John Oliver fékk íslenska leikara í harðort innslag um skuggahliðar Facebook Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2018 18:30 John Oliver sparaði ekki stóru orðin í innslaginu. Vísir/ Íslensku leikararnir Baltasar Breki Samper og Elísabet Skagfjörð komu við sögu í nýjasta þætti háðfuglsins John Oliver, Last Week Tonight, sem sýndur var á Stöð 2 í gær. Meginefni þáttarins að þessu sinni var Facebook og skuggahliðar samfélagsmiðilsins vinsæla.Í innslaginu, sem sjá má hér að neðan í heild sinni, fer John Oliver afar hörðum orðum um Facebook á sinn einstaka hátt og líkti hann samfélagsmiðlinum við klósett.„Ég viðurkenni það reyndar að það að kalla Facebook klósett er ósanngjarnt fyrir klósettið. Facebook geymir úrganginn, deilir honum með vinum þínum og minnir þig á hann sjö árum seinna, á sama tíma og fyrirtækjum er leyft að stafla eigin úrgang fyrir framan þig,“ sagði Oliver sem virðist ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af Facebook.Meginefni innslagsins fjallaði um hvernig Facebook hefur verið nýtt í Mjanmar og víða til þess að dreifa röngum upplýsingum til þess að ýta undir ofbeldi, líkt og New York Times fjallaði skilmerkilega um fyrr á árinu.Elísabet og Baltasar Breki í hlutverkum sínum.Vísir/SkjáskotEn hvernig tengist þetta allt saman Íslandi? Jú, í lok innslagsins sýndi Oliver auglýsingu sem hann og aðstandendur þáttarins útbjuggu fyrir Facebook þar sem fyrirtækið er, að þeirra mati, sýnt í réttu ljósi. Farið var út um allan heim til þess að framleiða auglýsinguna og auðvitað vildu framleiðendurnir fá íslenska leikara til liðs sig við. Framleiðslufyrirtækið Snark var HBO innan handar við gerð íslenska hluta auglýsingarinnar og Eilífur Örn Þrastarson leikstýrði. Líkt og fyrr segir voru Baltasar Breki og Elísabet fengin til þess að leika og í auglýsingunni leika þau einstaklinga sem ýmist þykjast vera eitthað annað en þau eru á Facebook, eða þora ekki að segja hvað þeim í raun og veru finnst. „Getur einhver vinsamlegast útskýrt fyrir mér af hverju það sem Charlie Rose gerði var svo rangt?“ segir Elísabet í auglýsingunni en árið 2017 var sjónvarpsmaðurinn Rose sakaður um kynferðislegt áreiti í garð átta kvenna sem störfuðu fyrir eða vildu starfa fyrir Rose. Sem fyrr segir má sjá innslagið í heild sinni hér fyrir neðan en auglýsingin sem Baltasar Breki og Elísabet leika í hefst þegar 17 mínútur eru liðnar af innslaginu. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Íslensku leikararnir Baltasar Breki Samper og Elísabet Skagfjörð komu við sögu í nýjasta þætti háðfuglsins John Oliver, Last Week Tonight, sem sýndur var á Stöð 2 í gær. Meginefni þáttarins að þessu sinni var Facebook og skuggahliðar samfélagsmiðilsins vinsæla.Í innslaginu, sem sjá má hér að neðan í heild sinni, fer John Oliver afar hörðum orðum um Facebook á sinn einstaka hátt og líkti hann samfélagsmiðlinum við klósett.„Ég viðurkenni það reyndar að það að kalla Facebook klósett er ósanngjarnt fyrir klósettið. Facebook geymir úrganginn, deilir honum með vinum þínum og minnir þig á hann sjö árum seinna, á sama tíma og fyrirtækjum er leyft að stafla eigin úrgang fyrir framan þig,“ sagði Oliver sem virðist ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af Facebook.Meginefni innslagsins fjallaði um hvernig Facebook hefur verið nýtt í Mjanmar og víða til þess að dreifa röngum upplýsingum til þess að ýta undir ofbeldi, líkt og New York Times fjallaði skilmerkilega um fyrr á árinu.Elísabet og Baltasar Breki í hlutverkum sínum.Vísir/SkjáskotEn hvernig tengist þetta allt saman Íslandi? Jú, í lok innslagsins sýndi Oliver auglýsingu sem hann og aðstandendur þáttarins útbjuggu fyrir Facebook þar sem fyrirtækið er, að þeirra mati, sýnt í réttu ljósi. Farið var út um allan heim til þess að framleiða auglýsinguna og auðvitað vildu framleiðendurnir fá íslenska leikara til liðs sig við. Framleiðslufyrirtækið Snark var HBO innan handar við gerð íslenska hluta auglýsingarinnar og Eilífur Örn Þrastarson leikstýrði. Líkt og fyrr segir voru Baltasar Breki og Elísabet fengin til þess að leika og í auglýsingunni leika þau einstaklinga sem ýmist þykjast vera eitthað annað en þau eru á Facebook, eða þora ekki að segja hvað þeim í raun og veru finnst. „Getur einhver vinsamlegast útskýrt fyrir mér af hverju það sem Charlie Rose gerði var svo rangt?“ segir Elísabet í auglýsingunni en árið 2017 var sjónvarpsmaðurinn Rose sakaður um kynferðislegt áreiti í garð átta kvenna sem störfuðu fyrir eða vildu starfa fyrir Rose. Sem fyrr segir má sjá innslagið í heild sinni hér fyrir neðan en auglýsingin sem Baltasar Breki og Elísabet leika í hefst þegar 17 mínútur eru liðnar af innslaginu.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira