Verðum að spila betur á lengri köflum Hjörvar Ólafsson skrifar 6. október 2018 09:00 Erik Hamrén er þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Fréttablaðið/Ernir Fótbolti Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir til leiks eftir erfiða daga í frumraun sinni í Þjóðadeild UEFA þegar liðið leikur tvo leiki, annars vegar vináttulandsleik gegn heimsmeisturum Frakklands í Guingamp 11. október og hins vegar þriðja leik sinn í Þjóðadeildinni gegn Sviss 15. október. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, var borubrattur þegar hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi í gær, en tilkoma nokkurra lykilleikmanna aftur í liðið vekur líklega von í brjósti hans, auk þess sem frammistaðan gegn Belgíu í öðrum leik Þjóðadeildarinnar var betri en í leiknum gegn Sviss. „Ég hef notað tímann frá síðustu leikjum til þess að greina leikina gegn Sviss og Belgíu og hef sent leikmönnum liðsins klippur úr leikjunum með athugasemdum um það hvað betur má fara,“ segir Hamrén í samtali við Fréttablaðið. „Við munum mæta öflugum andstæðingum, líkt og við gerðum síðast, og meginmarkmið okkar er að bæta leik okkar og spila lengri góða kafla en við gerðum í leikjunum gegn Sviss og Belgíu. Við bættum okkur vissulega á milli leikja og leikurinn við Belgíu var mun betri en skellurinn í Sviss. Við þurfum hins vegar að fækka mistökum okkar, halda einbeitingu okkar allan tímann og ná betri heildarframmistöðu í leikjunum sem fram undan eru. Ég lærði mikið af leikjunum í september og leikmenn kynntust mér líka. Við munum nýta tímann vel fram að komandi leikjum og freista þess að koma áherslum okkar í gegn. Meginmarkmiðið er svo að komast í lokakeppni EM 2020,“ sagði Svíinn enn fremur. „Mér finnst ólíklegt að við munum breyta um leikkerfi í þessum leikjum, en ég hef lungann úr mínum þjálfaraferli spilað með fjögurra manna varnarlínu. Það er hins vegar ekki loku fyrir það skotið að við leikum með þriggja manna varnarlínu á einhverjum tímapunkti í Frakkaleiknum þó svo að mér finnist það ólíklegt,“ segir þjálfarinn um komandi verkefni. „Það er gott að vita af Arnóri [Sigurðssyni] og þróuninni á ferli hans. Ég tók eftir þessum leikmanni þegar hann var að spila í Svíþjóð áður en ég tók við íslenska landsliðinu og ég þekki hann vel. Eins og ég sagði um Albert [Guðmundsson] fyrir síðasta verkefni finnst mér hins vegar mikilvægara að Arnór spili allan tímann með U-21 árs landsliðinu gegn Spáni og Norður-Írlandi en nokkrar mínútur með okkur,“ segir Hamrén um Arnór og aðra unga og efnilega íslenska leikmenn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Fótbolti Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir til leiks eftir erfiða daga í frumraun sinni í Þjóðadeild UEFA þegar liðið leikur tvo leiki, annars vegar vináttulandsleik gegn heimsmeisturum Frakklands í Guingamp 11. október og hins vegar þriðja leik sinn í Þjóðadeildinni gegn Sviss 15. október. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, var borubrattur þegar hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi í gær, en tilkoma nokkurra lykilleikmanna aftur í liðið vekur líklega von í brjósti hans, auk þess sem frammistaðan gegn Belgíu í öðrum leik Þjóðadeildarinnar var betri en í leiknum gegn Sviss. „Ég hef notað tímann frá síðustu leikjum til þess að greina leikina gegn Sviss og Belgíu og hef sent leikmönnum liðsins klippur úr leikjunum með athugasemdum um það hvað betur má fara,“ segir Hamrén í samtali við Fréttablaðið. „Við munum mæta öflugum andstæðingum, líkt og við gerðum síðast, og meginmarkmið okkar er að bæta leik okkar og spila lengri góða kafla en við gerðum í leikjunum gegn Sviss og Belgíu. Við bættum okkur vissulega á milli leikja og leikurinn við Belgíu var mun betri en skellurinn í Sviss. Við þurfum hins vegar að fækka mistökum okkar, halda einbeitingu okkar allan tímann og ná betri heildarframmistöðu í leikjunum sem fram undan eru. Ég lærði mikið af leikjunum í september og leikmenn kynntust mér líka. Við munum nýta tímann vel fram að komandi leikjum og freista þess að koma áherslum okkar í gegn. Meginmarkmiðið er svo að komast í lokakeppni EM 2020,“ sagði Svíinn enn fremur. „Mér finnst ólíklegt að við munum breyta um leikkerfi í þessum leikjum, en ég hef lungann úr mínum þjálfaraferli spilað með fjögurra manna varnarlínu. Það er hins vegar ekki loku fyrir það skotið að við leikum með þriggja manna varnarlínu á einhverjum tímapunkti í Frakkaleiknum þó svo að mér finnist það ólíklegt,“ segir þjálfarinn um komandi verkefni. „Það er gott að vita af Arnóri [Sigurðssyni] og þróuninni á ferli hans. Ég tók eftir þessum leikmanni þegar hann var að spila í Svíþjóð áður en ég tók við íslenska landsliðinu og ég þekki hann vel. Eins og ég sagði um Albert [Guðmundsson] fyrir síðasta verkefni finnst mér hins vegar mikilvægara að Arnór spili allan tímann með U-21 árs landsliðinu gegn Spáni og Norður-Írlandi en nokkrar mínútur með okkur,“ segir Hamrén um Arnór og aðra unga og efnilega íslenska leikmenn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira