Hafa fengið ansi margar ábendingar um óeðlilega stjórnunarhætti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. september 2018 20:12 Borgarfulltrúar í meiri-og minnihluta borgarstjórnar hafa fengið margvíslegar ábendingar um óeðlilega stjórnunarhætti innan Orkuveitu Reykjavíkur. Mikilvægt sé að innri endurskoðun borgarinnar fari vel yfir stjórnunarhætti og menningu innan fyrirtækisins. Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, gerði grein fyrir málefnum fyrirtækisins á fundi borgarstjórnar í dag. Hún vildi ekki veita fréttastofu viðtal eftir fundinn en borgarstjóri og borgarfulltrúar borgarráðs voru ánægðir með svör hennar í ráðinu og sögðu að áframhald þess væri í höndum stjórnarinnar. Innri endurskoðun borgarinnar á að gera úttekt á fyrirtækinu. Borgarfulltrúar höfðu heyrt frá fólki sem hefur kvartað undan starfsháttum í fyrirtækinu. „Við vitum það borgarfulltrúar að við erum að fá ýmis skilaboð og það var ágætis umræða um það núna og við komum til með að framsenda þau skilaboð, þá með leyfi viðkomandi aðila ef að það gefst, til Innri endurskoðunar sem kemur til með að taka þau þá upp,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Eyþór ekki viss hvort takist að ljúka úttektinni á tveimur mánuðum „Við höfum fengið ábendingar frá starfsfólki og fyrrverandi starfsfólki sem telur vera á sér brotið. Ég tel að það þurfi að taka þessar ábendingar alvarlega, hvort sem þær eru réttar eða rangar, það kemur þá bara í ljós. En þetta eru ansi margar ábendingar og ég er ekki einn um það og ég held að það sé mikið verkefni og ég er ekki viss um að það náist að ljúka þessari úttekt á tveimur mánuðum,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. „Ég hef, og fleiri, verið að heyra sögur. Ekki bara af þessu fyrirtæki heldur heilmargir komið að máli við mig bara héðan úr Ráðhúsinu. Það eru fleiri fyrirtæki sem eru í eigu borgarinnar þar sem þessi mál eru ekki góðu lagi,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum í síðustu viku sendi erindi á fund stjórnar Orkuveitunnar í gær þar sem farið var fram á stjórn OR taki afstöðu til þess með hvaða hætti tekið verði á marklausari uppsögn hennar og kallað er eftir allsherjar skoðun á vinnustaðamenningunni þar. Afstaða til erindisins verður tekin á stjórnarfundi OR á mánudag. Borgarstjórn MeToo Tengdar fréttir Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Þörf er á töluverðum hrókeringum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur þegar Bjarni Bjarnason víkur tímabundið sem forstjóri. Hann hefur auk forstjórastarfsins aðkomu að stjórn fjögurra af fimm dótturfélögum OR. 20. september 2018 08:00 Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Borgarráð fylgist með á hliðarlínunni og fær skýrslu frá Brynhildi Við verðum að passa að ganga alla leið, segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. 20. september 2018 09:03 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Borgarfulltrúar í meiri-og minnihluta borgarstjórnar hafa fengið margvíslegar ábendingar um óeðlilega stjórnunarhætti innan Orkuveitu Reykjavíkur. Mikilvægt sé að innri endurskoðun borgarinnar fari vel yfir stjórnunarhætti og menningu innan fyrirtækisins. Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, gerði grein fyrir málefnum fyrirtækisins á fundi borgarstjórnar í dag. Hún vildi ekki veita fréttastofu viðtal eftir fundinn en borgarstjóri og borgarfulltrúar borgarráðs voru ánægðir með svör hennar í ráðinu og sögðu að áframhald þess væri í höndum stjórnarinnar. Innri endurskoðun borgarinnar á að gera úttekt á fyrirtækinu. Borgarfulltrúar höfðu heyrt frá fólki sem hefur kvartað undan starfsháttum í fyrirtækinu. „Við vitum það borgarfulltrúar að við erum að fá ýmis skilaboð og það var ágætis umræða um það núna og við komum til með að framsenda þau skilaboð, þá með leyfi viðkomandi aðila ef að það gefst, til Innri endurskoðunar sem kemur til með að taka þau þá upp,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Eyþór ekki viss hvort takist að ljúka úttektinni á tveimur mánuðum „Við höfum fengið ábendingar frá starfsfólki og fyrrverandi starfsfólki sem telur vera á sér brotið. Ég tel að það þurfi að taka þessar ábendingar alvarlega, hvort sem þær eru réttar eða rangar, það kemur þá bara í ljós. En þetta eru ansi margar ábendingar og ég er ekki einn um það og ég held að það sé mikið verkefni og ég er ekki viss um að það náist að ljúka þessari úttekt á tveimur mánuðum,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. „Ég hef, og fleiri, verið að heyra sögur. Ekki bara af þessu fyrirtæki heldur heilmargir komið að máli við mig bara héðan úr Ráðhúsinu. Það eru fleiri fyrirtæki sem eru í eigu borgarinnar þar sem þessi mál eru ekki góðu lagi,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum í síðustu viku sendi erindi á fund stjórnar Orkuveitunnar í gær þar sem farið var fram á stjórn OR taki afstöðu til þess með hvaða hætti tekið verði á marklausari uppsögn hennar og kallað er eftir allsherjar skoðun á vinnustaðamenningunni þar. Afstaða til erindisins verður tekin á stjórnarfundi OR á mánudag.
Borgarstjórn MeToo Tengdar fréttir Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Þörf er á töluverðum hrókeringum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur þegar Bjarni Bjarnason víkur tímabundið sem forstjóri. Hann hefur auk forstjórastarfsins aðkomu að stjórn fjögurra af fimm dótturfélögum OR. 20. september 2018 08:00 Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Borgarráð fylgist með á hliðarlínunni og fær skýrslu frá Brynhildi Við verðum að passa að ganga alla leið, segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. 20. september 2018 09:03 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Þörf er á töluverðum hrókeringum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur þegar Bjarni Bjarnason víkur tímabundið sem forstjóri. Hann hefur auk forstjórastarfsins aðkomu að stjórn fjögurra af fimm dótturfélögum OR. 20. september 2018 08:00
Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30
Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00
Borgarráð fylgist með á hliðarlínunni og fær skýrslu frá Brynhildi Við verðum að passa að ganga alla leið, segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. 20. september 2018 09:03