ÍV missir 15 milljarða úr stýringu til Kviku Hörður Ægisson skrifar 26. september 2018 08:00 Kvika og rekstrarfélög bankans verða með yfir 400 milljarða í stýringu eftir kaupin á GAMMA. Fréttablaðið/GVA Lífeyrissjóður verkfræðinga (Lífsverk) hefur fært eignir að andvirði í kringum 15 milljarða króna, sem hafa verið í virkri stýringu hjá Íslenskum verðbréfum (ÍV), yfir til eignastýringar Kviku banka. Gengið var frá samkomulagi þess efnis undir lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka, sagðist í samtali við Markaðinn ekki geta tjáð sig um málið. Lífsverk, en hrein eign lífeyrissjóðsins nam samtals rúmlega 80 milljörðum króna í árslok 2017, er á meðal hluthafa í báðum fjármálafyrirtækjunum og fer sjóðurinn með um 3,2 prósenta hlut í Íslenskum verðbréfum. Þá er Lífsverk sjöundi stærsti einstaki eigandi Kviku banka með tæplega þriggja prósenta eignarhlut en sjóðurinn kom fyrst inn í hluthafahóp fjárfestingarbankans fyrir liðlega ári. Eignir í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum voru um 117 milljarðar í árslok 2017, að því er fram kemur í síðasta birta ársreikningi félagsins. Þær eignir sem Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur nú flutt yfir í eignastýringu til Kviku banka voru því talsverður hluti af heildareignum sem ÍV er með í stýringu. Þá hefur Lífsverk einnig verið með nokkra milljarða í sjóðum í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.Heildartekjur Íslenskra verðbréfa námu rúmlega 700 milljónum í fyrra og drógust lítillega saman á milli ára. Þá var tæplega 36 milljóna króna tap á rekstrinum borið saman við hagnað upp á 116 milljónir á árinu 2016. Stærstu hluthafar ÍV, hver um sig með 9,99 prósenta hlut, eru Stapi lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar, Kaldbakur, sem er í eigu Samherja, KEA, og eignarhaldsfélagið Maritimus Investors, sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar fjárfestis. Félagið hefur á síðustu mánuðum, samkvæmt heimildum Markaðarins, átt í óformlegum samskiptum við hluthafa og stjórnendur ýmissa verðbréfa- og sjóðastýringarfyrirtækja í því skyni að kanna áhuga á mögulegri sameiningu. Þær viðræður hafa hins vegar enn engu skilað.Með 400 milljarða í stýringu Heildareignir í stýringu hjá Kviku hafa aukist mjög á síðustu misserum í kjölfar kaupa bankans á Virðingu og Öldu sjóðum og voru um mitt þetta ár um 270 milljarðar. Gangi fyrirhuguð kaup fjárfestingarbankans á GAMMA eftir, sem tilkynnt var um í júní síðastliðnum, verða eignir í stýringu Kviku og rekstrarfélaga í eigu bankans samtals yfir 400 milljarðar króna. Getur kaupverðið numið allt að 3,75 milljörðum miðað við fjárhagsstöðu GAMMA í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem á eftir að tekjufæra. Hagnaður Kviku banka á fyrri árshelmingi nam 1.056 milljónum króna fyrir skatta og var arðsemi eiginfjár um 18,5 prósent á ársgrundvelli. Stærstu hluthafar bankans eru VÍS, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sigurður Bollason fjárfestir og hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Lífeyrissjóður verkfræðinga (Lífsverk) hefur fært eignir að andvirði í kringum 15 milljarða króna, sem hafa verið í virkri stýringu hjá Íslenskum verðbréfum (ÍV), yfir til eignastýringar Kviku banka. Gengið var frá samkomulagi þess efnis undir lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka, sagðist í samtali við Markaðinn ekki geta tjáð sig um málið. Lífsverk, en hrein eign lífeyrissjóðsins nam samtals rúmlega 80 milljörðum króna í árslok 2017, er á meðal hluthafa í báðum fjármálafyrirtækjunum og fer sjóðurinn með um 3,2 prósenta hlut í Íslenskum verðbréfum. Þá er Lífsverk sjöundi stærsti einstaki eigandi Kviku banka með tæplega þriggja prósenta eignarhlut en sjóðurinn kom fyrst inn í hluthafahóp fjárfestingarbankans fyrir liðlega ári. Eignir í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum voru um 117 milljarðar í árslok 2017, að því er fram kemur í síðasta birta ársreikningi félagsins. Þær eignir sem Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur nú flutt yfir í eignastýringu til Kviku banka voru því talsverður hluti af heildareignum sem ÍV er með í stýringu. Þá hefur Lífsverk einnig verið með nokkra milljarða í sjóðum í stýringu hjá Íslenskum verðbréfum.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.Heildartekjur Íslenskra verðbréfa námu rúmlega 700 milljónum í fyrra og drógust lítillega saman á milli ára. Þá var tæplega 36 milljóna króna tap á rekstrinum borið saman við hagnað upp á 116 milljónir á árinu 2016. Stærstu hluthafar ÍV, hver um sig með 9,99 prósenta hlut, eru Stapi lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar, Kaldbakur, sem er í eigu Samherja, KEA, og eignarhaldsfélagið Maritimus Investors, sem er í eigu Sigurðar Arngrímssonar fjárfestis. Félagið hefur á síðustu mánuðum, samkvæmt heimildum Markaðarins, átt í óformlegum samskiptum við hluthafa og stjórnendur ýmissa verðbréfa- og sjóðastýringarfyrirtækja í því skyni að kanna áhuga á mögulegri sameiningu. Þær viðræður hafa hins vegar enn engu skilað.Með 400 milljarða í stýringu Heildareignir í stýringu hjá Kviku hafa aukist mjög á síðustu misserum í kjölfar kaupa bankans á Virðingu og Öldu sjóðum og voru um mitt þetta ár um 270 milljarðar. Gangi fyrirhuguð kaup fjárfestingarbankans á GAMMA eftir, sem tilkynnt var um í júní síðastliðnum, verða eignir í stýringu Kviku og rekstrarfélaga í eigu bankans samtals yfir 400 milljarðar króna. Getur kaupverðið numið allt að 3,75 milljörðum miðað við fjárhagsstöðu GAMMA í árslok 2017 og stöðu árangurstengdra þóknana sem á eftir að tekjufæra. Hagnaður Kviku banka á fyrri árshelmingi nam 1.056 milljónum króna fyrir skatta og var arðsemi eiginfjár um 18,5 prósent á ársgrundvelli. Stærstu hluthafar bankans eru VÍS, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sigurður Bollason fjárfestir og hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent