Wolfsburg ekki enn fengið á sig mark Hjörvar Ólafsson skrifar 26. september 2018 09:30 Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Wolfsburg, einbeitt í fyrri leiknum gegn Þór/KA á Akureyri. Liðin mætast að nýju í Wolfsburg í dag frétablaðið/auðunn Þór/KA sækir Wolfsburg heim í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna síðdegis í dag, en leikið verður á AOK Stadion, heimavelli þýska liðsins. Norðankonur fara með ágætis veganesti í leikinn, en fyrri leik liðanna, sem leikinn var á Þórsvellinum fyrir tveimur vikur, lyktaði með 1-0 sigri Wolfsburg. Þar var það danski landsliðsframherjinn Pernille Harder sem skoraði sigurmark Wolfsburg. Það var hins vegar ekki gott veganesti fyrir Þór/KA að mexíkósku landsliðskonurnar Ariana Calderon, Bianca Sierra og Sandra Stephany Mayor geta ekki ferðast með liðinu og spilað þennan leik vegna verkefna sinna með landsliði Mexíkó. Leikmannahópur Þórs/KA er fámennur en góðmennur, en eingöngu 14 leikmenn munu skipa hópinn í leiknum í dag. Það er hins vegar feikinóg þar sem 11 leikmenn hefja leik og aðeins er heimilt að skipta þremur leikmönnum inn á í leiknum. Það má hins vegar lítið sem ekkert út af bregða í undirbúningi liðsins fram að leik. „Undirbúningur hefur bara gengið vel og þær fjórtán sem eru til staðar eru allar leikfærar. Við værum vissulega í vondum málum ef við yrðum fyrir skakkaföllum. Það hefur hins vegar ekki gerst þannig að við mætum til þessa leiks af fullum krafti. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta verður mjög erfitt, en við erum fyrst og fremst mjög spenntar fyrir því að mæta einu sterkasta liði heims. Þetta verður mjög lærdómsríkt fyrir leikmannahópinn og það væri geggjað að ná að slá þær út,“ segir Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, í samtali við Fréttablaðið umkomandi verkefni. „Við höfum aðallega verið að fara yfir varnarfærslurnar hérna úti og ætlum að hafa það alveg á hreinu. Það má búast við því að þær verði mun meira með boltann eins og í leiknum á Akureyri, en við náðum að komast í fín færi þar eftir skyndisóknir og stefnan er að gera slíkt hið sama í þessum leik. Við förum inn í þennan leik eins og alla aðra með það að markmiði að vinna,“segir hún enn fremur um stöðu mála hjá liðinu og nálgun liðsins að þeirri miklu áskorun sem það tekst á við. Wolfsburg sem fór alla leið í úrslit keppninnar á síðustu leiktíð, þar sem liðið laut í lægra haldi fyrir Lyon, kemur að öllum líkindum fullt sjálfstrausts inn í þennan leik. Þýska liðið vann 5-0 stórsigur á Essen í síðasta leik sínum, en það var annar deildarleikur liðsins á yfirstandandi leiktíð og spilaði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, allan tíman í þeim leik. Wolfsburg hefur haft betur í fyrstu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum á þessari leiktíð, en liðið hefur aukinheldur ekki fengið á sig mark í þessum leikjum og skorað 20 mörk á andstæðinga sína. Það er því ljóst að verkefni Þórs/KA er ærið og það verður erfitt að snúa taflinu við. Lið hafa hins vegar margoft sýnt fram á það að Davíð geti lagt Golíat að velli í fótboltanum. En ef allt er eðlilegt mun Sara Björk vera með farseðil í 16 liða úrslitin í farteskinu um sexleytið að íslenskum tíma. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Þór/KA sækir Wolfsburg heim í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna síðdegis í dag, en leikið verður á AOK Stadion, heimavelli þýska liðsins. Norðankonur fara með ágætis veganesti í leikinn, en fyrri leik liðanna, sem leikinn var á Þórsvellinum fyrir tveimur vikur, lyktaði með 1-0 sigri Wolfsburg. Þar var það danski landsliðsframherjinn Pernille Harder sem skoraði sigurmark Wolfsburg. Það var hins vegar ekki gott veganesti fyrir Þór/KA að mexíkósku landsliðskonurnar Ariana Calderon, Bianca Sierra og Sandra Stephany Mayor geta ekki ferðast með liðinu og spilað þennan leik vegna verkefna sinna með landsliði Mexíkó. Leikmannahópur Þórs/KA er fámennur en góðmennur, en eingöngu 14 leikmenn munu skipa hópinn í leiknum í dag. Það er hins vegar feikinóg þar sem 11 leikmenn hefja leik og aðeins er heimilt að skipta þremur leikmönnum inn á í leiknum. Það má hins vegar lítið sem ekkert út af bregða í undirbúningi liðsins fram að leik. „Undirbúningur hefur bara gengið vel og þær fjórtán sem eru til staðar eru allar leikfærar. Við værum vissulega í vondum málum ef við yrðum fyrir skakkaföllum. Það hefur hins vegar ekki gerst þannig að við mætum til þessa leiks af fullum krafti. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta verður mjög erfitt, en við erum fyrst og fremst mjög spenntar fyrir því að mæta einu sterkasta liði heims. Þetta verður mjög lærdómsríkt fyrir leikmannahópinn og það væri geggjað að ná að slá þær út,“ segir Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, í samtali við Fréttablaðið umkomandi verkefni. „Við höfum aðallega verið að fara yfir varnarfærslurnar hérna úti og ætlum að hafa það alveg á hreinu. Það má búast við því að þær verði mun meira með boltann eins og í leiknum á Akureyri, en við náðum að komast í fín færi þar eftir skyndisóknir og stefnan er að gera slíkt hið sama í þessum leik. Við förum inn í þennan leik eins og alla aðra með það að markmiði að vinna,“segir hún enn fremur um stöðu mála hjá liðinu og nálgun liðsins að þeirri miklu áskorun sem það tekst á við. Wolfsburg sem fór alla leið í úrslit keppninnar á síðustu leiktíð, þar sem liðið laut í lægra haldi fyrir Lyon, kemur að öllum líkindum fullt sjálfstrausts inn í þennan leik. Þýska liðið vann 5-0 stórsigur á Essen í síðasta leik sínum, en það var annar deildarleikur liðsins á yfirstandandi leiktíð og spilaði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, allan tíman í þeim leik. Wolfsburg hefur haft betur í fyrstu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum á þessari leiktíð, en liðið hefur aukinheldur ekki fengið á sig mark í þessum leikjum og skorað 20 mörk á andstæðinga sína. Það er því ljóst að verkefni Þórs/KA er ærið og það verður erfitt að snúa taflinu við. Lið hafa hins vegar margoft sýnt fram á það að Davíð geti lagt Golíat að velli í fótboltanum. En ef allt er eðlilegt mun Sara Björk vera með farseðil í 16 liða úrslitin í farteskinu um sexleytið að íslenskum tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira