Seinni bylgjan úrskurðaði ÍBV vörnina látna: Minningarsjóður til að styrkja grunnþætti varnarvinnu 25. september 2018 10:30 Jóhann Gunnar fór með ræðu fyrir myndavélarnar S2 Sport ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. Varnarleikur ÍBV í tapi liðsins fyrir ÍR um helgina var svo slæmur að sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport hafa úrskurðað hana látna. „Hin fræga ÍBV vörn verður jarðsungin frá Vestmanneyjakirkju næsta föstudag. Vörnin lést í Austurberginu 22. september, sex ára að aldri.“ Svo hóf Jóhann Gunnar Einarsson tölu sína, sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en sem dánartilkynningu. „Hún var búin að berjast fyrir lífi sínu síðan deildin hófst 9. september. ÍBV vörnin átti glæstan feril að baki en hún vakti athygli þegar hún sást fyrst í efstu deild 2013.“ „ÍBV vörnin lætur eftir sig 14 leikmenn, tvo þjálfara og heilt bæjarfélag. Stofnaður hefur verið minningarsjóður í nafni varnarinnar en tilgangur hans er að nota peninginn til að styrkja grunnþætti varnarvinnu og auka baráttu hjá leikmönnum. Blóm og kransar afþakkaðir. Blessuð sé minning hennar.“ Eftir að Jóhann Gunnar flutti þessa þungu tölu léttist nú aðeins yfir stúdíóinu og þeir sérfræðingarnir slógu á léttari strengi, enda um grín að ræða. Það var þó ekkert grín að varnarleikurinn hafi ekki verið góður hjá ÍBV og var Jóhann Gunnar ekki í efa afhverju það sé. ÍBV er einfaldlega ekki með mennina í þann varnarleik sem þeir hafa verið þekktir fyrir. Logi Geirsson var þó ekki alveg eins dramatískur og kollegi hans, hann sagðist sjá hvað þjálfarateymi ÍBV væri að reyna að gera. „Fram að áramótum, þá vita þeir að markmannsmálin eru tæp. Þeir eru að prófa leikmenn, Kári er kominn fyrir aftan. Þeir hafa unnið saman áður, þeir gerðu HK að Íslandsmeisturum 2012. Þeir eru að prófa sig áfram fram að áramótum, það er mín kenning,“ sagði Logi. Umræðuna og það sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en dánartilkynningu Jóhanns má sjá í spilaranum hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
ÍBV hefur undanfarin ár sínt mjög góðan varnarleik og ekki að ástæðulausu að liðið er Íslands,- bikar- og deildarmeistari í handbolta. Varnarleikur ÍBV hefur hins vegar ekki verið góður það sem af er nýju tímabili. Varnarleikur ÍBV í tapi liðsins fyrir ÍR um helgina var svo slæmur að sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport hafa úrskurðað hana látna. „Hin fræga ÍBV vörn verður jarðsungin frá Vestmanneyjakirkju næsta föstudag. Vörnin lést í Austurberginu 22. september, sex ára að aldri.“ Svo hóf Jóhann Gunnar Einarsson tölu sína, sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en sem dánartilkynningu. „Hún var búin að berjast fyrir lífi sínu síðan deildin hófst 9. september. ÍBV vörnin átti glæstan feril að baki en hún vakti athygli þegar hún sást fyrst í efstu deild 2013.“ „ÍBV vörnin lætur eftir sig 14 leikmenn, tvo þjálfara og heilt bæjarfélag. Stofnaður hefur verið minningarsjóður í nafni varnarinnar en tilgangur hans er að nota peninginn til að styrkja grunnþætti varnarvinnu og auka baráttu hjá leikmönnum. Blóm og kransar afþakkaðir. Blessuð sé minning hennar.“ Eftir að Jóhann Gunnar flutti þessa þungu tölu léttist nú aðeins yfir stúdíóinu og þeir sérfræðingarnir slógu á léttari strengi, enda um grín að ræða. Það var þó ekkert grín að varnarleikurinn hafi ekki verið góður hjá ÍBV og var Jóhann Gunnar ekki í efa afhverju það sé. ÍBV er einfaldlega ekki með mennina í þann varnarleik sem þeir hafa verið þekktir fyrir. Logi Geirsson var þó ekki alveg eins dramatískur og kollegi hans, hann sagðist sjá hvað þjálfarateymi ÍBV væri að reyna að gera. „Fram að áramótum, þá vita þeir að markmannsmálin eru tæp. Þeir eru að prófa leikmenn, Kári er kominn fyrir aftan. Þeir hafa unnið saman áður, þeir gerðu HK að Íslandsmeisturum 2012. Þeir eru að prófa sig áfram fram að áramótum, það er mín kenning,“ sagði Logi. Umræðuna og það sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en dánartilkynningu Jóhanns má sjá í spilaranum hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira