Ríkið krefst sýknu af bótakröfu hjúkrunarfræðings Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. september 2018 08:00 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Málflutningur í máli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings, sem sýknuð var af ákæru um manndráp af gáleysi í starfi, gegn íslenska ríkinu fór fram í Landsrétti í gær. Ásta krefst fjögurra milljóna króna í miskabætur vegna brotalama í meðferð sakamálsins. Héraðsdómur hefur áður sýknað ríkið af kröfu Ástu. Árið 2014 var Ásta ákærð fyrir að hafa í október 2012 láðst að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling á gjörgæsludeild úr öndunarvél og setti talventil á umrædda rennu. Sjúklingurinn lést skömmu síðar. Héraðsdómur sýknaði Ástu af ákærunni þar sem rannsókn hefði verið ábótavant og að ósannað hefði verið að henni hefði láðst að tæma loftið úr kraganum. Daginn eftir dauðsfallið var Ásta kölluð á fund yfirmanna sinna og gaf hún þar skýrslu um atvikið. Lögmaður hennar nú byggir á því að á þeim tímapunkti hafi sakamálarannsókn í raun hafist enda hafi aðrar hugsanlegar dánarorsakir ekki verið rannsakaðar vegna játningar hennar á fundinum. Ekki hafi verið gætt að réttindum sakbornings við þá skýrslutöku. Þá hafi málið ekki verið rannsakað til sektar eða sýknu heldur aðeins til sektar. Lögmaður vísaði þessu á bug og sagði þetta sjálfstæða og lögmælta rannsókn Landspítalans. Þá hafi málið alla tíð verið rannsakað sem játningarmál hjá lögreglu vegna skýrslugjafar Ástu en framburður hennar tók miklum breytingum fyrir dómi. Málið hefði farið í annan farveg hefði framburður hennar verið á annan veg. Þá hefði hún ekki sætt neinum þvingunarráðstöfunum meðan á rannsókn stóð. Því væru skilyrði sakamálalaga til greiðslu bóta til þess sem borinn hefur verið sökum ekki uppfyllt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira
Málflutningur í máli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings, sem sýknuð var af ákæru um manndráp af gáleysi í starfi, gegn íslenska ríkinu fór fram í Landsrétti í gær. Ásta krefst fjögurra milljóna króna í miskabætur vegna brotalama í meðferð sakamálsins. Héraðsdómur hefur áður sýknað ríkið af kröfu Ástu. Árið 2014 var Ásta ákærð fyrir að hafa í október 2012 láðst að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling á gjörgæsludeild úr öndunarvél og setti talventil á umrædda rennu. Sjúklingurinn lést skömmu síðar. Héraðsdómur sýknaði Ástu af ákærunni þar sem rannsókn hefði verið ábótavant og að ósannað hefði verið að henni hefði láðst að tæma loftið úr kraganum. Daginn eftir dauðsfallið var Ásta kölluð á fund yfirmanna sinna og gaf hún þar skýrslu um atvikið. Lögmaður hennar nú byggir á því að á þeim tímapunkti hafi sakamálarannsókn í raun hafist enda hafi aðrar hugsanlegar dánarorsakir ekki verið rannsakaðar vegna játningar hennar á fundinum. Ekki hafi verið gætt að réttindum sakbornings við þá skýrslutöku. Þá hafi málið ekki verið rannsakað til sektar eða sýknu heldur aðeins til sektar. Lögmaður vísaði þessu á bug og sagði þetta sjálfstæða og lögmælta rannsókn Landspítalans. Þá hafi málið alla tíð verið rannsakað sem játningarmál hjá lögreglu vegna skýrslugjafar Ástu en framburður hennar tók miklum breytingum fyrir dómi. Málið hefði farið í annan farveg hefði framburður hennar verið á annan veg. Þá hefði hún ekki sætt neinum þvingunarráðstöfunum meðan á rannsókn stóð. Því væru skilyrði sakamálalaga til greiðslu bóta til þess sem borinn hefur verið sökum ekki uppfyllt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira