Velta Kortaþjónustunnar tvöfaldaðist Kristinn Ingi Jónsson skrifar 26. september 2018 06:00 Kortaþjónustan varð fyrir höggi vegna greiðslustöðvunar Monarch. Fréttablaðið/Stefán Rekstrartekjur Kortaþjónustunnar námu ríflega 4,5 milljörðum króna á síðasta ári og nær tvöfölduðust frá fyrra ári þegar þær voru tæpir 2,3 milljarðar króna, að því er fram kemur í ársreikningi færsluhirðingarfyrirtækisins fyrir síðasta ár. Kortaþjónustan tapaði 1,6 milljörðum króna í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um, en félagið stóð frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch síðasta haust. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch.Jóhannes Ingi ?Kolbeinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri KortaþjónustunnarFram kemur í ársreikningnum að í kjölfar greiðslustöðvunar flugfélagsins hafi óvissa ríkt um uppgjör á milli Kortaþjónustunnar og kortasamsteypanna Mastercard og VISA en óvissan felst meðal annars í uppgjöri eigna sem standa á móti skuldum vegna færsluhirðingar Monarch. Er heildarfjárhæð óvissra eigna talin nema um 300 milljónum króna en í ársreikningnum er tekið fram að stjórnendur Kortaþjónustunnar hafi unnið náið með kortasamsteypunum til þess að leysa málið. Hafa stjórnendurnir gert „ráðstafanir til tryggingar þeirri óvissu sem kann að tengjast þessum uppgjörum“, eins og það er orðað, en gert er ráð fyrir að endanlegt uppgjör Kortaþjónustunnar vegna greiðslustöðvunar Monarch liggi fyrir í byrjun næsta árs. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eins og Markaðurinn greindi frá í vor gaf færsluhirðingarfyrirtækið út áskriftarréttindi til félaga í eigu annars vegar Gunnars M. Gunnarssonar, fyrrverandi forstöðumanns hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, og hins vegar hjónanna Jóhannesar Inga Kolbeinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, og Andreu Kristínar Jónsdóttur að allt að fjórðungshlut í félaginu. Er félögunum tveimur fyrst heimilt að nýta réttindin þann 1. nóvember árið 2020, að því er fram kemur í ársreikningnum, en réttindin gilda til sjö ára frá útgáfu þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00 Gísli Heimisson til Kortaþjónustunnar Gísli Heimisson hefur verið ráðinn forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en hann hafði verið framkvæmdastjóri MainManager frá júní 2017. 7. febrúar 2018 09:45 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Rekstrartekjur Kortaþjónustunnar námu ríflega 4,5 milljörðum króna á síðasta ári og nær tvöfölduðust frá fyrra ári þegar þær voru tæpir 2,3 milljarðar króna, að því er fram kemur í ársreikningi færsluhirðingarfyrirtækisins fyrir síðasta ár. Kortaþjónustan tapaði 1,6 milljörðum króna í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um, en félagið stóð frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch síðasta haust. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch.Jóhannes Ingi ?Kolbeinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri KortaþjónustunnarFram kemur í ársreikningnum að í kjölfar greiðslustöðvunar flugfélagsins hafi óvissa ríkt um uppgjör á milli Kortaþjónustunnar og kortasamsteypanna Mastercard og VISA en óvissan felst meðal annars í uppgjöri eigna sem standa á móti skuldum vegna færsluhirðingar Monarch. Er heildarfjárhæð óvissra eigna talin nema um 300 milljónum króna en í ársreikningnum er tekið fram að stjórnendur Kortaþjónustunnar hafi unnið náið með kortasamsteypunum til þess að leysa málið. Hafa stjórnendurnir gert „ráðstafanir til tryggingar þeirri óvissu sem kann að tengjast þessum uppgjörum“, eins og það er orðað, en gert er ráð fyrir að endanlegt uppgjör Kortaþjónustunnar vegna greiðslustöðvunar Monarch liggi fyrir í byrjun næsta árs. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eins og Markaðurinn greindi frá í vor gaf færsluhirðingarfyrirtækið út áskriftarréttindi til félaga í eigu annars vegar Gunnars M. Gunnarssonar, fyrrverandi forstöðumanns hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, og hins vegar hjónanna Jóhannesar Inga Kolbeinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, og Andreu Kristínar Jónsdóttur að allt að fjórðungshlut í félaginu. Er félögunum tveimur fyrst heimilt að nýta réttindin þann 1. nóvember árið 2020, að því er fram kemur í ársreikningnum, en réttindin gilda til sjö ára frá útgáfu þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00 Gísli Heimisson til Kortaþjónustunnar Gísli Heimisson hefur verið ráðinn forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en hann hafði verið framkvæmdastjóri MainManager frá júní 2017. 7. febrúar 2018 09:45 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00
Gísli Heimisson til Kortaþjónustunnar Gísli Heimisson hefur verið ráðinn forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en hann hafði verið framkvæmdastjóri MainManager frá júní 2017. 7. febrúar 2018 09:45
Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19
Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8. nóvember 2017 06:30
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent