Logi: Ég hef sett svona skot nokkrum sinnum niður áður Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 5. október 2018 22:53 Logi var frábær í kvöld. vísir/ernir Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur var að vonum ánægður með sigur sinna manna gegn erkifjendum sínum og nágrönnum úr Keflavík í Dominos deild karla í körfubolta. „Já við vissum að þetta yrði hörku rimma. Keflvíkingar voru góðir í kvöld og við vissum að við þyrftum að stíga þetta upp á næsta level ef við ætluðum að vinna þetta í lokin. Við spiluðum góðan varnarleik í seinni hálfleik og misstum þá ekkert of langt frá okkur og þá vitum við að við getum alltaf unnið í þessu húsi, sama á móti hverjum. Við tókum tækifærið þegar það gafst og kláruðum þetta með stæl,“ sagði Logi. Njarðvík var undir nánast allan leikinn þangað til í lokaleikhlutanum en þá hrukku þeir í gang. „Það er það sem við viljum vera. Við viljum vera lið sem klárar leikina á lokasekúndunum. Þegar það eru jafnir leikir er oft auðvelt að koðna niður og fara í felur en við fórum ekki í felur.“ Logi setti niður tvær risa stórar þriggja stiga körfur á lokamínútunum sem fór langleiðina að því að tryggja Njarðvíkingum sigurinn í kvöld. „Já nokkrum sinnum. Ég bíð bara eftir svona stundum og þegar þau koma, þá tek ég þau.“ Logi er í kannski öðru hlutverki en hann hefur verið í hjá Njarðvík. Hann byrjaði á bekknum og kom inn á og er það líklega það sem koma skal hjá honum í vetur. „Ef við erum breiðir eins og við erum núna, þá munum við skipta mínútunum betur. Ég hef verið í öllum hlutverkum á mínum ferli sem atvinnumaður og í landsliðinu þannig ég tek því sem kemur og nýti mínúturnar sem ég fæ og er ferskari fyrir vikið.“ Keflvíkingar voru heilt yfir betri í leiknum í kvöld en Njarðvík hélt þó alltaf í við granna sína. Það var afar mikilvægt að sögn Loga. „Mér fannst við gefa þeim svolítið opin skot í fyrri hálfleik. Vorum ekki nógu góðir í vörn þá. Fáum á okkur 48 stig. Seinni hálfleikurinn var betri. Við erum auðvitað að slípa okkur saman eins og allir aðrir í deildinni. Mér leist mjög vel á marga kafla hjá okkur í dag, sérstaklega í 4. leikhluta.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 97-90 | Njarðvík kláraði grannana í Ljónagryfjunni Stórveldin, erkifjendurnir og nágrannarnir, Njarðvík og Keflavík mættust í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Dominos deild karla í körfubolta og úr varð æsispennandi leikur þar sem Njarðvík stálu sigrinum undir lokin 5. október 2018 23:45 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur var að vonum ánægður með sigur sinna manna gegn erkifjendum sínum og nágrönnum úr Keflavík í Dominos deild karla í körfubolta. „Já við vissum að þetta yrði hörku rimma. Keflvíkingar voru góðir í kvöld og við vissum að við þyrftum að stíga þetta upp á næsta level ef við ætluðum að vinna þetta í lokin. Við spiluðum góðan varnarleik í seinni hálfleik og misstum þá ekkert of langt frá okkur og þá vitum við að við getum alltaf unnið í þessu húsi, sama á móti hverjum. Við tókum tækifærið þegar það gafst og kláruðum þetta með stæl,“ sagði Logi. Njarðvík var undir nánast allan leikinn þangað til í lokaleikhlutanum en þá hrukku þeir í gang. „Það er það sem við viljum vera. Við viljum vera lið sem klárar leikina á lokasekúndunum. Þegar það eru jafnir leikir er oft auðvelt að koðna niður og fara í felur en við fórum ekki í felur.“ Logi setti niður tvær risa stórar þriggja stiga körfur á lokamínútunum sem fór langleiðina að því að tryggja Njarðvíkingum sigurinn í kvöld. „Já nokkrum sinnum. Ég bíð bara eftir svona stundum og þegar þau koma, þá tek ég þau.“ Logi er í kannski öðru hlutverki en hann hefur verið í hjá Njarðvík. Hann byrjaði á bekknum og kom inn á og er það líklega það sem koma skal hjá honum í vetur. „Ef við erum breiðir eins og við erum núna, þá munum við skipta mínútunum betur. Ég hef verið í öllum hlutverkum á mínum ferli sem atvinnumaður og í landsliðinu þannig ég tek því sem kemur og nýti mínúturnar sem ég fæ og er ferskari fyrir vikið.“ Keflvíkingar voru heilt yfir betri í leiknum í kvöld en Njarðvík hélt þó alltaf í við granna sína. Það var afar mikilvægt að sögn Loga. „Mér fannst við gefa þeim svolítið opin skot í fyrri hálfleik. Vorum ekki nógu góðir í vörn þá. Fáum á okkur 48 stig. Seinni hálfleikurinn var betri. Við erum auðvitað að slípa okkur saman eins og allir aðrir í deildinni. Mér leist mjög vel á marga kafla hjá okkur í dag, sérstaklega í 4. leikhluta.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 97-90 | Njarðvík kláraði grannana í Ljónagryfjunni Stórveldin, erkifjendurnir og nágrannarnir, Njarðvík og Keflavík mættust í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Dominos deild karla í körfubolta og úr varð æsispennandi leikur þar sem Njarðvík stálu sigrinum undir lokin 5. október 2018 23:45 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 97-90 | Njarðvík kláraði grannana í Ljónagryfjunni Stórveldin, erkifjendurnir og nágrannarnir, Njarðvík og Keflavík mættust í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Dominos deild karla í körfubolta og úr varð æsispennandi leikur þar sem Njarðvík stálu sigrinum undir lokin 5. október 2018 23:45