Vegagerðin sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem fram kom að á Hellisheiði og Mosfellsheiði er útlit fyrir talsverðri snjókomu og hvössum vindi allt að 18 m/s frá því upp úr kl. 13 og til 17. Gul viðvörun hefur verið gefin út á svæðinu vegna þessa.
Þá segir einnig í tilkynningunni að talsverðrar hálku gæti á öllum landshlutum. Auk þess er bent á það að hálendisvegir séu víða orðnir ófærir og eru vegfarendur sérstaklega beðnir um að hafa það hugfast áður en haldið er inn á hálendið.
Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar er útlit fyrir hægt veður og léttskýjað í fyrri hluta dagsins, en síðan vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, 13-20 m/s og slydda eða rigning, en einhverju úrkomuminna og hægara á Norðausturlandi. Þá snýst veðrið í suðvestanátt 8-15 m/s í kvöld, með skúrum, fyrst á Suðvesturhorni landsins.
Veðurspá Veðurstofunnar fyrir alla vikuna má sjá hér að neðan, en hún var sótt af vedur.is.
Á mánudag:
Norðaustan 8-13 m/s á Vestfjörðum og með N-ströndinni, annars hægari. Víða él eða slydduél um N-vert landið, en skúrir sunnan heiða, síst SA-til. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum.
Á þriðjudag:
Austlæg átt, víða 5-10 m/s og slydda eða rigning öðru hverju. Hiti 0 til 5 stig.
Á miðvikudag:
Snýst í suðvestlæga átt og léttir til NA-til, en rigning með köflum annars staðar og hlýnar heldur.
Á fimmtudag:
Gengur í stífa norðaustlæga átt með rigningu um allt land. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast SA-lands.
Á föstudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt og rigningu, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti breytist lítið.
Gul viðvörun á Hellisheiði og Mosfellsheiði síðdegis í dag
![Útlit er fyrir talsverðri snjókomu og hvössum vindi á Hellisheiði og Mosfellsheiði. Myndin er úr safni.](https://www.visir.is/i/A3961BE9A42F31A29D99F77F1EDF0973696938F8769D0A947F6D46A8A4B2B2D5_713x0.jpg)
Mest lesið
![](/i/1DA01FED7F60C3B5E6AC9C4141DC5E0C93023FFD6E4167CA3DD03C9954F14BDD_240x160.jpg)
![](/i/3F0B26DBB282E44A2EB7C5BEF8F7D13A4DAE0CE4E0AAA13ACAF25C609F1BF8B2_240x160.jpg)
![](/i/2D8FFFFF7C466A6A55AB1F6B94AF95A9772C8CF769599D67D6B58CAB4A18121A_240x160.jpg)
![](/i/A77D1269810AF9111E852F79B72C1D7672A3F71906996E4478E180050A179F02_240x160.jpg)
Evrópa þurfi að vígbúast
Erlent
![](/i/664B047D8516C1641DC4E3ADCEAD1DCC0453DC18C29909281180BBFA03F64D4F_240x160.jpg)
Vatnslögn rofnaði við Hörpu
Innlent
![](/i/4E28F40E1E5397AE97F4949C9747C6D5E45B79C5B272D44F0CAD52C863B64406_240x160.jpg)
![](/i/90802ED842917CF02D24B700253584A792B3D26343EFB74A423F84321E16BDC1_240x160.jpg)
Ragna Árnadóttir hættir á þingi
Innlent
![](/i/5D4726B2BBD776DF0B4E6D39BFE10E47798CDD893A840ED9402193290D8D6390_240x160.jpg)
![](/i/1A9F602B4A7824946FB33936F3EA9ABB5731EE185249C1AFFC62C4A1A63FA3E1_240x160.jpg)
![](/i/A1AACBF8491191B9A59D37E5C6BF3BA6F7C42906BB20BEDD000B85EF0309266C_240x160.jpg)