Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2018 21:00 Brett Kavanaugh. AP/Manuel Balce Ceneta Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. BBC greinir frá. Konan, Julie Swetnick, segir í eiðsvarinni yfirlýsingu að Kavanaugh hafi tekið þátt í að byrla stúlkum ólyfjan og beita þær kynferðislegu ofbeldi í partýum á níunda áratug síðustu aldar. Þá segist hún hafa verið fórnarlamb hópnauðgunar sem hún segir hafa átt sér stað í veislu sem Kavanaugh var gestur í. Swetnick bætist þar með í hóp Christine Blasey Ford og Deborah Ramirez sem báðar hafa sakað Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi. Lögfræðingur Swetnick er Michael Avenatti sem helst hefur getið sér frægðar fyrir að vera lögfræðingur Stormy Daniels í deilum hennar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Segir hann að Swetnick sé tilbúinn að mæta fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarþings Bandaríkjanna, líkt og Ford mun gera á morgun.Ásakanirnar hafa tafið staðfestingarferlið.Vísir/GettyAlvarlegar ásakanir Í yfirlýsingu Swetnick segir að Kavanaugh og vinur hans hafi stundað það að koma lyfjum og áfengi fyrir í drykkjum í veislum með það að markmiði að gera stúlkum erfiðara vik um að segja nei við stráka í veislunum.Sjá einnig: Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrotÞá segir hún að Kavanaugh hafi verið viðstaddur er hún mátti þola að vera nauðgað af hóp stráka eftir að henni hafi verið byrlað ólyfjan. Segist hún einnig hafa verið viðstödd fjölmargar veislur þar sem Kavanaugh varð mjög ölvaður og hegðaði sér ósæmilega í garð stúlkna í veislunum, þar á meðal hafi hann ítrekað reynt að afklæða þær. Ford mætir Kavanaugh á morgun Í yfirlýsingu vegna ásakanna segir Kavanaugh að ásakanir Swetnick séu „fáranlegar“ og í ætt við eitthvað sem ætti heima í sjónvarpsþættinum Twilight Zone, þar sem iðulega var fjallað um fjarstæðukennda hluti. Segist Kavanaugh ekki vita hver Swetnick sé og að þeir atburðir sem hún lýsi í yfirlýsingunni hafi ekki gerst. Hann hefur einnig þvertekið fyrir að ásakanir Ford og Ramirez eigi sér stoð í raunveruleikanum. Sem áður segir mun Ford mæta fyrir dómsmálanefndina á morgun, ásamt Kavanaugh, þar sem hún mun svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar. Þeim til stuðnings hefur hún meðal annars lagt fram eiðsvarnar yfirlýsingar fra fjórum einstaklingum þar sem þeir segja að Ford hafi rætt það sem hún sakar Kavanaugh um löngu áður en hún steig fram í sviðsljósið á dögunum. Þá gáfu lögfræðingar hennar einnig út niðurstöðu lygamælinga sem hún fór í vegna málsins. Stóðst hún slíkt próf. Donald Trump Tengdar fréttir Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37 Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. BBC greinir frá. Konan, Julie Swetnick, segir í eiðsvarinni yfirlýsingu að Kavanaugh hafi tekið þátt í að byrla stúlkum ólyfjan og beita þær kynferðislegu ofbeldi í partýum á níunda áratug síðustu aldar. Þá segist hún hafa verið fórnarlamb hópnauðgunar sem hún segir hafa átt sér stað í veislu sem Kavanaugh var gestur í. Swetnick bætist þar með í hóp Christine Blasey Ford og Deborah Ramirez sem báðar hafa sakað Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi. Lögfræðingur Swetnick er Michael Avenatti sem helst hefur getið sér frægðar fyrir að vera lögfræðingur Stormy Daniels í deilum hennar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Segir hann að Swetnick sé tilbúinn að mæta fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarþings Bandaríkjanna, líkt og Ford mun gera á morgun.Ásakanirnar hafa tafið staðfestingarferlið.Vísir/GettyAlvarlegar ásakanir Í yfirlýsingu Swetnick segir að Kavanaugh og vinur hans hafi stundað það að koma lyfjum og áfengi fyrir í drykkjum í veislum með það að markmiði að gera stúlkum erfiðara vik um að segja nei við stráka í veislunum.Sjá einnig: Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrotÞá segir hún að Kavanaugh hafi verið viðstaddur er hún mátti þola að vera nauðgað af hóp stráka eftir að henni hafi verið byrlað ólyfjan. Segist hún einnig hafa verið viðstödd fjölmargar veislur þar sem Kavanaugh varð mjög ölvaður og hegðaði sér ósæmilega í garð stúlkna í veislunum, þar á meðal hafi hann ítrekað reynt að afklæða þær. Ford mætir Kavanaugh á morgun Í yfirlýsingu vegna ásakanna segir Kavanaugh að ásakanir Swetnick séu „fáranlegar“ og í ætt við eitthvað sem ætti heima í sjónvarpsþættinum Twilight Zone, þar sem iðulega var fjallað um fjarstæðukennda hluti. Segist Kavanaugh ekki vita hver Swetnick sé og að þeir atburðir sem hún lýsi í yfirlýsingunni hafi ekki gerst. Hann hefur einnig þvertekið fyrir að ásakanir Ford og Ramirez eigi sér stoð í raunveruleikanum. Sem áður segir mun Ford mæta fyrir dómsmálanefndina á morgun, ásamt Kavanaugh, þar sem hún mun svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar. Þeim til stuðnings hefur hún meðal annars lagt fram eiðsvarnar yfirlýsingar fra fjórum einstaklingum þar sem þeir segja að Ford hafi rætt það sem hún sakar Kavanaugh um löngu áður en hún steig fram í sviðsljósið á dögunum. Þá gáfu lögfræðingar hennar einnig út niðurstöðu lygamælinga sem hún fór í vegna málsins. Stóðst hún slíkt próf.
Donald Trump Tengdar fréttir Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37 Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37
Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49