Munum standa áfram með okkar málstað 20. september 2018 08:00 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KsÍ. vísir/ernir Eitt skrýtnasta mál sumarsins varð enn skrýtnara í gær þegar leikur Hugins og Völsungs í 2. deild karla átti að fara fram. Þegar flauta átti leikinn á voru liðin sitt í hvoru bæjarfélaginu. Seyðfirðingar höfðu fyrr um daginn lýst yfir áhyggjum við KSÍ af því að völlurinn væri ekki í góðu standi. Var leikurinn því færður á Fellavöll á Egilsstöðum en þegar átti að flauta hann á voru leikmenn Hugins tilbúnir í slaginn á Seyðisfirði. Á Egilsstöðum biðu leikmenn Völsungs og dómaraþríeykið þar til ljóst var að leikurinn færi ekki fram. „Við mættum á svæðið til að spila leikinn en þegar þeir voru ekki mættir hálftíma fyrir leik fór okkur að gruna ýmislegt, “ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs, er Fréttablaðið heyrði í honum. Hann átti von á því að þeim yrði dæmdur sigur. „Þeir vissu alveg hvar leikurinn var og við vorum ekkert að keyra þetta til gamans, það voru allir klæddir og klárir í leik af okkar hálfu.“ Málið má rekja til leiks liðanna fyrir mánuði síðan þegar dómari leiksins vísaði leikmanni Völsungs ranglega af velli þegar skammt var til leiksloka. Manni fleiri nýtti Huginn sér það til að skora sigurmark en á leikskýrslunni var ekkert minnst á rauða spjaldið og voru mistökin því leiðrétt þar. Völsungur óskaði eftir því að leikið yrði á ný og fékk það í gegn hjá áfrýjunardómstól KSÍ, þvert á vilja Seyðfirðinga, eftir að aga- og úrskurðarnefnd sambandsins hafði hafnað því. Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins, kannaðist við póstinn en samkvæmt hans skilningi mátti ekki færa leikinn. „Við sendum vissulega póst með áhyggjum af leikvellinum en yfirleitt er það dómari sem ákveður þetta. Hins vegar kemur það fram að því verði ekki haggað sem kemur fram í dómsúrskurðinum og þar stóð að leikurinn ætti að fara fram á Seyðisfirði, ekki á Egilsstöðum og sá völlur var heldur ekki í boðlegu standi. KSÍ er einfaldlega að moka yfir drulluna sem þetta mál er,“ sagði Brynjar og hélt áfram: „Starfsmenn KSÍ gera, ólíkt okkur, mistök í þessu máli. Við gerum hvergi mistök, við spiluðum fótboltaleik og unnum hann og okkur er refsað. Við sættum okkur ekki við það að vera ýtt upp að vegg og þurfa að bera hitann og kostnaðinn af því,“ sagði Brynjar sem sagði að þeir óttuðust hvorki sektir né refsingar af hálfu KSÍ og að þeir hafi ætlað sér að sýna í verki óánægju sína með vinnubrögð sambandsins. „Við sögðum við KSÍ að þeim væri ekki heimilt að flytja leikinn. Framkvæmdastjóri KSÍ sagði að úrskurðurinn um að það þyrfti að leika á ný væri óhagganlegur og þá ætti leikstaður að vera undir því líka. Við erum reiðubúnir að taka því ef okkur verður refsað af KSÍ. Við ætlum að standa með okkar málstað, ég sjálfur mun aðstoða við að greiða sektina því þetta er einfaldlega prinsippmál og það er að okkur vegið á margan hátt.“ Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að málið verði skoðað nánar og að ákvörðun verði tekin á fundi mótanefndar í dag. „Það stendur vissulega Seyðisfjarðarvöllur en okkur var tilkynnt að hann væri ekki leikfær og þá tilkynntum við það strax að leikurinn yrði færður. Við fengum engar athugasemdir við því,“ sagði Klara og hélt áfram: „Það verður skoðað í hvernig þetta fer í samræmi við mótareglur KSÍ, lið sem mæta ekki til leiks tapa leiknum sjálfkrafa 0-3,“ sagði Klara sem vildi ekki tjá sig að svo stöddu hvaða refsing gæti fylgt því fyrir lið að mæta ekki á keppnisstað. Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Huginn mætti ekki í Fellabæ en stillti upp liði á Seyðisfirði Sirkusinn heldur áfram í máli Völsungs gegn Huginn. 19. september 2018 16:43 Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Huginn og Völsungur mætast í endurteknum leik á Fellavelli í dag. 19. september 2018 10:46 Yfirlýsing Hugins: Mótmæla niðurstöðunni og krefjast að stjórn KSÍ komi saman Huginn hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að KSÍ dæmdi í dag að leikur Hugins og Völsungs í annarri deild karla verði spilaður aftur vegna dómaramistaka. 16. september 2018 22:42 „Bara einn völlur tekinn fram í dómnum og það er Seyðisfjarðarvöllur“ Það kom aldrei til greina að fara til Egilsstaða þrátt fyrir að Seyðisfjarðarvöllur væri óleikhæfur. Þetta sagði formaður knattspyrnudeildar Hugins við Fótbolta.net í kvöld. 19. september 2018 19:15 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Eitt skrýtnasta mál sumarsins varð enn skrýtnara í gær þegar leikur Hugins og Völsungs í 2. deild karla átti að fara fram. Þegar flauta átti leikinn á voru liðin sitt í hvoru bæjarfélaginu. Seyðfirðingar höfðu fyrr um daginn lýst yfir áhyggjum við KSÍ af því að völlurinn væri ekki í góðu standi. Var leikurinn því færður á Fellavöll á Egilsstöðum en þegar átti að flauta hann á voru leikmenn Hugins tilbúnir í slaginn á Seyðisfirði. Á Egilsstöðum biðu leikmenn Völsungs og dómaraþríeykið þar til ljóst var að leikurinn færi ekki fram. „Við mættum á svæðið til að spila leikinn en þegar þeir voru ekki mættir hálftíma fyrir leik fór okkur að gruna ýmislegt, “ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs, er Fréttablaðið heyrði í honum. Hann átti von á því að þeim yrði dæmdur sigur. „Þeir vissu alveg hvar leikurinn var og við vorum ekkert að keyra þetta til gamans, það voru allir klæddir og klárir í leik af okkar hálfu.“ Málið má rekja til leiks liðanna fyrir mánuði síðan þegar dómari leiksins vísaði leikmanni Völsungs ranglega af velli þegar skammt var til leiksloka. Manni fleiri nýtti Huginn sér það til að skora sigurmark en á leikskýrslunni var ekkert minnst á rauða spjaldið og voru mistökin því leiðrétt þar. Völsungur óskaði eftir því að leikið yrði á ný og fékk það í gegn hjá áfrýjunardómstól KSÍ, þvert á vilja Seyðfirðinga, eftir að aga- og úrskurðarnefnd sambandsins hafði hafnað því. Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins, kannaðist við póstinn en samkvæmt hans skilningi mátti ekki færa leikinn. „Við sendum vissulega póst með áhyggjum af leikvellinum en yfirleitt er það dómari sem ákveður þetta. Hins vegar kemur það fram að því verði ekki haggað sem kemur fram í dómsúrskurðinum og þar stóð að leikurinn ætti að fara fram á Seyðisfirði, ekki á Egilsstöðum og sá völlur var heldur ekki í boðlegu standi. KSÍ er einfaldlega að moka yfir drulluna sem þetta mál er,“ sagði Brynjar og hélt áfram: „Starfsmenn KSÍ gera, ólíkt okkur, mistök í þessu máli. Við gerum hvergi mistök, við spiluðum fótboltaleik og unnum hann og okkur er refsað. Við sættum okkur ekki við það að vera ýtt upp að vegg og þurfa að bera hitann og kostnaðinn af því,“ sagði Brynjar sem sagði að þeir óttuðust hvorki sektir né refsingar af hálfu KSÍ og að þeir hafi ætlað sér að sýna í verki óánægju sína með vinnubrögð sambandsins. „Við sögðum við KSÍ að þeim væri ekki heimilt að flytja leikinn. Framkvæmdastjóri KSÍ sagði að úrskurðurinn um að það þyrfti að leika á ný væri óhagganlegur og þá ætti leikstaður að vera undir því líka. Við erum reiðubúnir að taka því ef okkur verður refsað af KSÍ. Við ætlum að standa með okkar málstað, ég sjálfur mun aðstoða við að greiða sektina því þetta er einfaldlega prinsippmál og það er að okkur vegið á margan hátt.“ Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að málið verði skoðað nánar og að ákvörðun verði tekin á fundi mótanefndar í dag. „Það stendur vissulega Seyðisfjarðarvöllur en okkur var tilkynnt að hann væri ekki leikfær og þá tilkynntum við það strax að leikurinn yrði færður. Við fengum engar athugasemdir við því,“ sagði Klara og hélt áfram: „Það verður skoðað í hvernig þetta fer í samræmi við mótareglur KSÍ, lið sem mæta ekki til leiks tapa leiknum sjálfkrafa 0-3,“ sagði Klara sem vildi ekki tjá sig að svo stöddu hvaða refsing gæti fylgt því fyrir lið að mæta ekki á keppnisstað.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Huginn mætti ekki í Fellabæ en stillti upp liði á Seyðisfirði Sirkusinn heldur áfram í máli Völsungs gegn Huginn. 19. september 2018 16:43 Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Huginn og Völsungur mætast í endurteknum leik á Fellavelli í dag. 19. september 2018 10:46 Yfirlýsing Hugins: Mótmæla niðurstöðunni og krefjast að stjórn KSÍ komi saman Huginn hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að KSÍ dæmdi í dag að leikur Hugins og Völsungs í annarri deild karla verði spilaður aftur vegna dómaramistaka. 16. september 2018 22:42 „Bara einn völlur tekinn fram í dómnum og það er Seyðisfjarðarvöllur“ Það kom aldrei til greina að fara til Egilsstaða þrátt fyrir að Seyðisfjarðarvöllur væri óleikhæfur. Þetta sagði formaður knattspyrnudeildar Hugins við Fótbolta.net í kvöld. 19. september 2018 19:15 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55
Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30
Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30
Huginn mætti ekki í Fellabæ en stillti upp liði á Seyðisfirði Sirkusinn heldur áfram í máli Völsungs gegn Huginn. 19. september 2018 16:43
Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Mikil umræða hefur skapast í knattspyrnuheiminum í kringum leik Hugins og Völsungs sem fram fer í 2. deildinni í knattspyrnu karla á Seyðisfjarðarvelli í dag. Mistök dómarans í leik liðanna um miðjan ágúst urðu til þess að liðin þurfa að mætast aftur. 19. september 2018 07:30
Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04
Huginn mætir til leiks: „Það var rætt að setja bumbuboltann í þetta“ Huginn og Völsungur mætast í endurteknum leik á Fellavelli í dag. 19. september 2018 10:46
Yfirlýsing Hugins: Mótmæla niðurstöðunni og krefjast að stjórn KSÍ komi saman Huginn hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að KSÍ dæmdi í dag að leikur Hugins og Völsungs í annarri deild karla verði spilaður aftur vegna dómaramistaka. 16. september 2018 22:42
„Bara einn völlur tekinn fram í dómnum og það er Seyðisfjarðarvöllur“ Það kom aldrei til greina að fara til Egilsstaða þrátt fyrir að Seyðisfjarðarvöllur væri óleikhæfur. Þetta sagði formaður knattspyrnudeildar Hugins við Fótbolta.net í kvöld. 19. september 2018 19:15
Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13