Ríkið keypt sumarhús fyrir 173 milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. september 2018 06:00 Þessi ónýti bústaður við Þingvallavatn var keyptur af ríkinu árið 2014. Alls hafa tólf verið keyptir síðustu fimm árin fyrir 173 milljónir. Fréttablaðið/Pjetur Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum fimm árum keypt tólf sumarbústaði á Þingvöllum fyrir alls rúmlega 173 milljónir króna. Ríkið á forkaupsrétt þegar bústaðir í þjóðgarðinum bjóðast til sölu og hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið undanfarin ár haft heimild í fjárlögum til að kaupa bústaði þar eða jarðir í næsta nágrenni. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur framkvæmd þess verið með þeim hætti að ráðuneytinu berst beiðni að frumkvæði Þingvallanefndar þar sem óskað er eftir því að neyta forkaupsréttarins. Ávallt er óskað eftir því að ríkið gangi inn í kaupin með það að markmiði að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum og jafnframt framfylgja stefnu þjóðgarðsins um fækkun sumarhúsa og að varðveita náttúrulega upprunalega ásýnd þjóðgarðsins. „Þar sem þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá er þessi stefna m.a. í samræmi við tilmæli Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meginforsendan fyrir því að beita forkaupsréttinum af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur verið sú að fjarlægja eigi umrædd sumarhús til að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum í samræmi við fyrirliggjandi stefnu Þingvallanefndar,“ segir í svari Evu Bjarkar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Sem fyrr segir hafa tólf bústaðir verið keyptir síðastliðin fimm ár en fyrir þann tíma verður að sögn ráðuneytisins ekki séð að sumarhús í þjóðgarðinum hafi verið keypt fyrir milligöngu ráðuneytisins í þó nokkurn tíma. „Tveir bústaðir við Gjábakkaland voru seldir til brottflutnings árið 2013, fyrir tæpar 2 m.kr. Reynsla af því að selja bústaði við Þingvelli til brottflutnings hefur hins vegar ekki verið góð, einkum vegna þeirra spjalla sem orðið hafa á viðkvæmum gróðri og landslagi á svæðinu við slíkar framkvæmdir.“ Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður og formaður Þingvallanefndar, segir að haldið verði áfram með þessi uppkaup þegar tækifæri gefst. „Við höfum ekki verið að fara inn til að kaupa fólk út fyrir stórfé eða þegar um er að ræða erfðamál. Þetta eru fyrst og fremst bústaðir sem eru til sölu, orðnir gamlir og lélegir. En þessu verður haldið áfram, þetta eru um 80 bústaðir þarna en margir þeirra gríðarlega dýrir svo þetta mun gerast hægt.“ Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Þjóðgarðar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Íslenska ríkið hefur á síðastliðnum fimm árum keypt tólf sumarbústaði á Þingvöllum fyrir alls rúmlega 173 milljónir króna. Ríkið á forkaupsrétt þegar bústaðir í þjóðgarðinum bjóðast til sölu og hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið undanfarin ár haft heimild í fjárlögum til að kaupa bústaði þar eða jarðir í næsta nágrenni. Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur framkvæmd þess verið með þeim hætti að ráðuneytinu berst beiðni að frumkvæði Þingvallanefndar þar sem óskað er eftir því að neyta forkaupsréttarins. Ávallt er óskað eftir því að ríkið gangi inn í kaupin með það að markmiði að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum og jafnframt framfylgja stefnu þjóðgarðsins um fækkun sumarhúsa og að varðveita náttúrulega upprunalega ásýnd þjóðgarðsins. „Þar sem þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá er þessi stefna m.a. í samræmi við tilmæli Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meginforsendan fyrir því að beita forkaupsréttinum af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur verið sú að fjarlægja eigi umrædd sumarhús til að opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum í samræmi við fyrirliggjandi stefnu Þingvallanefndar,“ segir í svari Evu Bjarkar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, við fyrirspurn Fréttablaðsins. Sem fyrr segir hafa tólf bústaðir verið keyptir síðastliðin fimm ár en fyrir þann tíma verður að sögn ráðuneytisins ekki séð að sumarhús í þjóðgarðinum hafi verið keypt fyrir milligöngu ráðuneytisins í þó nokkurn tíma. „Tveir bústaðir við Gjábakkaland voru seldir til brottflutnings árið 2013, fyrir tæpar 2 m.kr. Reynsla af því að selja bústaði við Þingvelli til brottflutnings hefur hins vegar ekki verið góð, einkum vegna þeirra spjalla sem orðið hafa á viðkvæmum gróðri og landslagi á svæðinu við slíkar framkvæmdir.“ Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður og formaður Þingvallanefndar, segir að haldið verði áfram með þessi uppkaup þegar tækifæri gefst. „Við höfum ekki verið að fara inn til að kaupa fólk út fyrir stórfé eða þegar um er að ræða erfðamál. Þetta eru fyrst og fremst bústaðir sem eru til sölu, orðnir gamlir og lélegir. En þessu verður haldið áfram, þetta eru um 80 bústaðir þarna en margir þeirra gríðarlega dýrir svo þetta mun gerast hægt.“
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Þjóðgarðar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent