Vill skoða hvort bærinn geti tekið yfir rekstur Akureyrarflugvallar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2018 20:00 Það kostar þrjá til fjóra milljarða að gera Akureyrarflugvöll að samkeppnishæfum millilandaflugvelli. Bæjarfulltrúi á Akureyri vill skoða hvort fýsilegt sé að Akureyrabær taki yfir rekstur flugvallarins. Í skýrslu sem Eyþing, Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, kynnti nýverið, kemur fram að núverandi flugstöð geti ekki með góðu móti annað farþegum í millilandaflugi og að þörf fyrir uppbyggingu á flugvellinum sé brýn. Fyrr í mánuðinum samþykkti bæjarstjórn samhljóða ályktun þar sem skorað var á ríkisstjórnina og Isavia að leggja fram áætlun um framtíðaruppbyggingu Akureyrarflugvallar. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Ferðamennskan helsti vaxtarbroddurinn vegna skorts á raforku Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, segist hins vegar upplifa áhugaleysi á frekari uppbyggingu vallarins hjá Isavia, sem rekur flugvöllinn. Hann vill því að bærinn láti útbúa viðskiptaáætlun þar sem fýsileiki þess að bærinn taki við flugvellinum verði metinn. „Ef að sú viðskiptaáætlun gerir okkur kleift að reka völlinn þá finnst mér að við eigum að skoða það mjög alvarlega að taka rekstur vallarins yfir með samningi við ríkið og þá færi hann af hendi Isavia,“ segir Gunnar Gunnar segir að uppbygging flugvallarins sé brýn, í flugvellinum felist helsti vaxtarbroddur svæðisins í heild. „Það sem við græðum á þessu er að hérna á Akureyri er að í raun eina tækifærið til atvinnuuppbyggingar liggur í ferðaþjónustu vegna þess að allt annað krefst raforku,“ segir Gunnar.Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar.Hún sé hins vegar af skornum skammti „Þannig að öll okkar uppbygging okkar á næstu tveimur þremur fjórum árum, og ekki bara á Akureyri heldur á Norðurlandi öllu, hún liggur í þessu tækifæri sem Akureyrarflugvöllur er og fjölgun ferðamanna,“ segir Gunnar. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að sjálfsagt mál sé að skoða þá hugmynd að bærinn komi að eða taki yfir rekstur flugvallarins. Samtalið við stjórnvöld vegna uppbyggingar vallarins sé þó í ágætum farvegi. „Við erum í ágætu sambandi við samgönguráðherra og Isavia og teljum að við getum kannski ýtt þessu af stað, þessu verkefni. Við getum hins vegar ekki beðið endalaust og ef þetta er leið til þess að flýta verkefninu, þá held ég að við ættum að skoða hana,“ segir Halla. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Það kostar þrjá til fjóra milljarða að gera Akureyrarflugvöll að samkeppnishæfum millilandaflugvelli. Bæjarfulltrúi á Akureyri vill skoða hvort fýsilegt sé að Akureyrabær taki yfir rekstur flugvallarins. Í skýrslu sem Eyþing, Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, kynnti nýverið, kemur fram að núverandi flugstöð geti ekki með góðu móti annað farþegum í millilandaflugi og að þörf fyrir uppbyggingu á flugvellinum sé brýn. Fyrr í mánuðinum samþykkti bæjarstjórn samhljóða ályktun þar sem skorað var á ríkisstjórnina og Isavia að leggja fram áætlun um framtíðaruppbyggingu Akureyrarflugvallar. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Ferðamennskan helsti vaxtarbroddurinn vegna skorts á raforku Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, segist hins vegar upplifa áhugaleysi á frekari uppbyggingu vallarins hjá Isavia, sem rekur flugvöllinn. Hann vill því að bærinn láti útbúa viðskiptaáætlun þar sem fýsileiki þess að bærinn taki við flugvellinum verði metinn. „Ef að sú viðskiptaáætlun gerir okkur kleift að reka völlinn þá finnst mér að við eigum að skoða það mjög alvarlega að taka rekstur vallarins yfir með samningi við ríkið og þá færi hann af hendi Isavia,“ segir Gunnar Gunnar segir að uppbygging flugvallarins sé brýn, í flugvellinum felist helsti vaxtarbroddur svæðisins í heild. „Það sem við græðum á þessu er að hérna á Akureyri er að í raun eina tækifærið til atvinnuuppbyggingar liggur í ferðaþjónustu vegna þess að allt annað krefst raforku,“ segir Gunnar.Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar.Hún sé hins vegar af skornum skammti „Þannig að öll okkar uppbygging okkar á næstu tveimur þremur fjórum árum, og ekki bara á Akureyri heldur á Norðurlandi öllu, hún liggur í þessu tækifæri sem Akureyrarflugvöllur er og fjölgun ferðamanna,“ segir Gunnar. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að sjálfsagt mál sé að skoða þá hugmynd að bærinn komi að eða taki yfir rekstur flugvallarins. Samtalið við stjórnvöld vegna uppbyggingar vallarins sé þó í ágætum farvegi. „Við erum í ágætu sambandi við samgönguráðherra og Isavia og teljum að við getum kannski ýtt þessu af stað, þessu verkefni. Við getum hins vegar ekki beðið endalaust og ef þetta er leið til þess að flýta verkefninu, þá held ég að við ættum að skoða hana,“ segir Halla.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Samtök ferðaþjónustunnar telja Akureyrarflugvöll ekki þeim tækjum búinn sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að stunda millilandaflug á vellinum. 27. janúar 2018 09:27
Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39