Lagði til byggingu veggjar yfir Sahara Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2018 10:50 Sahara-eyðimörkin er um fimm þúsund kílómetra breið og tilheyrir fjölmörgum ríkjum, sem öll eiga það sameiginlegt að vera ekki Spánn. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Josep Borrell, utanríkisráðherra Spánar, að Spánverjar ættu að byggja vegg yfir Sahara-eyðimörkina. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að innflytjendur frá Afríku kæmu til Evrópu í jafn miklu mæli og nú. Þetta kemur fram í fjölmiðlum á Spáni sem segja samtal Trump og Borrell hafa átt sér stað í júní þegar hann heimsótti Bandaríkin með konungi og drottningu Spánar. Borrell mun hafa sagt frá þessum samskiptum sínum við Trump á hádegisverði um síðustu helgi. Utanríkisráðuneytið hefur staðfest ummælin. Sky News segir Trump hafa vitnað í eigið verkefni til að draga úr fjölda ólöglegra innflytjenda frá Suður-Ameríku. Hann hefur lengi viljað byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en án stuðnings frá þingmönnum hefur lítið gengið í þeim málum. Mörgum þykir það óhagkvæmt að byggja rúmlega þrjú þúsund kílómetra langan vegg. „Landamærin við Sahara geta varla verið lengri en landamæri okkar og Mexíkó,“ á Trump að hafa sagt við Borell. Sahara-eyðimörkin er um fimm þúsund kílómetra breið og tilheyrir fjölmörgum ríkjum, sem öll eiga það sameiginlegt að vera ekki Spánn. Það gæti því reynst yfirvöldum Spánar erfitt að byggja vegg þvert yfir eyðimörkina. Minnst 33.600 farand- og flóttamenn hafa ferðast til Spánar það sem af er þessu ári og er það þrefalt fleiri en á sama tímabili í fyrra. Minnst 1.723 hafa dáið við að reyna að komast til Spánar. Samkvæmt Guardian hefur það reynt verulega á innviði í Suður-Spáni og hafa stjórnarandstæðingar gagnrýnt Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, fyrir linkind gagnvart innflytjendum. Donald Trump Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Josep Borrell, utanríkisráðherra Spánar, að Spánverjar ættu að byggja vegg yfir Sahara-eyðimörkina. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að innflytjendur frá Afríku kæmu til Evrópu í jafn miklu mæli og nú. Þetta kemur fram í fjölmiðlum á Spáni sem segja samtal Trump og Borrell hafa átt sér stað í júní þegar hann heimsótti Bandaríkin með konungi og drottningu Spánar. Borrell mun hafa sagt frá þessum samskiptum sínum við Trump á hádegisverði um síðustu helgi. Utanríkisráðuneytið hefur staðfest ummælin. Sky News segir Trump hafa vitnað í eigið verkefni til að draga úr fjölda ólöglegra innflytjenda frá Suður-Ameríku. Hann hefur lengi viljað byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en án stuðnings frá þingmönnum hefur lítið gengið í þeim málum. Mörgum þykir það óhagkvæmt að byggja rúmlega þrjú þúsund kílómetra langan vegg. „Landamærin við Sahara geta varla verið lengri en landamæri okkar og Mexíkó,“ á Trump að hafa sagt við Borell. Sahara-eyðimörkin er um fimm þúsund kílómetra breið og tilheyrir fjölmörgum ríkjum, sem öll eiga það sameiginlegt að vera ekki Spánn. Það gæti því reynst yfirvöldum Spánar erfitt að byggja vegg þvert yfir eyðimörkina. Minnst 33.600 farand- og flóttamenn hafa ferðast til Spánar það sem af er þessu ári og er það þrefalt fleiri en á sama tímabili í fyrra. Minnst 1.723 hafa dáið við að reyna að komast til Spánar. Samkvæmt Guardian hefur það reynt verulega á innviði í Suður-Spáni og hafa stjórnarandstæðingar gagnrýnt Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, fyrir linkind gagnvart innflytjendum.
Donald Trump Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent