Snæfell vann Breiðablik á útivelli og þá vann KR óvæntan sigur á Haukum. Valskonur unnu Skallagrím einnig nokkuð örugglega.
Sjónvarpsleikurinn var leikur Keflavíkur og Stjörnunnar og bjuggust flestir við sigri Keflavíkur, en þeim er spáð Íslandsmeistaratitlinum. Það var hins vegar Stjarnan sem bar sigur úr býtum eftir frábæran leik.
Danielle Rodriguez, leikmaður Stjörnunnar var valin besti leikmaður fyrstu umferðarinnar en hún átti stórkostlegan leik gegn Keflavík. Hún skoraði 36 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Þá var skotnýting hennar 59% en hún skoraði úr fimm þriggja stiga skotum.