Meinað um ferðaþjónustu fatlaðra án skýringa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. september 2018 21:00 Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. Ásmundur Jóhannsson fékk heilablóðfall í ágúst í fyrra. Hann er á áttræðisaldri en var við góða heilsu og enn á vinnumarkaði þegar hann veiktist. Rúna Didriksen, eiginkona Ásmundar vakti athygli á því á Facebook síðu sinni í gær að Ásmundi hafi ítrekað verið synjað um akstursþjónustu. Um daginn hafi hann til að mynda þurft að greiða hátt í 14 þúsund krónur í leigubíl til að sækja jarðarför. „Hann getur ekki verið heima vegna þess að hann þarf það mikla umönnun og eftir að hafa verið á spítölum og á Grensás og á Vífilsstöðum, þá er hann kominn hérna á Hrafnistu,“ segir Rúna. Til að eiga rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og bendir fátt til annars en að Ásmundur uppfylli skilyrði. Þeir sem eiga rétt á akstursþjónustu samkvæmt öðrum reglum eiga aftur á móti ekki rétt á þjónustunni né þeir sem hafa fengið styrk til bifreiðakaupa frá Tryggingastofnun. Hjúkrunarheimili útvega akstur ef ferðin tengist heilbrigðisþjónustu en ekki að öðru leyti. Ásmundur og Rúna á góðum degi nokkrum vikum en Ásmundur veiktist.Fengið lítil viðbrögð Aldur hefur ekki áhrif á rétt til notkunar ferðaþjónustu fatlaðra en Rúna kveðst engin skýr svör hafa fengið við því á hvaða forsendum Ásmundi sé synjað. „Það eru ekki gefnar upp neinar forsendur. Það er bara; „nei, við gerum þetta ekki,“ segir Rúna. Hún kveðst hafa vakið athygli borgarfulltrúa á málinu en hafi fengið lítil viðbrögð. „Þetta finnst manni vera mál sem er bara hreint út sagt ótrúlegt. Að maður sem er útsvarsgreiðandi í Reykjavík en með lögheimili heima hjá sér en er búsettur uppi á Hrafnistu, skuli ekki hafa rétt á því að nota þjónustu fatlaðra. Maður spyr sig bara að því hverra hagsmuna er verið að gæta þarna,“ segir Rúna. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. Ásmundur Jóhannsson fékk heilablóðfall í ágúst í fyrra. Hann er á áttræðisaldri en var við góða heilsu og enn á vinnumarkaði þegar hann veiktist. Rúna Didriksen, eiginkona Ásmundar vakti athygli á því á Facebook síðu sinni í gær að Ásmundi hafi ítrekað verið synjað um akstursþjónustu. Um daginn hafi hann til að mynda þurft að greiða hátt í 14 þúsund krónur í leigubíl til að sækja jarðarför. „Hann getur ekki verið heima vegna þess að hann þarf það mikla umönnun og eftir að hafa verið á spítölum og á Grensás og á Vífilsstöðum, þá er hann kominn hérna á Hrafnistu,“ segir Rúna. Til að eiga rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og bendir fátt til annars en að Ásmundur uppfylli skilyrði. Þeir sem eiga rétt á akstursþjónustu samkvæmt öðrum reglum eiga aftur á móti ekki rétt á þjónustunni né þeir sem hafa fengið styrk til bifreiðakaupa frá Tryggingastofnun. Hjúkrunarheimili útvega akstur ef ferðin tengist heilbrigðisþjónustu en ekki að öðru leyti. Ásmundur og Rúna á góðum degi nokkrum vikum en Ásmundur veiktist.Fengið lítil viðbrögð Aldur hefur ekki áhrif á rétt til notkunar ferðaþjónustu fatlaðra en Rúna kveðst engin skýr svör hafa fengið við því á hvaða forsendum Ásmundi sé synjað. „Það eru ekki gefnar upp neinar forsendur. Það er bara; „nei, við gerum þetta ekki,“ segir Rúna. Hún kveðst hafa vakið athygli borgarfulltrúa á málinu en hafi fengið lítil viðbrögð. „Þetta finnst manni vera mál sem er bara hreint út sagt ótrúlegt. Að maður sem er útsvarsgreiðandi í Reykjavík en með lögheimili heima hjá sér en er búsettur uppi á Hrafnistu, skuli ekki hafa rétt á því að nota þjónustu fatlaðra. Maður spyr sig bara að því hverra hagsmuna er verið að gæta þarna,“ segir Rúna.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira