Aldrei meiri spenna um Íslandsmeistaratitla í rallakstri Bragi Þórðarson skrifar 21. september 2018 21:00 mynd/aðsend/sæmilegar myndir Um helgina fer fram Kemi rallið sem er fimmta og síðasta umferð Íslandsmótsins. Í fyrsta skiptið í 43 ára sögu rallaksturs hér á landi eiga átta ökumenn möguleika á titli í heildarkeppninni. Rallið fer fram á laugardaginn og verður sérleið um Kaldadal ekin fjórum sinnum, tvisvar í hvora átt. Leiðin liggur frá Þingvöllum að Húsafelli og gæti farið svo dalurinn muni standa undir nafni um helgina.Möguleiki á snjókomuÚtlit er fyrir að kalt verði á hálendi Íslands í vikunni og talsverð úrkoma. Þetta gæti þýtt að í fyrsta skiptið í fimmtán ár verði rallað í snjó í Íslandsmótinu. „Ef það mun snjóa verðum við að hægja aðeins á okkur, við eigum engin snjódekk,“ sagði Ragnar Bjarni Gröndal í viðtali í vikunni. Ragnar Bjarni leiðir Íslandsmeistaramót ökumanna í heildarkeppninni.mynd/aðsendMjög harður slagur um titla Talsvert hefur verið um afföll í keppnum sumarsins og hafa flest allir í toppslagnum aðeins klárað tvær keppnir af þeim fjórum sem búnar eru. Ofan á það hafa margir ökumenn verið að skipta um aðstoðarökumenn milli keppna, því eiga bara þrír aðstoðarökumenn möguleika á titli yfir heildina. Slagurinn um Íslandsmeistaratitil ökumanna er mun harðari, átta ökumenn eiga möguleika og aðeins 5,5 stig skilja að fyrsta og fjórða sætið. 20 stig fást fyrir fyrsta sætið í Kemi rallinu. Í flokki aflminni bíla, svokölluðum AB Varahlutaflokk er Halldóra Rut Jóhannsdóttir nú þegar búin að tryggja sér Íslandsmeistaratitil aðstoðarökumanna. Í flokki ökumanna gæti ekki verið mjórra á munum, aðeins hálft stig skilur að þá Skafta Skúlason og Óskar Leifsson. Tímaáætlun Kemi rallsins, rásröð og allar aðrar upplýsingar um rallið má finna á bikr.is. Aðrar íþróttir Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Um helgina fer fram Kemi rallið sem er fimmta og síðasta umferð Íslandsmótsins. Í fyrsta skiptið í 43 ára sögu rallaksturs hér á landi eiga átta ökumenn möguleika á titli í heildarkeppninni. Rallið fer fram á laugardaginn og verður sérleið um Kaldadal ekin fjórum sinnum, tvisvar í hvora átt. Leiðin liggur frá Þingvöllum að Húsafelli og gæti farið svo dalurinn muni standa undir nafni um helgina.Möguleiki á snjókomuÚtlit er fyrir að kalt verði á hálendi Íslands í vikunni og talsverð úrkoma. Þetta gæti þýtt að í fyrsta skiptið í fimmtán ár verði rallað í snjó í Íslandsmótinu. „Ef það mun snjóa verðum við að hægja aðeins á okkur, við eigum engin snjódekk,“ sagði Ragnar Bjarni Gröndal í viðtali í vikunni. Ragnar Bjarni leiðir Íslandsmeistaramót ökumanna í heildarkeppninni.mynd/aðsendMjög harður slagur um titla Talsvert hefur verið um afföll í keppnum sumarsins og hafa flest allir í toppslagnum aðeins klárað tvær keppnir af þeim fjórum sem búnar eru. Ofan á það hafa margir ökumenn verið að skipta um aðstoðarökumenn milli keppna, því eiga bara þrír aðstoðarökumenn möguleika á titli yfir heildina. Slagurinn um Íslandsmeistaratitil ökumanna er mun harðari, átta ökumenn eiga möguleika og aðeins 5,5 stig skilja að fyrsta og fjórða sætið. 20 stig fást fyrir fyrsta sætið í Kemi rallinu. Í flokki aflminni bíla, svokölluðum AB Varahlutaflokk er Halldóra Rut Jóhannsdóttir nú þegar búin að tryggja sér Íslandsmeistaratitil aðstoðarökumanna. Í flokki ökumanna gæti ekki verið mjórra á munum, aðeins hálft stig skilur að þá Skafta Skúlason og Óskar Leifsson. Tímaáætlun Kemi rallsins, rásröð og allar aðrar upplýsingar um rallið má finna á bikr.is.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira