Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. september 2018 08:00 Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls. Fréttablaðið/Anton brink Reykjavík Sú ákvörðun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, að víkja tímabundið úr starfi hefur varpað ljósi á umfangsmikið vald forstjóra í mörgum hlutverkum. Varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur segir að hugsanlega sé tilefni til að endurskoða hlutverk forstjórans innan samstæðunnar. Stjórn OR samþykkti í gærkvöldi ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra um að víkja tímabundið úr starfi meðan úttekt fer fram á meðal annars vinnustaðamenningu fyrirtækisins í ljósi hneykslismála sem komið hafa upp undanfarna daga og varða óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni stjórnenda innan samstæðunnar.Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.Fréttablaðið/StefánBjarni Bjarnason er auk þess að vera forstjóri OR stjórnarformaður í dótturfélögunum Orku náttúrunnar (ON) og Gagnaveitu Reykjavíkur (GR). Hjá dótturfélaginu Vatns- og fráveitu sf. fer hann með ákvörðunarvald á félagsfundum ásamt framkvæmdastjóra Veitna. Þá er hann framkvæmdastjóri í dótturfélaginu OR Eignir ohf., sem hefur ekki sjálfstæðan rekstur. Af fimm dótturfélögum OR er aðeins eitt sem Bjarni hefur enga beina aðkomu að, Veitur ohf. Með leyfinu víkur Bjarni úr öllum þessum hlutverkum. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um fær Bjarni aðeins greitt fyrir stjórnarformennskuna í ON og GR. Alls fær hann tæplega hálfa milljón á mánuði aukalega vegna þessa, ofan á grunnlaun sín sem forstjóri upp á tæplega 2,4 milljónir á mánuði. Það að Bjarni víki sem forstjóri kallar því á frekari ráðstafanir í ljósi þess hversu víða hann situr við borð innan Orkuveitunnar og frekari hrókeringa er þörf. Aðspurður hvort þörf sé á að endurskoða skipuritið og draga úr því sem kalla mætti alltumlykjandi hlutverk forstjórans, segir Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar OR, að það komi til greina.Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar OR. Fréttablaðið/Valli„Þetta er tiltölulega valddreift fyrirtæki, rekið í dótturfyrirtækjum sem eru tiltölulega sjálfstæð. Daglegur rekstur er í höndum þeirra sem stýra dótturfélögunum. Í þeim skilningi er talsverð valddreifing en auðvitað er það eitthvað sem mætti skoða, við erum bara ekki komin á það stig.“ Gylfi segir óljóst hversu umfangsmikið hlutverk afleysingaforstjórans verði. „Við erum fyrst og fremst að leita að forstjórastaðgengli. Ég þori ekki að lofa því að sá sem leysir af sem forstjóri muni stíga inn í allar þessar stjórnir því það eru auðvitað varamenn þar. Það er ákvörðun sem verður að taka í samráði stjórnar og þess sem kemur inn í staðinn.“ Gylfi á ekki von á öðru en að Bjarni verði á fullum launum á meðan á leyfinu stendur. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24 Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Stjórninni barst bréf frá lögmanni hennar í kvöld en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga uppsögn hennar til baka. 19. september 2018 21:55 Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Sjá meira
Reykjavík Sú ákvörðun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, að víkja tímabundið úr starfi hefur varpað ljósi á umfangsmikið vald forstjóra í mörgum hlutverkum. Varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur segir að hugsanlega sé tilefni til að endurskoða hlutverk forstjórans innan samstæðunnar. Stjórn OR samþykkti í gærkvöldi ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra um að víkja tímabundið úr starfi meðan úttekt fer fram á meðal annars vinnustaðamenningu fyrirtækisins í ljósi hneykslismála sem komið hafa upp undanfarna daga og varða óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni stjórnenda innan samstæðunnar.Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.Fréttablaðið/StefánBjarni Bjarnason er auk þess að vera forstjóri OR stjórnarformaður í dótturfélögunum Orku náttúrunnar (ON) og Gagnaveitu Reykjavíkur (GR). Hjá dótturfélaginu Vatns- og fráveitu sf. fer hann með ákvörðunarvald á félagsfundum ásamt framkvæmdastjóra Veitna. Þá er hann framkvæmdastjóri í dótturfélaginu OR Eignir ohf., sem hefur ekki sjálfstæðan rekstur. Af fimm dótturfélögum OR er aðeins eitt sem Bjarni hefur enga beina aðkomu að, Veitur ohf. Með leyfinu víkur Bjarni úr öllum þessum hlutverkum. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um fær Bjarni aðeins greitt fyrir stjórnarformennskuna í ON og GR. Alls fær hann tæplega hálfa milljón á mánuði aukalega vegna þessa, ofan á grunnlaun sín sem forstjóri upp á tæplega 2,4 milljónir á mánuði. Það að Bjarni víki sem forstjóri kallar því á frekari ráðstafanir í ljósi þess hversu víða hann situr við borð innan Orkuveitunnar og frekari hrókeringa er þörf. Aðspurður hvort þörf sé á að endurskoða skipuritið og draga úr því sem kalla mætti alltumlykjandi hlutverk forstjórans, segir Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar OR, að það komi til greina.Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar OR. Fréttablaðið/Valli„Þetta er tiltölulega valddreift fyrirtæki, rekið í dótturfyrirtækjum sem eru tiltölulega sjálfstæð. Daglegur rekstur er í höndum þeirra sem stýra dótturfélögunum. Í þeim skilningi er talsverð valddreifing en auðvitað er það eitthvað sem mætti skoða, við erum bara ekki komin á það stig.“ Gylfi segir óljóst hversu umfangsmikið hlutverk afleysingaforstjórans verði. „Við erum fyrst og fremst að leita að forstjórastaðgengli. Ég þori ekki að lofa því að sá sem leysir af sem forstjóri muni stíga inn í allar þessar stjórnir því það eru auðvitað varamenn þar. Það er ákvörðun sem verður að taka í samráði stjórnar og þess sem kemur inn í staðinn.“ Gylfi á ekki von á öðru en að Bjarni verði á fullum launum á meðan á leyfinu stendur.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24 Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Stjórninni barst bréf frá lögmanni hennar í kvöld en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga uppsögn hennar til baka. 19. september 2018 21:55 Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Sjá meira
Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14
Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24
Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Stjórninni barst bréf frá lögmanni hennar í kvöld en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga uppsögn hennar til baka. 19. september 2018 21:55
Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30