Stærsta og fjölmennasta æfingin fer fram á Reykjanesbraut við gatnamótin að Keili þar sem æft verður samkvæmt viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Alls eru um fimmtíu leikarar á æfingunni sem farðaðir eru eftir áverkalýsingum til að gefa viðbragðsaðilum raunveruleg verkefni. Um 150 viðbragðsaðilar eru nú á vettvangi.
Á Akureyri verður æfð leit að týndri manneskju sem þróast eftir því sem á líður og gætu áherslur breyst varðandi leitarsvæði og kringumstæður.
Á Neskaupstað í Norðfirði fer fram sjóbjörgunaræfing þar sem eldur kemur upp í mannlausum bát og þarf að hefja leit. Björgunarskip og bátar frá Austurlandi boðuðu þátttöku í æfingunni.
Hér má fylgjast með beinni útsendingu söfnunarþáttarins.
Að neðan má sjá myndir Jóhanns K. Jóhannssonar fréttamanns frá æfingunni á Reykjanesbraut.

