Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2018 13:26 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Vísir Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik, sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu á þriðjudagskvöld. Forstjóri fyrirtækisins, Egill Jóhannsson, segir að fréttamenn Kveiks hafi vísvitandi sjónvarpað röngum fullyrðingum og brotið með því siðareglur Ríkisútvarpsins. Umfjöllunin hafi verið ámælisverð og lævís. Í þætti Kveiks var fjallað um launakjör og aðbúnað erlendra starfsmanna á Íslandi, sérstaklega þeirra sem vinna hjá starfsmannaleigum. Í Kveik kom fram að starfsmaður Brimborgar, sem var á vegum starfsmannaleigu, hafi fengið greidd laun sem væru lægri en þau sem starfsmenn með sömu menntun og reynslu á sama vinnustað fengu greidd. Brimborg hafi þannig mismunað starfsmanninum miðað við íslenska starfsmenn á sama vinnustað. Þessari staðhæfingu hafnar Brimborg í tilkynningu sem forstjórinn undirritar. Hann segir fullyrðinguna ranga og að fréttamanni Kveiks hafi verið kunnugt um það áður en þátturinn var sendur út.Menntun ekki sannreynd „Umræddur starfsmaður kom til Brimborgar á vegum starfsmannaleigu á þeirri forsendu að hann væri bifvélavirki með reynslu. Slíka menntun og reynslu þarf hins vegar að sannreyna frá aðilum sem koma erlendis frá enda þarf að gæta jafnræðis á milli innlendra starfsmanna og erlendra. Þetta ferli heitir „Viðurkenning á erlendu starfsnámi“ og er ferlið aðgengilegt á netinu á íslensku, ensku og pólsku,“ útskýrir forstjórinn og bætir við að starfsmanninum hafi hins vegar skort þessa viðurkenningu. Þrátt fyrir það hafi laun hans verið 14,1% hærri en taxti Eflingar verkalýðsfélags fyrir ófaglærða með 5 ára starfsreynslu, að sögn forstjórans. „Aðrir starfsmenn Brimborgar, sem hann vildi bera sig saman við, voru bæði með viðurkennda menntun og lengri starfsreynslu,“ segir í tilkynningunni.Brimborg er með umboð fyrir Volvo, Ford, Mazda, Citroën og Peugeot á Íslandi.Fréttablaðið/stefánFréttamanni sendar upplýsingar Forstjórinn segir að fréttamanni Kveiks hafi verið sendar „upplýsingar um ofangreint fyrir útsendingu þáttarins en engu að síður er fullyrt í þættinum að viðkomandi starfsmaður hafi haft menntun og reynslu sem bifvélavirki.“ Það þyki fyrirtækinu ámælisvert. Þar að auki þyki Brimborg lævíst af Kveik að setja Brimborg í samhengi við misnotkun og brot á réttindum erlendra starfsmanna, hælisleitenda, mansalsfórnarlamba og svarta atvinnustarfsemi, sem var umfjöllunarefni þorra þáttarins. „Með lævíslegum hætti með notkun á myndmáli og klippingum var Brimborg spyrt við þessi brot þó að það hafi ekki verið nefnt með orðum að Brimborg hafi brotið af sér. Í raun var myndefnið alls ekki í samræmi við umfjöllun þáttarins,“ segir í tilkynnningu Brimborgar.Sjá einnig: Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Brimborg telur að með þessum fréttaflutning hafi fréttamaðurinn brotið siðareglur RÚV og vísar þar sérstaklega til regla um úrvinnslu heimilda og leiðrétta skuli staðreyndavillur og mistök eins fljótt og mögulegt er. „Það er fjarri sanni að Brimborg tengist þeim alvarlegu brotum sem fréttaskýringarþátturinn fjallar um enda er slík háttsemi algerlega í ósamræmi við lög í landinu og gildi félagsins. Af þeim sökum er umfjöllun þáttarins ámælisverð, einkum notkun á myndefni.“ Forstjóri Brimborgar segir þar að auki að fyrirtækið hafi „nýlega fengið staðfest frá þremur af stærstu verkalýðsfélögum starfsmanna að engin mál tengd Brimborg séu á borðum þeirra,“ og á þar við verkalýðsfélögin VR, Eflingu og FIT. „Brimborg hefur gert allt sem í sínu valdi hefur staðið til þess að tryggja hag erlendra starfsmanna og hvetur Vinnumálastofnun og aðrar opinberar stofnanir til þess að sinna eftirlitshlutverki sínu með heimsóknum og skoðun gagna. Við hjá Brimborg munum fagna slíkum heimsóknum,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik, sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu á þriðjudagskvöld. Forstjóri fyrirtækisins, Egill Jóhannsson, segir að fréttamenn Kveiks hafi vísvitandi sjónvarpað röngum fullyrðingum og brotið með því siðareglur Ríkisútvarpsins. Umfjöllunin hafi verið ámælisverð og lævís. Í þætti Kveiks var fjallað um launakjör og aðbúnað erlendra starfsmanna á Íslandi, sérstaklega þeirra sem vinna hjá starfsmannaleigum. Í Kveik kom fram að starfsmaður Brimborgar, sem var á vegum starfsmannaleigu, hafi fengið greidd laun sem væru lægri en þau sem starfsmenn með sömu menntun og reynslu á sama vinnustað fengu greidd. Brimborg hafi þannig mismunað starfsmanninum miðað við íslenska starfsmenn á sama vinnustað. Þessari staðhæfingu hafnar Brimborg í tilkynningu sem forstjórinn undirritar. Hann segir fullyrðinguna ranga og að fréttamanni Kveiks hafi verið kunnugt um það áður en þátturinn var sendur út.Menntun ekki sannreynd „Umræddur starfsmaður kom til Brimborgar á vegum starfsmannaleigu á þeirri forsendu að hann væri bifvélavirki með reynslu. Slíka menntun og reynslu þarf hins vegar að sannreyna frá aðilum sem koma erlendis frá enda þarf að gæta jafnræðis á milli innlendra starfsmanna og erlendra. Þetta ferli heitir „Viðurkenning á erlendu starfsnámi“ og er ferlið aðgengilegt á netinu á íslensku, ensku og pólsku,“ útskýrir forstjórinn og bætir við að starfsmanninum hafi hins vegar skort þessa viðurkenningu. Þrátt fyrir það hafi laun hans verið 14,1% hærri en taxti Eflingar verkalýðsfélags fyrir ófaglærða með 5 ára starfsreynslu, að sögn forstjórans. „Aðrir starfsmenn Brimborgar, sem hann vildi bera sig saman við, voru bæði með viðurkennda menntun og lengri starfsreynslu,“ segir í tilkynningunni.Brimborg er með umboð fyrir Volvo, Ford, Mazda, Citroën og Peugeot á Íslandi.Fréttablaðið/stefánFréttamanni sendar upplýsingar Forstjórinn segir að fréttamanni Kveiks hafi verið sendar „upplýsingar um ofangreint fyrir útsendingu þáttarins en engu að síður er fullyrt í þættinum að viðkomandi starfsmaður hafi haft menntun og reynslu sem bifvélavirki.“ Það þyki fyrirtækinu ámælisvert. Þar að auki þyki Brimborg lævíst af Kveik að setja Brimborg í samhengi við misnotkun og brot á réttindum erlendra starfsmanna, hælisleitenda, mansalsfórnarlamba og svarta atvinnustarfsemi, sem var umfjöllunarefni þorra þáttarins. „Með lævíslegum hætti með notkun á myndmáli og klippingum var Brimborg spyrt við þessi brot þó að það hafi ekki verið nefnt með orðum að Brimborg hafi brotið af sér. Í raun var myndefnið alls ekki í samræmi við umfjöllun þáttarins,“ segir í tilkynnningu Brimborgar.Sjá einnig: Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Brimborg telur að með þessum fréttaflutning hafi fréttamaðurinn brotið siðareglur RÚV og vísar þar sérstaklega til regla um úrvinnslu heimilda og leiðrétta skuli staðreyndavillur og mistök eins fljótt og mögulegt er. „Það er fjarri sanni að Brimborg tengist þeim alvarlegu brotum sem fréttaskýringarþátturinn fjallar um enda er slík háttsemi algerlega í ósamræmi við lög í landinu og gildi félagsins. Af þeim sökum er umfjöllun þáttarins ámælisverð, einkum notkun á myndefni.“ Forstjóri Brimborgar segir þar að auki að fyrirtækið hafi „nýlega fengið staðfest frá þremur af stærstu verkalýðsfélögum starfsmanna að engin mál tengd Brimborg séu á borðum þeirra,“ og á þar við verkalýðsfélögin VR, Eflingu og FIT. „Brimborg hefur gert allt sem í sínu valdi hefur staðið til þess að tryggja hag erlendra starfsmanna og hvetur Vinnumálastofnun og aðrar opinberar stofnanir til þess að sinna eftirlitshlutverki sínu með heimsóknum og skoðun gagna. Við hjá Brimborg munum fagna slíkum heimsóknum,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22
Lögmaður starfsmannaleigu sakar Kveik um ranga umfjöllun Halldór Heiðar Hallsson, lögmaður Starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf., sem fjallað var um í Kveik í gær segir miklar rangfærslur koma fram um fyrirtækið í umfjölluninni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins, segir að þátturinn tali fyrir sig sjálfur. 3. október 2018 20:00
Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30