Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Sveinn Arnarsson skrifar 8. október 2018 07:00 Frá fiskeldi í Súgandafirði. NORDIC PHOTOS/GETTY Stjórnsýsla Bregðist stjórnvöld ekki við samstundis er ljóst að úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir sunnanverða Vestfirði að mati forsvarsmanna sveitarfélaga á svæðinu. Formaður stjórnar Arnarlax segir mikilvægt að stjórnvöld grípi í taumana. „Við höfum miklar áhyggjur af stöðunni og erum uggandi yfir stöðu fyrirtækisins og greinarinnar í heild sinni. Ljóst er að inngrip með þessum hætti hefur veruleg áhrif á uppbyggingu félagsins og þær framtíðarvæntingar sem við berum í brjósti,“ segir Kjartan Ólafsson, formaður stjórnar Arnarlax. „Það er alveg ljóst að laxeldi á Íslandi verður ekki byggt upp án tilskilinna leyfa. Arnarlax stendur fjárhagslega sterkt. Það var viðbúið að uppbygging nýrrar atvinnugreinar myndi taka tíma en þetta vitaskuld setur strik í reikninginn varðandi það ferli og tímaáætlanir sem við höfum haft í huga.“ Forsvarsmenn Vesturbyggðar og Tálknafjarðar fóru á fund með formönnum stjórnarflokkanna um helgina og gerðu þeim grein fyrir alvarleika málsins. Sveitarfélögin tvö, með tæplega 1.300 íbúa, telja að um 165 íbúar vinni fyrir fyrirtækin á svæðinu beint auk fjölda verktaka og þjónustufyrirtækja sem tengist fiskeldi. Því sé mikilvægt að skera á þann hnút sem kominn er. Kjartan segir að fyrirtækið hafi ekki stefnt ríkinu til ógildingar á ákvörðun úrskurðarnefndarinnar. „Sú spurning hefur ekki komið upp,“ segir Kjartan og bendir á að það sé stjórnvalda að taka á málinu. „Við hins vegar væntum þess að stjórnvöld muni taka á þessum málum í framhaldi af úrskurði nefndarinnar.“ Á fundinum var sveitarfélögunum tjáð að unnið væri að lausnum til að bregðast við því óvissuástandi sem ríkir fyrir vestan. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig um að hvaða lausnum væri unnið. „Ég tel eðlilegt að ráðherrar þeirra málaflokka, sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra, tjái sig um hvaða lausnir það eru,“ segir Sigurður Ingi. Hvorki náðist í umhverfisráðherra né sjávarútvegsráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Stjórnsýsla Bregðist stjórnvöld ekki við samstundis er ljóst að úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir sunnanverða Vestfirði að mati forsvarsmanna sveitarfélaga á svæðinu. Formaður stjórnar Arnarlax segir mikilvægt að stjórnvöld grípi í taumana. „Við höfum miklar áhyggjur af stöðunni og erum uggandi yfir stöðu fyrirtækisins og greinarinnar í heild sinni. Ljóst er að inngrip með þessum hætti hefur veruleg áhrif á uppbyggingu félagsins og þær framtíðarvæntingar sem við berum í brjósti,“ segir Kjartan Ólafsson, formaður stjórnar Arnarlax. „Það er alveg ljóst að laxeldi á Íslandi verður ekki byggt upp án tilskilinna leyfa. Arnarlax stendur fjárhagslega sterkt. Það var viðbúið að uppbygging nýrrar atvinnugreinar myndi taka tíma en þetta vitaskuld setur strik í reikninginn varðandi það ferli og tímaáætlanir sem við höfum haft í huga.“ Forsvarsmenn Vesturbyggðar og Tálknafjarðar fóru á fund með formönnum stjórnarflokkanna um helgina og gerðu þeim grein fyrir alvarleika málsins. Sveitarfélögin tvö, með tæplega 1.300 íbúa, telja að um 165 íbúar vinni fyrir fyrirtækin á svæðinu beint auk fjölda verktaka og þjónustufyrirtækja sem tengist fiskeldi. Því sé mikilvægt að skera á þann hnút sem kominn er. Kjartan segir að fyrirtækið hafi ekki stefnt ríkinu til ógildingar á ákvörðun úrskurðarnefndarinnar. „Sú spurning hefur ekki komið upp,“ segir Kjartan og bendir á að það sé stjórnvalda að taka á málinu. „Við hins vegar væntum þess að stjórnvöld muni taka á þessum málum í framhaldi af úrskurði nefndarinnar.“ Á fundinum var sveitarfélögunum tjáð að unnið væri að lausnum til að bregðast við því óvissuástandi sem ríkir fyrir vestan. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig um að hvaða lausnum væri unnið. „Ég tel eðlilegt að ráðherrar þeirra málaflokka, sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra, tjái sig um hvaða lausnir það eru,“ segir Sigurður Ingi. Hvorki náðist í umhverfisráðherra né sjávarútvegsráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45
Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22