Gagnrýnir að stjórnin gangi á varasjóð á toppi hagsveiflunnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. september 2018 06:45 Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir að ráðstafa eigi fjármunum fyrir þjóðarsjóð í önnur verkefni en styður stofnun sjóðsins. Fréttablaðið/ERNIR Alþingi Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna í stjórnarandstöðu um fyrirhugaðan þjóðarsjóð sem kominn er til kynningar á vef Stjórnarráðsins. Hugmyndin er að komið verði á fót varúðarsjóði til að mæta fátíðum efnahagslegum skakkaföllum til dæmis vegna vistkerfisbrests og náttúruhamfara sem valdi ríkissjóði verulegum fjárhagslegum skaða. Sjóðurinn verði fjármagnaður með framlögum úr ríkissjóði, jafnháum nýjum tekjum orkuvinnslufyrirtækja í ríkiseigu. Samþykki Alþingis þurfi til að veita megi fé úr þjóðarsjóði til ríkissjóðs. „Við hefðum talið að við núverandi aðstæður sé mikilvægast að greiða niður skuldir vegna þess að vextir af lánunum eru væntanlega hærri en ávöxtun af svona sjóði,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Logi segir rétt að skoða hugmyndina með opnum huga en hugmyndafræðin að baki skipti máli og hvaða leið verði farin. „Norðmenn eru að greiða í sjóð arð af auðlind sem er takmörkuð og mun klárast fyrr eða síðar. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að auðlindatekjur af raforku til dæmis, sem er endurnýjanleg, eigi að fara í niðurgreiðslu skulda og uppbyggingu á samfélagslegum innviðum.“ Hann segir einnig óljóst hvort um arðgreiðslur verði að ræða eða auðlindatekjur eins og í Noregi. „Ef svo er þá ættu einkafyrirtæki náttúrulega líka að leggja sitt af mörkum.“ Björn Leví Gunnarsson, Pírötum, talar á svipuðum nótum. „Af hverju eru bara orkuvinnslufyrirtækin nefnd, af hverju er orkan eina auðlindin sem á að fjármagna þennan sjóð?“ spyr Björn Leví og telur réttara að heimilin fari að fá einhvern ávinning af því að búið sé að greiða niður lán við uppbyggingu orkuvinnslu. „Af hverju ekki frekar að lækka aðeins orkugjöld heimilanna og fá eitthvað inn af auðlindagjöldum frá sjávarútveginum á móti til að tryggja fjármögnun sjóðsins?“ Í kynningunni um sjóðinn kemur fram að afmarkaðan hluta ráðstöfunarfjár sjóðsins eigi að nota til eflingar nýsköpunar og uppbyggingar hjúkrunarrýma. Þetta gagnrýnir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Hann segir þessi verkefni vissulega mikilvæg en þau eigi að fjármagna í fjárlögum hvers árs en ekki úr varasjóðum. „Við erum í hápunkti hagsveiflunnar, tekjur ríkissjóðs að sama skapi í hápunkti, en engu að síður þarf ríkisstjórnin að ganga á varasjóð sem þennan. Það verður því ekki betur séð en að þegar sé búið að eyða stórum hluta þess fjármagns sem ætti að renna í sjóðinn.“ Þorsteinn segir Viðreisn engu að síður fylgjandi stofnun sjóðsins enda hugmyndin mjög í anda hugmynda síðustu ríkisstjórnar sem Viðreisn átti hluta að. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00 Leggja til helmings lækkun erfðafjárskatts í þrepum Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. 19. september 2018 13:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Alþingi Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna í stjórnarandstöðu um fyrirhugaðan þjóðarsjóð sem kominn er til kynningar á vef Stjórnarráðsins. Hugmyndin er að komið verði á fót varúðarsjóði til að mæta fátíðum efnahagslegum skakkaföllum til dæmis vegna vistkerfisbrests og náttúruhamfara sem valdi ríkissjóði verulegum fjárhagslegum skaða. Sjóðurinn verði fjármagnaður með framlögum úr ríkissjóði, jafnháum nýjum tekjum orkuvinnslufyrirtækja í ríkiseigu. Samþykki Alþingis þurfi til að veita megi fé úr þjóðarsjóði til ríkissjóðs. „Við hefðum talið að við núverandi aðstæður sé mikilvægast að greiða niður skuldir vegna þess að vextir af lánunum eru væntanlega hærri en ávöxtun af svona sjóði,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Logi segir rétt að skoða hugmyndina með opnum huga en hugmyndafræðin að baki skipti máli og hvaða leið verði farin. „Norðmenn eru að greiða í sjóð arð af auðlind sem er takmörkuð og mun klárast fyrr eða síðar. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að auðlindatekjur af raforku til dæmis, sem er endurnýjanleg, eigi að fara í niðurgreiðslu skulda og uppbyggingu á samfélagslegum innviðum.“ Hann segir einnig óljóst hvort um arðgreiðslur verði að ræða eða auðlindatekjur eins og í Noregi. „Ef svo er þá ættu einkafyrirtæki náttúrulega líka að leggja sitt af mörkum.“ Björn Leví Gunnarsson, Pírötum, talar á svipuðum nótum. „Af hverju eru bara orkuvinnslufyrirtækin nefnd, af hverju er orkan eina auðlindin sem á að fjármagna þennan sjóð?“ spyr Björn Leví og telur réttara að heimilin fari að fá einhvern ávinning af því að búið sé að greiða niður lán við uppbyggingu orkuvinnslu. „Af hverju ekki frekar að lækka aðeins orkugjöld heimilanna og fá eitthvað inn af auðlindagjöldum frá sjávarútveginum á móti til að tryggja fjármögnun sjóðsins?“ Í kynningunni um sjóðinn kemur fram að afmarkaðan hluta ráðstöfunarfjár sjóðsins eigi að nota til eflingar nýsköpunar og uppbyggingar hjúkrunarrýma. Þetta gagnrýnir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Hann segir þessi verkefni vissulega mikilvæg en þau eigi að fjármagna í fjárlögum hvers árs en ekki úr varasjóðum. „Við erum í hápunkti hagsveiflunnar, tekjur ríkissjóðs að sama skapi í hápunkti, en engu að síður þarf ríkisstjórnin að ganga á varasjóð sem þennan. Það verður því ekki betur séð en að þegar sé búið að eyða stórum hluta þess fjármagns sem ætti að renna í sjóðinn.“ Þorsteinn segir Viðreisn engu að síður fylgjandi stofnun sjóðsins enda hugmyndin mjög í anda hugmynda síðustu ríkisstjórnar sem Viðreisn átti hluta að.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00 Leggja til helmings lækkun erfðafjárskatts í þrepum Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. 19. september 2018 13:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00
Ekki sátt um þjóðarsjóð Frumvarp um þjóðarsjóð er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðarsjóð utan um arð af auðlindum landsins. 5. september 2018 06:00
Leggja til helmings lækkun erfðafjárskatts í þrepum Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til að erfðafjárskattur verði lækkaður um helming vegna arfs upp að 75 milljónum króna. 19. september 2018 13:30