Sverre: Hafði ekki tíma til þess að vera smeykur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2018 18:45 Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar. vísir/getty „Ég er stoltur af liðinu mínu og þessum 60 mínútum. Þetta var til fyrirmyndar,“ sagði skælbrosandi Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar eftir sigurinn á Aftureldingu í dag í Olís-deild karla í handbolta. Liðið náði þar með sínum fyrstu stigum á töfluna og var Sverrir alveg með á hreinu hvað skilaði stigunum tveimur í hús. „Stemmning og liðsheild. Við náum að koma með þetta aukalega inn í þetta sem við erum búnir að ræða lengi. Menn tóku þessa heimavinnu mjög alvarlega og skiluðu þessu greinilega inn á parketinu í dag,“ segir Sverre. Hann vildi reyndar ekki greina frá því hvað þetta aukalega væri þegar blaðamaður spurði hann út í hverju þetta aukalega hafi falist. „Það er bara þetta aukalega. Þetta er svona það aukalega í uppskrift sem maður segir ekkert frá. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka með okkur í hverjum leik,“ segir Sverre. Liðið hafði tapað öllum leikjunum hingað til í deildinni en aðspurður hvað hafi breyst í dag sagði Sverre að liðið hefði unnið betur sem heild í dag, sérstaklega í vörninni. Liðið fékk á sig 22 mörk í dag en hefur verið að fá á sig hátt í 30 mörk í leik hingað til. Afturelding náði reyndar mjög góðum kafla í seinni hluta hálfleiksins og náði að jafna 20-20. Útlit var fyrir að þeir myndu ná að snúa leiknum sér í vil. Það gerðist hins vegar ekki og Akureyri skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Aftureldingar á síðustu mínútunum. „Ég hafði ekki tíma til þess að vera smeykur. Maður var bara að reyna að hugsa hvernig við gætum náð þessu aftur okkar megin en auðvitað fer um mann, ég var ekki rólegur. Maður hefur trúnna og mér fannst við eiga þetta skilið. Við lögðum rosalega mikið í þetta og yfir sextíu mínútur vorum við bara betra liðið, ég held að ég sé ekkert að mógða neinn þegar ég segi það,“ segir Sverre. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Akureyri - Afturelding 25-22 | Fyrstu stig Akureyri komu gegn Mosfellingum Mosfellingum var skellt niður á jörðina eftir góða byrjun. 7. október 2018 18:15 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
„Ég er stoltur af liðinu mínu og þessum 60 mínútum. Þetta var til fyrirmyndar,“ sagði skælbrosandi Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar eftir sigurinn á Aftureldingu í dag í Olís-deild karla í handbolta. Liðið náði þar með sínum fyrstu stigum á töfluna og var Sverrir alveg með á hreinu hvað skilaði stigunum tveimur í hús. „Stemmning og liðsheild. Við náum að koma með þetta aukalega inn í þetta sem við erum búnir að ræða lengi. Menn tóku þessa heimavinnu mjög alvarlega og skiluðu þessu greinilega inn á parketinu í dag,“ segir Sverre. Hann vildi reyndar ekki greina frá því hvað þetta aukalega væri þegar blaðamaður spurði hann út í hverju þetta aukalega hafi falist. „Það er bara þetta aukalega. Þetta er svona það aukalega í uppskrift sem maður segir ekkert frá. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka með okkur í hverjum leik,“ segir Sverre. Liðið hafði tapað öllum leikjunum hingað til í deildinni en aðspurður hvað hafi breyst í dag sagði Sverre að liðið hefði unnið betur sem heild í dag, sérstaklega í vörninni. Liðið fékk á sig 22 mörk í dag en hefur verið að fá á sig hátt í 30 mörk í leik hingað til. Afturelding náði reyndar mjög góðum kafla í seinni hluta hálfleiksins og náði að jafna 20-20. Útlit var fyrir að þeir myndu ná að snúa leiknum sér í vil. Það gerðist hins vegar ekki og Akureyri skoraði fimm mörk gegn tveimur mörkum Aftureldingar á síðustu mínútunum. „Ég hafði ekki tíma til þess að vera smeykur. Maður var bara að reyna að hugsa hvernig við gætum náð þessu aftur okkar megin en auðvitað fer um mann, ég var ekki rólegur. Maður hefur trúnna og mér fannst við eiga þetta skilið. Við lögðum rosalega mikið í þetta og yfir sextíu mínútur vorum við bara betra liðið, ég held að ég sé ekkert að mógða neinn þegar ég segi það,“ segir Sverre.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Akureyri - Afturelding 25-22 | Fyrstu stig Akureyri komu gegn Mosfellingum Mosfellingum var skellt niður á jörðina eftir góða byrjun. 7. október 2018 18:15 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Umfjöllun: Akureyri - Afturelding 25-22 | Fyrstu stig Akureyri komu gegn Mosfellingum Mosfellingum var skellt niður á jörðina eftir góða byrjun. 7. október 2018 18:15
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti