Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2018 21:00 Brett Kavanaugh. AP/Manuel Balce Ceneta Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. BBC greinir frá. Konan, Julie Swetnick, segir í eiðsvarinni yfirlýsingu að Kavanaugh hafi tekið þátt í að byrla stúlkum ólyfjan og beita þær kynferðislegu ofbeldi í partýum á níunda áratug síðustu aldar. Þá segist hún hafa verið fórnarlamb hópnauðgunar sem hún segir hafa átt sér stað í veislu sem Kavanaugh var gestur í. Swetnick bætist þar með í hóp Christine Blasey Ford og Deborah Ramirez sem báðar hafa sakað Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi. Lögfræðingur Swetnick er Michael Avenatti sem helst hefur getið sér frægðar fyrir að vera lögfræðingur Stormy Daniels í deilum hennar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Segir hann að Swetnick sé tilbúinn að mæta fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarþings Bandaríkjanna, líkt og Ford mun gera á morgun.Ásakanirnar hafa tafið staðfestingarferlið.Vísir/GettyAlvarlegar ásakanir Í yfirlýsingu Swetnick segir að Kavanaugh og vinur hans hafi stundað það að koma lyfjum og áfengi fyrir í drykkjum í veislum með það að markmiði að gera stúlkum erfiðara vik um að segja nei við stráka í veislunum.Sjá einnig: Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrotÞá segir hún að Kavanaugh hafi verið viðstaddur er hún mátti þola að vera nauðgað af hóp stráka eftir að henni hafi verið byrlað ólyfjan. Segist hún einnig hafa verið viðstödd fjölmargar veislur þar sem Kavanaugh varð mjög ölvaður og hegðaði sér ósæmilega í garð stúlkna í veislunum, þar á meðal hafi hann ítrekað reynt að afklæða þær. Ford mætir Kavanaugh á morgun Í yfirlýsingu vegna ásakanna segir Kavanaugh að ásakanir Swetnick séu „fáranlegar“ og í ætt við eitthvað sem ætti heima í sjónvarpsþættinum Twilight Zone, þar sem iðulega var fjallað um fjarstæðukennda hluti. Segist Kavanaugh ekki vita hver Swetnick sé og að þeir atburðir sem hún lýsi í yfirlýsingunni hafi ekki gerst. Hann hefur einnig þvertekið fyrir að ásakanir Ford og Ramirez eigi sér stoð í raunveruleikanum. Sem áður segir mun Ford mæta fyrir dómsmálanefndina á morgun, ásamt Kavanaugh, þar sem hún mun svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar. Þeim til stuðnings hefur hún meðal annars lagt fram eiðsvarnar yfirlýsingar fra fjórum einstaklingum þar sem þeir segja að Ford hafi rætt það sem hún sakar Kavanaugh um löngu áður en hún steig fram í sviðsljósið á dögunum. Þá gáfu lögfræðingar hennar einnig út niðurstöðu lygamælinga sem hún fór í vegna málsins. Stóðst hún slíkt próf. Donald Trump Tengdar fréttir Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37 Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. BBC greinir frá. Konan, Julie Swetnick, segir í eiðsvarinni yfirlýsingu að Kavanaugh hafi tekið þátt í að byrla stúlkum ólyfjan og beita þær kynferðislegu ofbeldi í partýum á níunda áratug síðustu aldar. Þá segist hún hafa verið fórnarlamb hópnauðgunar sem hún segir hafa átt sér stað í veislu sem Kavanaugh var gestur í. Swetnick bætist þar með í hóp Christine Blasey Ford og Deborah Ramirez sem báðar hafa sakað Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi. Lögfræðingur Swetnick er Michael Avenatti sem helst hefur getið sér frægðar fyrir að vera lögfræðingur Stormy Daniels í deilum hennar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Segir hann að Swetnick sé tilbúinn að mæta fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarþings Bandaríkjanna, líkt og Ford mun gera á morgun.Ásakanirnar hafa tafið staðfestingarferlið.Vísir/GettyAlvarlegar ásakanir Í yfirlýsingu Swetnick segir að Kavanaugh og vinur hans hafi stundað það að koma lyfjum og áfengi fyrir í drykkjum í veislum með það að markmiði að gera stúlkum erfiðara vik um að segja nei við stráka í veislunum.Sjá einnig: Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrotÞá segir hún að Kavanaugh hafi verið viðstaddur er hún mátti þola að vera nauðgað af hóp stráka eftir að henni hafi verið byrlað ólyfjan. Segist hún einnig hafa verið viðstödd fjölmargar veislur þar sem Kavanaugh varð mjög ölvaður og hegðaði sér ósæmilega í garð stúlkna í veislunum, þar á meðal hafi hann ítrekað reynt að afklæða þær. Ford mætir Kavanaugh á morgun Í yfirlýsingu vegna ásakanna segir Kavanaugh að ásakanir Swetnick séu „fáranlegar“ og í ætt við eitthvað sem ætti heima í sjónvarpsþættinum Twilight Zone, þar sem iðulega var fjallað um fjarstæðukennda hluti. Segist Kavanaugh ekki vita hver Swetnick sé og að þeir atburðir sem hún lýsi í yfirlýsingunni hafi ekki gerst. Hann hefur einnig þvertekið fyrir að ásakanir Ford og Ramirez eigi sér stoð í raunveruleikanum. Sem áður segir mun Ford mæta fyrir dómsmálanefndina á morgun, ásamt Kavanaugh, þar sem hún mun svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar. Þeim til stuðnings hefur hún meðal annars lagt fram eiðsvarnar yfirlýsingar fra fjórum einstaklingum þar sem þeir segja að Ford hafi rætt það sem hún sakar Kavanaugh um löngu áður en hún steig fram í sviðsljósið á dögunum. Þá gáfu lögfræðingar hennar einnig út niðurstöðu lygamælinga sem hún fór í vegna málsins. Stóðst hún slíkt próf.
Donald Trump Tengdar fréttir Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37 Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37
Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49