Erfitt er fyrir fatlað fólk að sækja rétt sinn fyrir dómstólum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. september 2018 20:00 Erfitt er fyrir fatlað fólk að sækja rétt sinn fyrir dómstólum, að mati lögfræðings, sem segir Hæstarétt ekki líta til þess að samningur um jöfn réttindi fatlaðs fólk hafi verið samþykktur. Öryrkjabandalag Íslands stóð fyrir málþingi í dag þar sem því var velt upp hvort félagsleg réttindi fatlaðs fólks séu í raun tryggð. Þessa daganna er verið að undirbúa heildar breytingar á almannatryggingakerfinu en áætlun ríkisstjórnarinnar er að tillaga með breytingunum verði tilbúin fyrsta nóvember næstkomandi.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags ÍslandsVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Það að þetta frumvarp eigi að vera tilbúið og eigi að koma fram 1. nóvember held ég að sé svolítið bjartsýnt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Þuríður segir öryrkja hafa verulegar áhyggjur af því að stjórnvöld kasti til höndum við frumvarpsgerðina vegna þess hver tíminn er naumur þar til leggja á frumvarpið fram. „Það má ekki, undir engum kringumstæðum , koma verr niður á þessu fólki en það gerir í dag, því staða fatlaðs fólks í dag hérna á Íslandi er verulega bágborin,“ segir Þuríður. Öryrkjabandalagið á fulltrúa í samráðshópi um breytt framfærslukerfi. Þuríður segir að stjórnvöld verði einnig að horfa til atvinnumarkaðarins sem verði að aðlaga sig aðstæðum öryrkja.Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingurVísir/Jóhann K. JóhannssonSigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingur flutti erindi á málþinginu en hún kynnti niðurstöður meistararitgerðar í lögfræði um túlkun á jákvæðum skyldum ríkisins á sviði mannréttinda í íslenskri réttaframkvæmd með hliðsjón af réttarvernd fatlaðs fólks. Hún segir að í þróun dómaframkvæmdar síðustu ára hjá Hæstarétti, þá virðist hann veigra sér við því að fjalla um efnahagsleg, félagsleg- og menningarleg réttindi fólks meðal annars með vísan til skilyrða í réttarfarslögum. „Fatlað fólk á erfitt með að fá efnislega umfjöllun um úrlausn málefna sinna,“ segir Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingur. Sigurlaug segir að samningur um jöfn réttindi fatlaðs fólks sem þegar er samþykktur, en ekki lögfestur, ætti að nægja til þess að tryggja að Hæstiréttur myndi líta til samningsins. „Við höfum því miður einn dóm þar sem að, þar sem ekki er búið að lögfesta samninginn þá skapaði hann ekki fötluðu fólki nægilega vernd,“ segir Sigurlaug. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Erfitt er fyrir fatlað fólk að sækja rétt sinn fyrir dómstólum, að mati lögfræðings, sem segir Hæstarétt ekki líta til þess að samningur um jöfn réttindi fatlaðs fólk hafi verið samþykktur. Öryrkjabandalag Íslands stóð fyrir málþingi í dag þar sem því var velt upp hvort félagsleg réttindi fatlaðs fólks séu í raun tryggð. Þessa daganna er verið að undirbúa heildar breytingar á almannatryggingakerfinu en áætlun ríkisstjórnarinnar er að tillaga með breytingunum verði tilbúin fyrsta nóvember næstkomandi.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags ÍslandsVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Það að þetta frumvarp eigi að vera tilbúið og eigi að koma fram 1. nóvember held ég að sé svolítið bjartsýnt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Þuríður segir öryrkja hafa verulegar áhyggjur af því að stjórnvöld kasti til höndum við frumvarpsgerðina vegna þess hver tíminn er naumur þar til leggja á frumvarpið fram. „Það má ekki, undir engum kringumstæðum , koma verr niður á þessu fólki en það gerir í dag, því staða fatlaðs fólks í dag hérna á Íslandi er verulega bágborin,“ segir Þuríður. Öryrkjabandalagið á fulltrúa í samráðshópi um breytt framfærslukerfi. Þuríður segir að stjórnvöld verði einnig að horfa til atvinnumarkaðarins sem verði að aðlaga sig aðstæðum öryrkja.Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingurVísir/Jóhann K. JóhannssonSigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingur flutti erindi á málþinginu en hún kynnti niðurstöður meistararitgerðar í lögfræði um túlkun á jákvæðum skyldum ríkisins á sviði mannréttinda í íslenskri réttaframkvæmd með hliðsjón af réttarvernd fatlaðs fólks. Hún segir að í þróun dómaframkvæmdar síðustu ára hjá Hæstarétti, þá virðist hann veigra sér við því að fjalla um efnahagsleg, félagsleg- og menningarleg réttindi fólks meðal annars með vísan til skilyrða í réttarfarslögum. „Fatlað fólk á erfitt með að fá efnislega umfjöllun um úrlausn málefna sinna,“ segir Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, lögfræðingur. Sigurlaug segir að samningur um jöfn réttindi fatlaðs fólks sem þegar er samþykktur, en ekki lögfestur, ætti að nægja til þess að tryggja að Hæstiréttur myndi líta til samningsins. „Við höfum því miður einn dóm þar sem að, þar sem ekki er búið að lögfesta samninginn þá skapaði hann ekki fötluðu fólki nægilega vernd,“ segir Sigurlaug.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira