Innri endurskoðun OR breytt í kjölfar óvæntra starfsloka Sveinn Arnarsson skrifar 21. september 2018 07:00 Innri endurskoðandi OR lagði til að utanaðkomandi gerðu úttekt á stjórnarháttum fyrirtækisins . Fréttablaðið/Anton Brink Fyrirkomulagi á innri endurskoðun hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var breytt fyrr á árinu í kjölfar óvæntra starfsloka Guðmundar Inga Bergþórssonar, sem starfaði sem innri endurskoðandi fyrirtækisins. Sinnir innri endurskoðun Reykjavíkurborgar nú þessu hlutverki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengdust starfslok Guðmundar Inga tillögu hans um að utanaðkomandi aðili yrði fenginn til að gera úttekt á stjórnarháttum innan fyrirtækisins. Samkvæmt ákvörðun stjórnar OR mun fara fram óháð úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækinu og tilteknum starfsmannamálum. Hefur stjórnin falið þeirri sömu innri endurskoðun borgarinnar að annast þá úttekt ásamt utanaðkomandi sérfræðingum. Í bókun byggðarráðs Borgarbyggðar, eins eigenda OR, frá 25. janúar síðastliðnum kemur fram að það sé „nauðsynlegt að innri endurskoðun OR sé skilin frá innri endurskoðun stærsta eiganda fyrirtækisins þegar til framtíðar sé litið“. Fulltrúar minnihlutans í borginni óskuðu þann 23. ágúst eftir því að fram færi kynning í borgarráði á niðurstöðum úr starfsánægjukönnun stærstu fyrirtækja borgarinnar. Sú tillaga var felld þann 6. september á þeim forsendum að öll fyrirtæki B-hluta yrðu með kynningar í aðdraganda fjárhagsáætlunargerðar þar sem gæfist tækifæri til að spyrja um reksturinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði óskuðu í ljósi nýliðinna atburða eftir því að umrædd kynning færi fram í borgarráði í gær en við því var ekki orðið. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, kom hins vegar á fund borgarráðs til að fara yfir stöðuna. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hvernig fyrirtæki er Orkuveita Reykjavíkur? Þeirri spurningu reyndu starfsmenn að svara fyrr á árinu. 18. september 2018 09:00 Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Fyrirkomulagi á innri endurskoðun hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var breytt fyrr á árinu í kjölfar óvæntra starfsloka Guðmundar Inga Bergþórssonar, sem starfaði sem innri endurskoðandi fyrirtækisins. Sinnir innri endurskoðun Reykjavíkurborgar nú þessu hlutverki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengdust starfslok Guðmundar Inga tillögu hans um að utanaðkomandi aðili yrði fenginn til að gera úttekt á stjórnarháttum innan fyrirtækisins. Samkvæmt ákvörðun stjórnar OR mun fara fram óháð úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækinu og tilteknum starfsmannamálum. Hefur stjórnin falið þeirri sömu innri endurskoðun borgarinnar að annast þá úttekt ásamt utanaðkomandi sérfræðingum. Í bókun byggðarráðs Borgarbyggðar, eins eigenda OR, frá 25. janúar síðastliðnum kemur fram að það sé „nauðsynlegt að innri endurskoðun OR sé skilin frá innri endurskoðun stærsta eiganda fyrirtækisins þegar til framtíðar sé litið“. Fulltrúar minnihlutans í borginni óskuðu þann 23. ágúst eftir því að fram færi kynning í borgarráði á niðurstöðum úr starfsánægjukönnun stærstu fyrirtækja borgarinnar. Sú tillaga var felld þann 6. september á þeim forsendum að öll fyrirtæki B-hluta yrðu með kynningar í aðdraganda fjárhagsáætlunargerðar þar sem gæfist tækifæri til að spyrja um reksturinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði óskuðu í ljósi nýliðinna atburða eftir því að umrædd kynning færi fram í borgarráði í gær en við því var ekki orðið. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, kom hins vegar á fund borgarráðs til að fara yfir stöðuna.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hvernig fyrirtæki er Orkuveita Reykjavíkur? Þeirri spurningu reyndu starfsmenn að svara fyrr á árinu. 18. september 2018 09:00 Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Hvernig fyrirtæki er Orkuveita Reykjavíkur? Þeirri spurningu reyndu starfsmenn að svara fyrr á árinu. 18. september 2018 09:00
Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00
Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00