Allt að þrettán milljónir í úttekt í Árborg Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. október 2018 06:15 Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar. Fréttablaðið Tillaga um samning Árborgar við Harald Líndal Haraldsson, fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði, um gerð úttektar á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins var afgreidd úr bæjarráði í ágreiningi. Ekki var leitað tilboða áður en rætt var við Harald um vinnuna. Á fundi bæjarstjórnar í ágúst var lagt til að gengið yrði til samninga við Harald. Samningurinn var lagður fyrir bæjarráð fyrir helgi og samþykktur með tveimur atkvæðum meirihlutans gegn einu atkvæði Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að allt að 550 klukkustundir fari í úttektina og að henni verði lokið eigi síðar en um miðjan desember. Tímagjald Haralds verður 19.000 krónur auk virðisaukaskatts. Fái hann greitt fyrir allar stundirnar 550 mun verkið því kosta tæpar 13 milljónir króna. Við það bætast endurgreiðslur á aksturskostnaði. Tillaga bæjarstjórnar gerir ráð fyrir að kostnaður verði um 10 milljónir króna. Útboðsskylda sveitarfélaga stofnast við 15,5 milljónir, fyrir virðisaukaskatt, en sé áætlaður kostnaður undir því ber sveitarfélagi engu að síður að viðhafa samkeppni, til dæmis með verðfyrirspurn meðal helstu þjónustuveitenda. „Það er verið að leita til Haralds því hann hefur gríðarlega reynslu af sviðinu og er virtur í þessum bransa. Við teljum okkur vera að kaupa góða vinnu,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti bæjarráðs og fulltrúi S-lista. Aðspurður segir hann að tilboða hafi ekki verið leitað eða verðkönnun verið gerð. „Ég er ekki gegn úttektinni sem slíkri en það var ekki leitað eftir tilboðum. Það eru fleiri en Haraldur, þó hann sé vissulega mjög hæfur, sem vinna úttektir sem þessa en ég tel eðlilegt að þegar unnið er með almannafé sé leitað eftir tilboðum,“ segir Gunnar Egilsson, oddviti Sjálfstæðismanna. Hann bætir við að sambærileg úttekt í Þorlákshöfn hafi kostað margfalt minna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Tillaga um samning Árborgar við Harald Líndal Haraldsson, fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði, um gerð úttektar á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins var afgreidd úr bæjarráði í ágreiningi. Ekki var leitað tilboða áður en rætt var við Harald um vinnuna. Á fundi bæjarstjórnar í ágúst var lagt til að gengið yrði til samninga við Harald. Samningurinn var lagður fyrir bæjarráð fyrir helgi og samþykktur með tveimur atkvæðum meirihlutans gegn einu atkvæði Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt samningnum er gert ráð fyrir að allt að 550 klukkustundir fari í úttektina og að henni verði lokið eigi síðar en um miðjan desember. Tímagjald Haralds verður 19.000 krónur auk virðisaukaskatts. Fái hann greitt fyrir allar stundirnar 550 mun verkið því kosta tæpar 13 milljónir króna. Við það bætast endurgreiðslur á aksturskostnaði. Tillaga bæjarstjórnar gerir ráð fyrir að kostnaður verði um 10 milljónir króna. Útboðsskylda sveitarfélaga stofnast við 15,5 milljónir, fyrir virðisaukaskatt, en sé áætlaður kostnaður undir því ber sveitarfélagi engu að síður að viðhafa samkeppni, til dæmis með verðfyrirspurn meðal helstu þjónustuveitenda. „Það er verið að leita til Haralds því hann hefur gríðarlega reynslu af sviðinu og er virtur í þessum bransa. Við teljum okkur vera að kaupa góða vinnu,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti bæjarráðs og fulltrúi S-lista. Aðspurður segir hann að tilboða hafi ekki verið leitað eða verðkönnun verið gerð. „Ég er ekki gegn úttektinni sem slíkri en það var ekki leitað eftir tilboðum. Það eru fleiri en Haraldur, þó hann sé vissulega mjög hæfur, sem vinna úttektir sem þessa en ég tel eðlilegt að þegar unnið er með almannafé sé leitað eftir tilboðum,“ segir Gunnar Egilsson, oddviti Sjálfstæðismanna. Hann bætir við að sambærileg úttekt í Þorlákshöfn hafi kostað margfalt minna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira