmanna norðurslóða sem stóð í þrjá gefandi daga. Íslenska sendinefndin samanstendur af þremur þingmönnum í eiginlegu þingmannanefndinni, fyrir utan mig, þeim Líneik Önnu Sævarsdóttur og Birni Leví Gunnarssyni, auk þess Guðjóni S. Brjánssyni frá Vestnorræna-ráðinu, Oddnýju G. Harðardóttur frá Norðurlandaráði, alþjóðaritaranum Örnu Bang og Sigurði Ólafssyni, framkvæmdastjóra Vestnorræna-ráðsins. Hlutverk ráðstefnunnar er að vinna, samþykkja og leggja fram tillögur til ráðherranefndar Norðurskautsráðsins sem mörg dæmi eru um að teknar hafa verið upp til framkvæmda af ráðinu, til dæmis stofnun ráðsins sjálfs fyrir allmörgum árum og Háskóla norðurslóða. Þingmannaráðstefnan er 25 ára um þessar mundir. Ólíkt því sem víða gerist í alþjóðasamvinnu er mjög góður andi á fundum og ráðstefnum þingmanna, jákvæð samvinna með löndum á borð við Rússland, Kanada og fulltrúum Færeyja og Grænlands í gegnum danska þjóðþingið. Þetta á líka við um Bandaríkin en því miður hafa stjórnvöld þar tónað þátttökuna niður og nú var enginn bandarískur fulltrúi á ráðstefnunni. Um 40 tillögur voru einróma samþykktar í fjórum flokkum: Stafrænar norðurslóðir, veðurfarsbreytingar og áhrif þeirra, samfélagsábyrgð fyrirtækja og velferð þegnanna. Þær berast nú 8 ríkisstjórnum, Evrópuráðinu, frumbyggjasamtökum og Norðurskautsráðinu. Íslensku tillögunum var vel tekið (alls 8 talsins) og fengu allar gott brautargengi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun