Elding kubbaði niður sex rafmagnsstaura Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2018 20:30 „Þetta var eins og eldhnöttur“, segir Oddleifur Þorsteinsson bóndi á bænum Haukholtum í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum, sem varð vitni af því þegar eldingu laust niður í rafmagnsstaura með þeim afleiðingum að sex þeirra brotnuðu og rafmagn fór af nokkrum bæjum. Eldingin varð rétt fyrir klukkan þrjú í gær með miklum látum og blossum. Rafmagn fór af nokkrum bæjum og enn var rafmagnslaust á einum bæ í dag í sveitinni skammt frá Flúðum. Einn af bændunum í Haukholtum stóð úti á hlaði og sá eldinguna. „Þetta var eins og eldhnöttur, vikilega stórt bolti, ég hef aldrei séð svona áður, ekki nokkurn tímann“, segir Oddleifur. „Svona skeður í mínu minni á tuttugu ára fresti. Þetta skeði fyrir fjörutíu árum þegar ég var að byrja hjá Rarik og þetta skeði fyrir tuttugu árum og svo er þetta núna, en ég næ því kannski ekki næst“, segir Björn Heiðrekur Eiríksson starfsmaður Rarik á Suðurlandi og bætir því við að atburður sem þessi sé frekar óvenjulegur.Starfsmenn Rarik unnu að viðgerðum í dag og skiptu út þeim sex staurum fyrir nýja sem skemmdist í eldingunni.Vísir/Magnús Hlynur„Eldingin leitar sér beinustu leið til jarðar og hérna hefur verið styst til jarðar hjá eldingunni,“ bætir Björn við. Steinunn Lilja Heiðarsdóttir, bóndi í Haukholtum var heima í bæ þegar rafmagnið fór af vegna eldingarinnar.„Ég hélt fyrst að einhver hefði hleypt af byssu á hlaðinu en svo kom hljóðið aðeins fyrr og í kjölfarið blossarnir. Svo fór að neista út úr innstungum og ljósaperur voru eins og þær væru að springa, það blossaði í þeim. Þetta var dálítið súralaískt, maður hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast“.Steinunn Lilja segir að eftir atburði gærdagsins verði að leggja alla áherslu á að koma rafmagninu í jörð og þá helst þriggja fasa rafmagni. Hrunamannahreppur Veður Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga Sjá meira
„Þetta var eins og eldhnöttur“, segir Oddleifur Þorsteinsson bóndi á bænum Haukholtum í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum, sem varð vitni af því þegar eldingu laust niður í rafmagnsstaura með þeim afleiðingum að sex þeirra brotnuðu og rafmagn fór af nokkrum bæjum. Eldingin varð rétt fyrir klukkan þrjú í gær með miklum látum og blossum. Rafmagn fór af nokkrum bæjum og enn var rafmagnslaust á einum bæ í dag í sveitinni skammt frá Flúðum. Einn af bændunum í Haukholtum stóð úti á hlaði og sá eldinguna. „Þetta var eins og eldhnöttur, vikilega stórt bolti, ég hef aldrei séð svona áður, ekki nokkurn tímann“, segir Oddleifur. „Svona skeður í mínu minni á tuttugu ára fresti. Þetta skeði fyrir fjörutíu árum þegar ég var að byrja hjá Rarik og þetta skeði fyrir tuttugu árum og svo er þetta núna, en ég næ því kannski ekki næst“, segir Björn Heiðrekur Eiríksson starfsmaður Rarik á Suðurlandi og bætir því við að atburður sem þessi sé frekar óvenjulegur.Starfsmenn Rarik unnu að viðgerðum í dag og skiptu út þeim sex staurum fyrir nýja sem skemmdist í eldingunni.Vísir/Magnús Hlynur„Eldingin leitar sér beinustu leið til jarðar og hérna hefur verið styst til jarðar hjá eldingunni,“ bætir Björn við. Steinunn Lilja Heiðarsdóttir, bóndi í Haukholtum var heima í bæ þegar rafmagnið fór af vegna eldingarinnar.„Ég hélt fyrst að einhver hefði hleypt af byssu á hlaðinu en svo kom hljóðið aðeins fyrr og í kjölfarið blossarnir. Svo fór að neista út úr innstungum og ljósaperur voru eins og þær væru að springa, það blossaði í þeim. Þetta var dálítið súralaískt, maður hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast“.Steinunn Lilja segir að eftir atburði gærdagsins verði að leggja alla áherslu á að koma rafmagninu í jörð og þá helst þriggja fasa rafmagni.
Hrunamannahreppur Veður Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga Sjá meira