Pétur: Held að Grindavík hafi vanmetið okkur Smári Jökull Jónsson í Röstinni skrifar 4. október 2018 21:13 Pétur Ingvarsson er þjálfari nýliða Blika. Vísir/Anton „Okkar leikur var þokkalegur, það gekk sumt upp sem við lögðum upp með og annað ekki. Þeir voru góðir þarna í lokin þegar við ætluðum að vera búnir að þreyta þá,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari nýliða Breiðabliks eftir tapið gegn Grindavík í Röstinni í kvöld. Blikar sýndu mikla baráttu og pressuðu heimamenn duglega sem skilaði þeim forystu allt fram í 4.leikhluta. „Við ætluðum að taka fast á móti þeim, spila hratt og reyna að koma þeim á óvart. Það tókst ágætlega framan af en þeir eru auðvitað með gott lið og þetta er góður heimavöllur,“ bætti Pétur við en það var fínasta mæting í Röstina í kvöld. Grindavík tryggði sigurinn með 16-0 áhlaupi undir lokin og kom mörgum á óvart að Pétur skyldi ekki taka leikhlé á þeim tímapunkti. Hefði hann ekki átt að gera það? „Ég skipti hratt inná og menn eru ekkert þreyttir. Þeir settu stóra þrista og auðvitað hefði maður kannski átt að taka leikhlé en ég gerði það ekki og þetta er niðurstaðan. Ég verð að lifa með því og reyna að læra eitthvað af þessu.“ Blikar leiddu löngum stundum í leiknum og komu eflaust mörgum á óvart með góðum leik. Pétur sagði þó ekkert vera breytt eftir leikinn í kvöld. „Það skiptir engu máli hvernig við töpum, ef við töpum öllum leikjum tæpt þá töpum við samt öllum leikjunum. Við eigum eftir að vinna leik í deildinni og erum enn með núll sigra, það hefur ekkert breyst frá einhverjum spám. Ég held að Grindavík hafi vanmetið okkur framan af og þess vegna hafi þetta litið svona út.“ Það voru ekki margir sem bjuggust við að Breiðablik myndi veita Grindvíkingum hörkuleik hér í kvöld en annað kom á daginn. Hvað taka þeir jákvætt með sér eftir leikinn í kvöld? „Það er í raun ekkert jákvætt og ekkert sérstaklega neikvætt. Við erum að reyna að bæta okkur og þetta var fyrsti leikurinn. Svo reynum við að lagfæra það sem illa fór í þessum leik og vera betur undirbúnir fyrir næsta leik, þarnæsta eða eftir jól eða hvernig sem það er. Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup,“ sagði Pétur að endingu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 95-86 | Torsóttur sigur Grindvíkinga gegn Blikum Grindvíkingar unnu seiglusigur á nýliðum Breiðabliks í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Kópavogsliðið leiddi löngum stundum í leiknum en heimamenn stigu upp undir lokin og tryggðu sér sigurinn eftir frábæran endasprett. 4. október 2018 22:15 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
„Okkar leikur var þokkalegur, það gekk sumt upp sem við lögðum upp með og annað ekki. Þeir voru góðir þarna í lokin þegar við ætluðum að vera búnir að þreyta þá,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari nýliða Breiðabliks eftir tapið gegn Grindavík í Röstinni í kvöld. Blikar sýndu mikla baráttu og pressuðu heimamenn duglega sem skilaði þeim forystu allt fram í 4.leikhluta. „Við ætluðum að taka fast á móti þeim, spila hratt og reyna að koma þeim á óvart. Það tókst ágætlega framan af en þeir eru auðvitað með gott lið og þetta er góður heimavöllur,“ bætti Pétur við en það var fínasta mæting í Röstina í kvöld. Grindavík tryggði sigurinn með 16-0 áhlaupi undir lokin og kom mörgum á óvart að Pétur skyldi ekki taka leikhlé á þeim tímapunkti. Hefði hann ekki átt að gera það? „Ég skipti hratt inná og menn eru ekkert þreyttir. Þeir settu stóra þrista og auðvitað hefði maður kannski átt að taka leikhlé en ég gerði það ekki og þetta er niðurstaðan. Ég verð að lifa með því og reyna að læra eitthvað af þessu.“ Blikar leiddu löngum stundum í leiknum og komu eflaust mörgum á óvart með góðum leik. Pétur sagði þó ekkert vera breytt eftir leikinn í kvöld. „Það skiptir engu máli hvernig við töpum, ef við töpum öllum leikjum tæpt þá töpum við samt öllum leikjunum. Við eigum eftir að vinna leik í deildinni og erum enn með núll sigra, það hefur ekkert breyst frá einhverjum spám. Ég held að Grindavík hafi vanmetið okkur framan af og þess vegna hafi þetta litið svona út.“ Það voru ekki margir sem bjuggust við að Breiðablik myndi veita Grindvíkingum hörkuleik hér í kvöld en annað kom á daginn. Hvað taka þeir jákvætt með sér eftir leikinn í kvöld? „Það er í raun ekkert jákvætt og ekkert sérstaklega neikvætt. Við erum að reyna að bæta okkur og þetta var fyrsti leikurinn. Svo reynum við að lagfæra það sem illa fór í þessum leik og vera betur undirbúnir fyrir næsta leik, þarnæsta eða eftir jól eða hvernig sem það er. Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup,“ sagði Pétur að endingu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 95-86 | Torsóttur sigur Grindvíkinga gegn Blikum Grindvíkingar unnu seiglusigur á nýliðum Breiðabliks í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Kópavogsliðið leiddi löngum stundum í leiknum en heimamenn stigu upp undir lokin og tryggðu sér sigurinn eftir frábæran endasprett. 4. október 2018 22:15 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 95-86 | Torsóttur sigur Grindvíkinga gegn Blikum Grindvíkingar unnu seiglusigur á nýliðum Breiðabliks í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Kópavogsliðið leiddi löngum stundum í leiknum en heimamenn stigu upp undir lokin og tryggðu sér sigurinn eftir frábæran endasprett. 4. október 2018 22:15
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins