Söguleg aðalmeðferð hjá Hreiðari Má í héraði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2018 08:00 Hreiðar Már Sigurðsson hefur verið tíður gestur í dómsal undanfarin ár. Hann hefur samanlagt hlotið sjö ára fangelsisdóm en enginn bankamaður hefur hlotið þyngri dóm. fréttablaðið/gva Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða síðasta hrunmálið, þ.e. síðustu ákæruna sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, gaf út tengdu meintum brotum í bankakerfinu á árunum fyrir hrun bankanna haustið 2008. Hreiðar Már er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar hann lét bankann veita hans eigin einkahlutafélagi, Hreiðar Már Sigurðsson ehf, kúlulán upp á 575 milljónir króna án þess að fyrir lægi samþykki stjórnar bankans fyrir láninu og án fullnægjandi trygginga fyrir endurgreiðslu lánsins. Þetta kemur fram í ákærunni. Hreiðar Már er ákærður fyrir umboðs-og innherjasvik. Guðný er ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram. Einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008 vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi. Hreiðar Már og Guðný Arna neituðu sök við þingfestingu málsins haustið 2016.Björn Þorvaldsson er saksóknari í málinu.fréttablaðið/ernir324 milljónir runnu inn á reikning Hreiðars Más Samkvæmt ákæru var kúlulánið sem einkahlutafélag Hreiðars Más fékk þann 6. ágúst 2008 notað til að kaupa af honum sjálfum hlutabréf sem hann hafði keypt sama dag samkvæmt kauprétti á 303 krónur á hlut, eða fyrir samtals 246 milljónir króna. Einkahlutafélagið keypti bréfin hins vegar á 704 krónur á hlut, samtals rúmlega hálfan milljarð sem er sama upphæð og kúlulánið nam. Mismunurinn, eða 324 milljónir króna, runnu síðan inn á bankareikning Hreiðars Más þann 19. ágúst 2008 og stóð ákærða eftir það til frjálsrar ráðstöfunar, eins og segir í ákæru. Kúlulánið var á eindaga þann 11. ágúst 2011 en einkahlutafélag Hreiðars var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl sama ár. Arion banki var þá orðinn kröfuhafi lánsins og lýsti kröfu upp á rúmar 800 milljónir með áföllum vöxtum og kostnaði. Upp í kröfuna fengust hins vegar aðeins 1,6 milljónir.Hreiðar Már Sigurðsson neitaði sök við þingfestingu málsins haustið 2016.fréttablaðið/eyþór200 mál á borði sérstaks saksóknara Skiptum á búinu lauk í janúar 2014 og var það afskrifað þann 30. janúar það ár. Í ákæru héraðssaksóknara segir að eftirstöðvar lánsins megist „telja að fullu glataðar.“ Af þeim 202 málum sem komu inn á borð sérstaks saksóknara var rannsókn hætt í 84 málum. Átján mál voru felld niður að lokinni rannsókn og 22 mál voru sameinuð öðrum málum. Fjögur voru send til annarra embætta, sjö voru flokkuð sem aðstoð við yfirvöld og ein ákæra var afturkölluð eftir útgáfu. Fimm mál eru enn til meðferðar hjá dómstólum; fjögur fyrir Landsrétti og eitt fyrir héraðsdómi. Mál Hreiðars Más og Guðnýjar Örnu. Reiknað er með því að aðalmeðferð í málinu ljúki á morgun. Hrunið Tengdar fréttir Hreiðar Már ákærður fyrir innherjasvik Héraðssaksóknari hefur ákært Hreiðar Má Sigurðsson fyrrverandi forstjóra Kaupþings fyrir umboðs- og innherjasvik. Guðný Arna Sveinsdóttir fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings er einnig ákærð. 27. september 2016 12:50 Hreiðar Már á að hafa stefnt fé Kaupþings í hættu þegar einkahlutafélagið hans fékk kúlulán upp á hálfan milljarð Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé banakns í verulega hættu í ákæru héraðssaksóknara vegna umboðs-og innherjasvika. 27. september 2016 14:21 Hreiðar Már og Guðný neita sök í nýju Kaupþingsmáli Hreiðar og Guðný eru ákærð fyrir umboðs- og innherjasvik. 4. október 2016 07:00 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða síðasta hrunmálið, þ.e. síðustu ákæruna sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, gaf út tengdu meintum brotum í bankakerfinu á árunum fyrir hrun bankanna haustið 2008. Hreiðar Már er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar hann lét bankann veita hans eigin einkahlutafélagi, Hreiðar Már Sigurðsson ehf, kúlulán upp á 575 milljónir króna án þess að fyrir lægi samþykki stjórnar bankans fyrir láninu og án fullnægjandi trygginga fyrir endurgreiðslu lánsins. Þetta kemur fram í ákærunni. Hreiðar Már er ákærður fyrir umboðs-og innherjasvik. Guðný er ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram. Einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008 vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi. Hreiðar Már og Guðný Arna neituðu sök við þingfestingu málsins haustið 2016.Björn Þorvaldsson er saksóknari í málinu.fréttablaðið/ernir324 milljónir runnu inn á reikning Hreiðars Más Samkvæmt ákæru var kúlulánið sem einkahlutafélag Hreiðars Más fékk þann 6. ágúst 2008 notað til að kaupa af honum sjálfum hlutabréf sem hann hafði keypt sama dag samkvæmt kauprétti á 303 krónur á hlut, eða fyrir samtals 246 milljónir króna. Einkahlutafélagið keypti bréfin hins vegar á 704 krónur á hlut, samtals rúmlega hálfan milljarð sem er sama upphæð og kúlulánið nam. Mismunurinn, eða 324 milljónir króna, runnu síðan inn á bankareikning Hreiðars Más þann 19. ágúst 2008 og stóð ákærða eftir það til frjálsrar ráðstöfunar, eins og segir í ákæru. Kúlulánið var á eindaga þann 11. ágúst 2011 en einkahlutafélag Hreiðars var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl sama ár. Arion banki var þá orðinn kröfuhafi lánsins og lýsti kröfu upp á rúmar 800 milljónir með áföllum vöxtum og kostnaði. Upp í kröfuna fengust hins vegar aðeins 1,6 milljónir.Hreiðar Már Sigurðsson neitaði sök við þingfestingu málsins haustið 2016.fréttablaðið/eyþór200 mál á borði sérstaks saksóknara Skiptum á búinu lauk í janúar 2014 og var það afskrifað þann 30. janúar það ár. Í ákæru héraðssaksóknara segir að eftirstöðvar lánsins megist „telja að fullu glataðar.“ Af þeim 202 málum sem komu inn á borð sérstaks saksóknara var rannsókn hætt í 84 málum. Átján mál voru felld niður að lokinni rannsókn og 22 mál voru sameinuð öðrum málum. Fjögur voru send til annarra embætta, sjö voru flokkuð sem aðstoð við yfirvöld og ein ákæra var afturkölluð eftir útgáfu. Fimm mál eru enn til meðferðar hjá dómstólum; fjögur fyrir Landsrétti og eitt fyrir héraðsdómi. Mál Hreiðars Más og Guðnýjar Örnu. Reiknað er með því að aðalmeðferð í málinu ljúki á morgun.
Hrunið Tengdar fréttir Hreiðar Már ákærður fyrir innherjasvik Héraðssaksóknari hefur ákært Hreiðar Má Sigurðsson fyrrverandi forstjóra Kaupþings fyrir umboðs- og innherjasvik. Guðný Arna Sveinsdóttir fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings er einnig ákærð. 27. september 2016 12:50 Hreiðar Már á að hafa stefnt fé Kaupþings í hættu þegar einkahlutafélagið hans fékk kúlulán upp á hálfan milljarð Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé banakns í verulega hættu í ákæru héraðssaksóknara vegna umboðs-og innherjasvika. 27. september 2016 14:21 Hreiðar Már og Guðný neita sök í nýju Kaupþingsmáli Hreiðar og Guðný eru ákærð fyrir umboðs- og innherjasvik. 4. október 2016 07:00 Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Hreiðar Már ákærður fyrir innherjasvik Héraðssaksóknari hefur ákært Hreiðar Má Sigurðsson fyrrverandi forstjóra Kaupþings fyrir umboðs- og innherjasvik. Guðný Arna Sveinsdóttir fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings er einnig ákærð. 27. september 2016 12:50
Hreiðar Már á að hafa stefnt fé Kaupþings í hættu þegar einkahlutafélagið hans fékk kúlulán upp á hálfan milljarð Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé banakns í verulega hættu í ákæru héraðssaksóknara vegna umboðs-og innherjasvika. 27. september 2016 14:21
Hreiðar Már og Guðný neita sök í nýju Kaupþingsmáli Hreiðar og Guðný eru ákærð fyrir umboðs- og innherjasvik. 4. október 2016 07:00