Sprengdu átta kílóa sprengju í Helguvík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. september 2018 20:45 Alþjóðlegæfing sprengjusérfræðinga var haldin í Helguvík í dag. Tilgangurinn er að æfa viðbrögð við hryðjuverkaárásum þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir. Æfing er árleg og nefnist Northen Challenge og er alþjóðleg æfing NATO sem Landhelgisgæslan stýrir. Æfingin er nú haldin í sautjánda sinn og um tvö hundruð og fimmtíu manns sem taka þátt. Æfingarnar ganga út á að takast á við mögulega hryðjuverkaógn bæði á landi og sjó. Á æfingunni í dag var búinn til samskonar búnaður og fundist hefur víðs vegar um heim þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir og aðstæður hafðar eins raunverulegar og kostur var.Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá LandhelgisgæslunniVísir/Stöð 2„Þetta er eina æfingin í heiminum innan NATO sem þar sem fókusinn er á sprengjusérfræðinginn sjálfan. Hann fær að vinna sína vinnu með sprengiefni,“ sagði Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni. Æfingin veitir sprengjusérfræðingum hvaðanæva að úr heiminum tækifæri til að samhæfa aðgerðir auk þess að miðla reynslu og þekkingu sinni til annarra liða. Æfingin stendur í tvær vikur og eru þátttakendur frá sextán þjóðum. „Ísland er valið þar sem við höfum svo mikla víðáttu og kalda veðrið og við höfum reynslu í þessum æfingum sem önnur lönd hafa ekki, þau eru gjörn á að hafa þetta stórt og mikið og gleymist oft að sprengjusérfræðingurinn sé í aðalhlutverki,“ segir Ásgeir. Á æfingunni í dag var einnig líkt eftir sprengju sem var ætlað að sökkva skipi sem átti að vera í innsiglingu inn að höfn. Peter Jegsen, yfirmaður í danska hernumVísir/Stöð 2 „Svona æfing er mjög mikilvæg. Mikilvæg til þess að æfa aðgerðir sem við þurfum stöðugt að æfa. Þessi æfing gefur okkur tækifæri til þess að æfa alla daga sem kollegar okkar geta farið yfir og fengið upplýsingar um aðferðir frá öðrum þjóðum og skiptast á upplýsingum,“ segir Peter Jegsen, yfirmaður í danska hernum. Peter segir áríðandi að viðhalda þjálfun sprengjusérfræðinga því nýjar tegundir af sprengjum vera til á hverju degi. „Nýr rafbúnaður, ný tæki, nýir möguleikar og internetið veitir mikla möguleika svo já við verðum að æfa á hverju degi til þess að koma í veg fyrir ógn,“ segir Peter. Sprengjusérfræðingur fer í sérstakan sprengjugalla á æfingunni í Helguvík í dagVísir/Stöð 2 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Alþjóðlegæfing sprengjusérfræðinga var haldin í Helguvík í dag. Tilgangurinn er að æfa viðbrögð við hryðjuverkaárásum þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir. Æfing er árleg og nefnist Northen Challenge og er alþjóðleg æfing NATO sem Landhelgisgæslan stýrir. Æfingin er nú haldin í sautjánda sinn og um tvö hundruð og fimmtíu manns sem taka þátt. Æfingarnar ganga út á að takast á við mögulega hryðjuverkaógn bæði á landi og sjó. Á æfingunni í dag var búinn til samskonar búnaður og fundist hefur víðs vegar um heim þar sem heimatilbúnum sprengjum hefur verið komið fyrir og aðstæður hafðar eins raunverulegar og kostur var.Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá LandhelgisgæslunniVísir/Stöð 2„Þetta er eina æfingin í heiminum innan NATO sem þar sem fókusinn er á sprengjusérfræðinginn sjálfan. Hann fær að vinna sína vinnu með sprengiefni,“ sagði Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni. Æfingin veitir sprengjusérfræðingum hvaðanæva að úr heiminum tækifæri til að samhæfa aðgerðir auk þess að miðla reynslu og þekkingu sinni til annarra liða. Æfingin stendur í tvær vikur og eru þátttakendur frá sextán þjóðum. „Ísland er valið þar sem við höfum svo mikla víðáttu og kalda veðrið og við höfum reynslu í þessum æfingum sem önnur lönd hafa ekki, þau eru gjörn á að hafa þetta stórt og mikið og gleymist oft að sprengjusérfræðingurinn sé í aðalhlutverki,“ segir Ásgeir. Á æfingunni í dag var einnig líkt eftir sprengju sem var ætlað að sökkva skipi sem átti að vera í innsiglingu inn að höfn. Peter Jegsen, yfirmaður í danska hernumVísir/Stöð 2 „Svona æfing er mjög mikilvæg. Mikilvæg til þess að æfa aðgerðir sem við þurfum stöðugt að æfa. Þessi æfing gefur okkur tækifæri til þess að æfa alla daga sem kollegar okkar geta farið yfir og fengið upplýsingar um aðferðir frá öðrum þjóðum og skiptast á upplýsingum,“ segir Peter Jegsen, yfirmaður í danska hernum. Peter segir áríðandi að viðhalda þjálfun sprengjusérfræðinga því nýjar tegundir af sprengjum vera til á hverju degi. „Nýr rafbúnaður, ný tæki, nýir möguleikar og internetið veitir mikla möguleika svo já við verðum að æfa á hverju degi til þess að koma í veg fyrir ógn,“ segir Peter. Sprengjusérfræðingur fer í sérstakan sprengjugalla á æfingunni í Helguvík í dagVísir/Stöð 2
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira