IMMI-frumvörp á dagskrá eftir átta ára bið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. september 2018 07:00 Árið 2010 lagði Birgitta Jónsdóttir fram tillögu um sérstöðu Íslands á sviði tjáningarfrelsis. Tillagan var samþykkt en hefur velkst um í stjórnkerfinu síðan. Fréttablaðið/Stefán Sex frumvörp eru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem eiga uppruna sinn í svokallaðri IMMI-ályktun Alþingis frá árinu 2010. Frumvörpin eru unnin af nefnd forsætisráðherra um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Nefndin hefur meðal annars haft til skoðunar fyrirliggjandi frumvörp stýrihóps sem skipaður var í kjölfar fyrrnefndrar ályktunar Alþingis um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Ráðgert er að frumvörpin verði lögð fram í desember, nema frumvarp um bætur vegna ærumeiðinga sem sett er á dagskrá í mars en ákvæði þar að lútandi á að færa úr refsirétti í einkarétt og endurskoða með hliðsjón af dómaframkvæmd hér á landi og hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Einnig á að mæla fyrir nýjum lögum um vernd uppljóstrara sem skýra frá lögbrotum eða brotum á siðareglum sem þeir verða áskynja um í starfi; gera breytingar á þagnarskylduákvæðum opinberra starfsmanna í stjórnsýslulögum og annarri löggjöf, auka skýrleika í ákvæði hegningarlaga um hatursáróður, auk breytinga sem tryggja eiga heimildarmönnum og hýsingaraðilum aukna vernd. Fjórir ráðherrar munu mæla fyrir málunum, forsætisráðherra, dómsmálaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og nýsköpunarráðherra. Fleiri þingmál eru boðuð af ríkisstjórninni á sviði tjáningar- og upplýsingafrelsis. Má þar nefna bæði nýkynnt áform menntamálaráðherra um aukinn stuðning við einkarekna fjölmiðla og frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hvað er IMMI? Undirritaður, sem starfar sem framkvæmdastjóri IMMI, tjáði sig á dögunum um að óeðlilegt væri að ritstjóri dagblaðs hvetti undirmenn sína til að bæta nafni sínu við undirskriftarsöfnun til stuðnings forsetaframboðs viðkomandi. 20. maí 2016 13:31 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Sex frumvörp eru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem eiga uppruna sinn í svokallaðri IMMI-ályktun Alþingis frá árinu 2010. Frumvörpin eru unnin af nefnd forsætisráðherra um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Nefndin hefur meðal annars haft til skoðunar fyrirliggjandi frumvörp stýrihóps sem skipaður var í kjölfar fyrrnefndrar ályktunar Alþingis um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Ráðgert er að frumvörpin verði lögð fram í desember, nema frumvarp um bætur vegna ærumeiðinga sem sett er á dagskrá í mars en ákvæði þar að lútandi á að færa úr refsirétti í einkarétt og endurskoða með hliðsjón af dómaframkvæmd hér á landi og hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Einnig á að mæla fyrir nýjum lögum um vernd uppljóstrara sem skýra frá lögbrotum eða brotum á siðareglum sem þeir verða áskynja um í starfi; gera breytingar á þagnarskylduákvæðum opinberra starfsmanna í stjórnsýslulögum og annarri löggjöf, auka skýrleika í ákvæði hegningarlaga um hatursáróður, auk breytinga sem tryggja eiga heimildarmönnum og hýsingaraðilum aukna vernd. Fjórir ráðherrar munu mæla fyrir málunum, forsætisráðherra, dómsmálaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og nýsköpunarráðherra. Fleiri þingmál eru boðuð af ríkisstjórninni á sviði tjáningar- og upplýsingafrelsis. Má þar nefna bæði nýkynnt áform menntamálaráðherra um aukinn stuðning við einkarekna fjölmiðla og frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hvað er IMMI? Undirritaður, sem starfar sem framkvæmdastjóri IMMI, tjáði sig á dögunum um að óeðlilegt væri að ritstjóri dagblaðs hvetti undirmenn sína til að bæta nafni sínu við undirskriftarsöfnun til stuðnings forsetaframboðs viðkomandi. 20. maí 2016 13:31 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Hvað er IMMI? Undirritaður, sem starfar sem framkvæmdastjóri IMMI, tjáði sig á dögunum um að óeðlilegt væri að ritstjóri dagblaðs hvetti undirmenn sína til að bæta nafni sínu við undirskriftarsöfnun til stuðnings forsetaframboðs viðkomandi. 20. maí 2016 13:31