Heimilislaus í London tíu ára gamall en kominn í NFL-deildina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. september 2018 22:45 Obada kátur inn í klefa með boltann eftir leik. panthers Saga breska NFL-leikmannsins Efe Obada er engri lík en hann spilaði sinn fyrsta leik í deildinni um síðustu helgi og sló í gegn. Hinn 26 ára gamli Obada er fæddur í Nígeríu en flutti ungur að árum til Hollands. Er hann var tíu ára gamall var hann sendur ásamt systur sinni til London. Þar voru þau heimilislaus á götunni. Vinur foreldra þeirra tók þau til sín í skamman tíma en þar sem viðkomandi átti þegar fyrir fimm börn gat hún ekki verið með þau lengi. Þá voru systkinin send til félagsþjónustunnar og þau flökkuðu milli fósturheimila næstu árin. Obada byrjaði að reyna fyrir sér í amerískum fótbolta og fyrir fjórum árum síðan komst hann í liðið hjá London Warriors. Þar vakti hann fljótt athygli og Dallas Cowboys fór að spyrjast fyrir um hann og hann æfði með liðinu í London. Hann fékk svo æfingasamning og fór með liðinu til Bandaríkjanna. Obada náði ekki heilla nægilega mikið og var sleppt. Þá var komið að Kansas City Chiefs sem fékk hann til æfinga árið 2016. Hann stoppaði stutt þar og fór nokkrum mánuðum síðar til Atlanta. Hann náði ekki í 53 manna hóp hjá hvorugu félaginu. Hann komst síðan í hóp hjá Carolina Panthers á síðasta ári en spilaði ekki fyrr en um síðustu helgi og sá nýtti tækifærið.You're not taking this play from Efe‼️ pic.twitter.com/8LN4DqdgEd — Carolina Panthers (@Panthers) September 23, 2018 Obada stal bolta í þriðja leikhluta og átti mikilvæga leikstjórnandafellu í lokaleikhlutanum. Sú fella stöðvaði áhlaup Bengals og sá til þess að Carolina klárðai leikinn. „Er þeir kölluðu á mig þá vissi ég að þetta tækifæri yrði ég að nýta í botn,“ sagði himinlifandi Obada en honum var hrósað í hástert af liðsfélögum eftir leikinn og fór heim með boltann úr leiknum. Verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu hjá honum.TELL US HOW YOU FEEL @EfeObadaUK pic.twitter.com/0HHtsJNP9I — Carolina Panthers (@Panthers) September 23, 2018 NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
Saga breska NFL-leikmannsins Efe Obada er engri lík en hann spilaði sinn fyrsta leik í deildinni um síðustu helgi og sló í gegn. Hinn 26 ára gamli Obada er fæddur í Nígeríu en flutti ungur að árum til Hollands. Er hann var tíu ára gamall var hann sendur ásamt systur sinni til London. Þar voru þau heimilislaus á götunni. Vinur foreldra þeirra tók þau til sín í skamman tíma en þar sem viðkomandi átti þegar fyrir fimm börn gat hún ekki verið með þau lengi. Þá voru systkinin send til félagsþjónustunnar og þau flökkuðu milli fósturheimila næstu árin. Obada byrjaði að reyna fyrir sér í amerískum fótbolta og fyrir fjórum árum síðan komst hann í liðið hjá London Warriors. Þar vakti hann fljótt athygli og Dallas Cowboys fór að spyrjast fyrir um hann og hann æfði með liðinu í London. Hann fékk svo æfingasamning og fór með liðinu til Bandaríkjanna. Obada náði ekki heilla nægilega mikið og var sleppt. Þá var komið að Kansas City Chiefs sem fékk hann til æfinga árið 2016. Hann stoppaði stutt þar og fór nokkrum mánuðum síðar til Atlanta. Hann náði ekki í 53 manna hóp hjá hvorugu félaginu. Hann komst síðan í hóp hjá Carolina Panthers á síðasta ári en spilaði ekki fyrr en um síðustu helgi og sá nýtti tækifærið.You're not taking this play from Efe‼️ pic.twitter.com/8LN4DqdgEd — Carolina Panthers (@Panthers) September 23, 2018 Obada stal bolta í þriðja leikhluta og átti mikilvæga leikstjórnandafellu í lokaleikhlutanum. Sú fella stöðvaði áhlaup Bengals og sá til þess að Carolina klárðai leikinn. „Er þeir kölluðu á mig þá vissi ég að þetta tækifæri yrði ég að nýta í botn,“ sagði himinlifandi Obada en honum var hrósað í hástert af liðsfélögum eftir leikinn og fór heim með boltann úr leiknum. Verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu hjá honum.TELL US HOW YOU FEEL @EfeObadaUK pic.twitter.com/0HHtsJNP9I — Carolina Panthers (@Panthers) September 23, 2018
NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira