Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. október 2018 06:15 Frá blaðamannafundi lögreglu 18. desember 2017. Fréttablaðið/Ernir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun dómsmálaráðherra um framsal meints höfuðpaurs í Euromarket-málinu til Póllands. Í framsalsbeiðninni er byggt á því að pólsk yfirvöld hafi til rannsóknar aðild mannsins að skipulagðri brotastarfsemi og ólöglegum flutningi fíkniefna milli landa. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir að verulega skorti á að tekin hafi verið afstaða til þeirra sjónarmiða sem teflt hafi verið fram í málinu. Litið hafi verið fram hjá lögbundnum mannúðarsjónarmiðum. Nánast sé eins og um framsal á Íslendingi sé að ræða enda hafi skjólstæðingur hans búið hér í meira en tíu ár, eigi hér konu og barn, eigin atvinnurekstur og ýmsar aðrar rætur í samfélaginu. Með framsalinu sé hann sviptur þeim rétti að verja sig hérlendis fyrir þeim ásökunum sem á hann eru bornar af íslensku ákæruvaldi og óljóst sé t.d. hvað verði um kyrrsetningu eigna hans hér á landi fari mál hans skyndilega til umfjöllunar dómstóla í Póllandi. Þá liggi fyrir að skjólstæðingur hans hafi verið til rannsóknar hér á landi vegna sömu brota, sætt margs konar þvingunaraðgerðum, setið í gæsluvarðhaldi og sætt farbanni. Ekki hafi verið lögð fram ákæra á hendur honum og þegar af þeirri ástæðu eigi að synja framsalskröfunni. Í úrskurðinum er ekki fallist á þessa túlkun verjandans. Í júlí hafði Fréttablaðið eftir Margeiri Sveinssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn málsins beindist að fíkniefnainnflutningi og peningaþvætti, en einnig að fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Í framsalsúrskurðinum kemur hins vegar fram að umræddur höfuðpaur eigi aðeins eitt ólokið mál í kerfi lögreglunnar sem varðar meint peningaþvætti. Steinbergur bendir einnig á að ekki hafi verið lagt mat á framsalsbeiðnina með hliðsjón af stöðu dómskerfisins í Póllandi eins og Evrópudómstóllinn hefur áskilið en hann fjallaði nýverið um meðferð írskra stjórnvalda á beiðni um framsal pólsks borgara til Póllands. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun dómsmálaráðherra um framsal meints höfuðpaurs í Euromarket-málinu til Póllands. Í framsalsbeiðninni er byggt á því að pólsk yfirvöld hafi til rannsóknar aðild mannsins að skipulagðri brotastarfsemi og ólöglegum flutningi fíkniefna milli landa. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir að verulega skorti á að tekin hafi verið afstaða til þeirra sjónarmiða sem teflt hafi verið fram í málinu. Litið hafi verið fram hjá lögbundnum mannúðarsjónarmiðum. Nánast sé eins og um framsal á Íslendingi sé að ræða enda hafi skjólstæðingur hans búið hér í meira en tíu ár, eigi hér konu og barn, eigin atvinnurekstur og ýmsar aðrar rætur í samfélaginu. Með framsalinu sé hann sviptur þeim rétti að verja sig hérlendis fyrir þeim ásökunum sem á hann eru bornar af íslensku ákæruvaldi og óljóst sé t.d. hvað verði um kyrrsetningu eigna hans hér á landi fari mál hans skyndilega til umfjöllunar dómstóla í Póllandi. Þá liggi fyrir að skjólstæðingur hans hafi verið til rannsóknar hér á landi vegna sömu brota, sætt margs konar þvingunaraðgerðum, setið í gæsluvarðhaldi og sætt farbanni. Ekki hafi verið lögð fram ákæra á hendur honum og þegar af þeirri ástæðu eigi að synja framsalskröfunni. Í úrskurðinum er ekki fallist á þessa túlkun verjandans. Í júlí hafði Fréttablaðið eftir Margeiri Sveinssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn málsins beindist að fíkniefnainnflutningi og peningaþvætti, en einnig að fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Í framsalsúrskurðinum kemur hins vegar fram að umræddur höfuðpaur eigi aðeins eitt ólokið mál í kerfi lögreglunnar sem varðar meint peningaþvætti. Steinbergur bendir einnig á að ekki hafi verið lagt mat á framsalsbeiðnina með hliðsjón af stöðu dómskerfisins í Póllandi eins og Evrópudómstóllinn hefur áskilið en hann fjallaði nýverið um meðferð írskra stjórnvalda á beiðni um framsal pólsks borgara til Póllands.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira