Meinað um ferðaþjónustu fatlaðra án skýringa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. september 2018 21:00 Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. Ásmundur Jóhannsson fékk heilablóðfall í ágúst í fyrra. Hann er á áttræðisaldri en var við góða heilsu og enn á vinnumarkaði þegar hann veiktist. Rúna Didriksen, eiginkona Ásmundar vakti athygli á því á Facebook síðu sinni í gær að Ásmundi hafi ítrekað verið synjað um akstursþjónustu. Um daginn hafi hann til að mynda þurft að greiða hátt í 14 þúsund krónur í leigubíl til að sækja jarðarför. „Hann getur ekki verið heima vegna þess að hann þarf það mikla umönnun og eftir að hafa verið á spítölum og á Grensás og á Vífilsstöðum, þá er hann kominn hérna á Hrafnistu,“ segir Rúna. Til að eiga rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og bendir fátt til annars en að Ásmundur uppfylli skilyrði. Þeir sem eiga rétt á akstursþjónustu samkvæmt öðrum reglum eiga aftur á móti ekki rétt á þjónustunni né þeir sem hafa fengið styrk til bifreiðakaupa frá Tryggingastofnun. Hjúkrunarheimili útvega akstur ef ferðin tengist heilbrigðisþjónustu en ekki að öðru leyti. Ásmundur og Rúna á góðum degi nokkrum vikum en Ásmundur veiktist.Fengið lítil viðbrögð Aldur hefur ekki áhrif á rétt til notkunar ferðaþjónustu fatlaðra en Rúna kveðst engin skýr svör hafa fengið við því á hvaða forsendum Ásmundi sé synjað. „Það eru ekki gefnar upp neinar forsendur. Það er bara; „nei, við gerum þetta ekki,“ segir Rúna. Hún kveðst hafa vakið athygli borgarfulltrúa á málinu en hafi fengið lítil viðbrögð. „Þetta finnst manni vera mál sem er bara hreint út sagt ótrúlegt. Að maður sem er útsvarsgreiðandi í Reykjavík en með lögheimili heima hjá sér en er búsettur uppi á Hrafnistu, skuli ekki hafa rétt á því að nota þjónustu fatlaðra. Maður spyr sig bara að því hverra hagsmuna er verið að gæta þarna,“ segir Rúna. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira
Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. Ásmundur Jóhannsson fékk heilablóðfall í ágúst í fyrra. Hann er á áttræðisaldri en var við góða heilsu og enn á vinnumarkaði þegar hann veiktist. Rúna Didriksen, eiginkona Ásmundar vakti athygli á því á Facebook síðu sinni í gær að Ásmundi hafi ítrekað verið synjað um akstursþjónustu. Um daginn hafi hann til að mynda þurft að greiða hátt í 14 þúsund krónur í leigubíl til að sækja jarðarför. „Hann getur ekki verið heima vegna þess að hann þarf það mikla umönnun og eftir að hafa verið á spítölum og á Grensás og á Vífilsstöðum, þá er hann kominn hérna á Hrafnistu,“ segir Rúna. Til að eiga rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og bendir fátt til annars en að Ásmundur uppfylli skilyrði. Þeir sem eiga rétt á akstursþjónustu samkvæmt öðrum reglum eiga aftur á móti ekki rétt á þjónustunni né þeir sem hafa fengið styrk til bifreiðakaupa frá Tryggingastofnun. Hjúkrunarheimili útvega akstur ef ferðin tengist heilbrigðisþjónustu en ekki að öðru leyti. Ásmundur og Rúna á góðum degi nokkrum vikum en Ásmundur veiktist.Fengið lítil viðbrögð Aldur hefur ekki áhrif á rétt til notkunar ferðaþjónustu fatlaðra en Rúna kveðst engin skýr svör hafa fengið við því á hvaða forsendum Ásmundi sé synjað. „Það eru ekki gefnar upp neinar forsendur. Það er bara; „nei, við gerum þetta ekki,“ segir Rúna. Hún kveðst hafa vakið athygli borgarfulltrúa á málinu en hafi fengið lítil viðbrögð. „Þetta finnst manni vera mál sem er bara hreint út sagt ótrúlegt. Að maður sem er útsvarsgreiðandi í Reykjavík en með lögheimili heima hjá sér en er búsettur uppi á Hrafnistu, skuli ekki hafa rétt á því að nota þjónustu fatlaðra. Maður spyr sig bara að því hverra hagsmuna er verið að gæta þarna,“ segir Rúna.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Sjá meira