Íslamistar hóta „hræðilegum afleiðingum“ ef kristin kona verður náðuð Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2018 08:45 Mótmælendur krefjast þess að Asia Bibi verði hengd. Vísir/EPA Pakistanskir íslamistar hafa hótað því að afleiðingarnar verði „hræðilegar“ ef kristinni konu sem dæmd var til dauða fyrir guðlast verður sýnd miskunn. Áfrýjun konunnar á dómnum verður tekin fyrir í hæstarétti landsins í dag. Asia Bibi er fjögurra barna móðir sem var dæmd til dauða fyrir að hafa talað illa um íslam eftir ströngum guðlastslögum Pakistan árið 2010. Áfrýjun hennar til hæstaréttar er hennar síðasta. Mál Bibi hefur vakið mikla athygli bæði innan og utan Pakistan. Tveir stjórnmálamenn sem reyndu að aðstoða hana voru myrtir, þar á meðal Salman Taseer, ríkisstjóri Punjab. Tehreek-e-Labaik Pakistan-flokkurinn, flokkur harðlínuíslamista, hefur gert guðlast að einu helsta baráttumáli sínu. Flokkurinn hefur meðal annars lofsamað lífvörð Taseer sem myrti hann. Í yfirlýsingu hefur flokkurinn í hótunum um hvað gerist af hæstiréttur sýnir Bibi einhverja „tilslökun eða mildi“. „Ef það verður einhver tilraun til að færa hana í hendur erlends ríkis verða afleiðingarnar hræðilegar,“ segir í yfirlýsingu flokksins að sögn Reuters-fréttastofunnar. Guðlast er mikið hitamál í Pakistan, svo mikið að nær ómögulegt er fyrir þá sem eru sakaðir um það að verja sig. Tugir manna sem sakaðir hafa verið um guðlast hafa verið drepnir án dóms eða laga af æstum múg. Bibi hefur alltaf neitað ásökununum um guðlast. Hún var sökuð um að hafa lastað íslam þegar nágrannar hennar mótmæltu því að hún drykki úr glasi þeirra vegna þess að hún væri ekki múslimi. Lögmenn Bibi segja að hún hafi átt í ágreiningi við nágranna og að þeir hafi orðið margsaga um atvik mála. Pakistan Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Pakistanskir íslamistar hafa hótað því að afleiðingarnar verði „hræðilegar“ ef kristinni konu sem dæmd var til dauða fyrir guðlast verður sýnd miskunn. Áfrýjun konunnar á dómnum verður tekin fyrir í hæstarétti landsins í dag. Asia Bibi er fjögurra barna móðir sem var dæmd til dauða fyrir að hafa talað illa um íslam eftir ströngum guðlastslögum Pakistan árið 2010. Áfrýjun hennar til hæstaréttar er hennar síðasta. Mál Bibi hefur vakið mikla athygli bæði innan og utan Pakistan. Tveir stjórnmálamenn sem reyndu að aðstoða hana voru myrtir, þar á meðal Salman Taseer, ríkisstjóri Punjab. Tehreek-e-Labaik Pakistan-flokkurinn, flokkur harðlínuíslamista, hefur gert guðlast að einu helsta baráttumáli sínu. Flokkurinn hefur meðal annars lofsamað lífvörð Taseer sem myrti hann. Í yfirlýsingu hefur flokkurinn í hótunum um hvað gerist af hæstiréttur sýnir Bibi einhverja „tilslökun eða mildi“. „Ef það verður einhver tilraun til að færa hana í hendur erlends ríkis verða afleiðingarnar hræðilegar,“ segir í yfirlýsingu flokksins að sögn Reuters-fréttastofunnar. Guðlast er mikið hitamál í Pakistan, svo mikið að nær ómögulegt er fyrir þá sem eru sakaðir um það að verja sig. Tugir manna sem sakaðir hafa verið um guðlast hafa verið drepnir án dóms eða laga af æstum múg. Bibi hefur alltaf neitað ásökununum um guðlast. Hún var sökuð um að hafa lastað íslam þegar nágrannar hennar mótmæltu því að hún drykki úr glasi þeirra vegna þess að hún væri ekki múslimi. Lögmenn Bibi segja að hún hafi átt í ágreiningi við nágranna og að þeir hafi orðið margsaga um atvik mála.
Pakistan Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira