Segir stjórnmálamenn of hrædda við að taka umdeildar ákvarðanir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. september 2018 13:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir stjórnmálin skorta þor. Stjórnmálamenn séu of hræddir við að taka umdeildar ákvarðanir og taka afleiðingum að lítið er um tillögur að lausnum. Þá segir hann að marga stjórnmálamenn hafa séð tækifæri í hruninu til að þrýsta á inngöngu í ESB. Sigmundur Davíð var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að árið 2008 hafi stjórnkerfið og pólitíkin ekki verið í þeirri hagsmunagæslu fyrir landið sem hann hefði viljað sjá. „Ég held að það hafi að mestu leyti stafað að tvennu, annars vegar voru margir sem sáu þetta bankahrun sem pólitískt tækifæri. Að þetta væri tækifæri til að gera byltingu og umbreyta samfélaginu eftir sínu höfðu. Hitt var að Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu þarna fljótlega eftir á og þá fór allt að snúast um það,“ Sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann segir að margir stjórnmálamenn hafi á sínum tíma ekki viljað sjá lausnir en sáu þess í stað tækifæri í hruninu. „Sumir hverjir, það var allavegana tilfinning mín á þessum tíma og er enn, vildu hafa vandamálið til þess að þrýsta á um að Ísland færi inn í ESB og þegar þangað yrði komið , þá yrðu málin leyst.“ Hann segir stjórnmálamenn of umhugað um passa sína stöðu og gera ekkert sem líkur eru á að verði gagnrýnt. Hann segir það hlutverk stjórnmálamanna að leggja fram lausnir, leggja sjálfan sig undir og taka afleiðingum ef þær ganga ekki upp. „Þetta vantar mjög í pólitíkina nú til dags finnst mér og hefur verið að ágerast. Það er svo lítil pólitík eftir í pólitíkinni. Stjórnmálamenn eru farnir að hugsa of mikið um að gera ekkert umdeild. Fyrst og fremst að komast i gegnum daginn án þess að segja eða gera eitthvað sem einhver gæti haft út á að setja í stað þess að þora að leggja fram lausnir eða hugmyndir sem að verandi nýjar verða alltaf umdeildar og geta farið vel eða illa en að vera þá tilbúin að taka afleiðingum,“ Sagði Sigmundur Davíð. Stj.mál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir stjórnmálin skorta þor. Stjórnmálamenn séu of hræddir við að taka umdeildar ákvarðanir og taka afleiðingum að lítið er um tillögur að lausnum. Þá segir hann að marga stjórnmálamenn hafa séð tækifæri í hruninu til að þrýsta á inngöngu í ESB. Sigmundur Davíð var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að árið 2008 hafi stjórnkerfið og pólitíkin ekki verið í þeirri hagsmunagæslu fyrir landið sem hann hefði viljað sjá. „Ég held að það hafi að mestu leyti stafað að tvennu, annars vegar voru margir sem sáu þetta bankahrun sem pólitískt tækifæri. Að þetta væri tækifæri til að gera byltingu og umbreyta samfélaginu eftir sínu höfðu. Hitt var að Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu þarna fljótlega eftir á og þá fór allt að snúast um það,“ Sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann segir að margir stjórnmálamenn hafi á sínum tíma ekki viljað sjá lausnir en sáu þess í stað tækifæri í hruninu. „Sumir hverjir, það var allavegana tilfinning mín á þessum tíma og er enn, vildu hafa vandamálið til þess að þrýsta á um að Ísland færi inn í ESB og þegar þangað yrði komið , þá yrðu málin leyst.“ Hann segir stjórnmálamenn of umhugað um passa sína stöðu og gera ekkert sem líkur eru á að verði gagnrýnt. Hann segir það hlutverk stjórnmálamanna að leggja fram lausnir, leggja sjálfan sig undir og taka afleiðingum ef þær ganga ekki upp. „Þetta vantar mjög í pólitíkina nú til dags finnst mér og hefur verið að ágerast. Það er svo lítil pólitík eftir í pólitíkinni. Stjórnmálamenn eru farnir að hugsa of mikið um að gera ekkert umdeild. Fyrst og fremst að komast i gegnum daginn án þess að segja eða gera eitthvað sem einhver gæti haft út á að setja í stað þess að þora að leggja fram lausnir eða hugmyndir sem að verandi nýjar verða alltaf umdeildar og geta farið vel eða illa en að vera þá tilbúin að taka afleiðingum,“ Sagði Sigmundur Davíð.
Stj.mál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira