Tekur ekki á sig kostnað ábyrgðarlausra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. september 2018 08:00 Friðjón Sæmundsson, skólastjóri Ferðamálaskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON Menntamiðstöðin ehf., sem rekur Ferðamálaskóla Íslands, Stjórntækniskóla Íslands og Tölvuskóla Íslands, hefur í fimm skipti hið minnsta stefnt nemendum vegna vangoldinna skólagjalda. Skólastjóri skólans segir ávallt liggja ljóst fyrir hvernig fyrirkomulagið sé og að hann eigi ekki að þurfa að taka skellinn ef einhver hættir námi. Sagt var frá því á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag að nemandi í leiðsagnarnámi hefði verið dæmdur til að greiða eftirstöðvar skólagjalda, 390 þúsund, eftir að hafa hætt námi eftir tvo tíma. Eftir að fréttin birtist höfðu einstaklingar samband við blaðið og sögðust hafa svipaða sögu að segja. Fyrra tilvikið er frá 2002. Þá innritaðist tvítug kona, gengin átta mánuði á leið, í Tölvuskóla Íslands. Taldi hún að hún og skólastjórinn, Friðjón Sæmundsson, hefðu samið um það að ef barnið yrði óvært gæti hún hætt námi. Það þótti ekki sannað fyrir dómi og var hún dæmd til að greiða eftirstöðvarnar, 160 þúsund krónur, og málskostnað. Síðara málið er frá 2016 en þá innritaðist rúmlega tvítug kona í ferðastjórnun erlendis þegar kennsla var hafin. Í fyrsta tíma sá hún að fyrirkomulagið hentaði henni ekki þar sem hún taldi að um kvöldnám væri að ræða. Í skýrslu sinni fyrir dómi sagði hún meðal annars að hún hefði átt fund með Friðjóni þar sem hann hefði sagt henni að hann hefði oft lent í svona málum og að hann ynni þau alltaf. Þá bar hún því við að Friðjón hefði sagt henni að ef hún greiddi ekki gæti orðið erfitt fyrir hana að finna starf í ferðaþjónustunni. Sagði hún að auki að hann hefði sagt henni sögu af einu slíku dæmi. Stúlkan var sýknuð af kröfu um skólagjöldin, 340 þúsund krónur, þar sem ekki þótti sannað að hún hefði verið upplýst um verðið með réttum hætti samkvæmt lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Stúlkan sagði að hún hefði aldrei skráð sig í námið til að byrja með hefði hún vitað að það kostaði 390 þúsund. „Fólk veit það strax í byrjun að það er að stofna til skuldbindingar. Það kemur enginn hingað nema hann hafi kynnt sér námið og áður en það hefst kemur það í heimsókn og kynnir sér námið. Í öllum tilfellum er það upplýst um verð og skilmála,“ segir Friðjón Sæmundsson, skólastjóri skólanna og eigandi Menntamiðstöðvarinnar. Aðspurður um hina tvo fyrrgreindu dóma segir Friðjón að hann hafi ekki haft hugmynd um að stúlkan væri ólétt, sem stangast á við framburð hans fyrir dómi, og í síðara tilvikinu megi vel vera að hann hafi vísað í fyrri dóma. Það sé hins vegar af og frá að hann hafi nefnt atvinnutækifæri á nafn enda enginn möguleiki fyrir hann að hafa áhrif á slíkt. „Ef fólk hættir þá er það hlutur sem ég einfaldlega ræð ekki við. Skólinn er fjármagnaður algjörlega með gjöldum nemenda og ég ræð inn kennara og þarf að greiða þeim laun. Hvernig á ég að gera það ef fólk skráir sig, tekur þar með pláss frá öðrum, og lætur sig síðan hverfa og segist ekki ætla að borga?“ spyr Friðjón. Friðjón segir sjálfur að liðlegri maður en hann sé í raun vandfundinn og það komi honum oft í koll. Oft bjóði hann fólki upp á fresti á greiðslum og þá hafi einstaklingur sem þarf að hverfa frá námi, hafi hann greitt skólagjöld, hafið nám að nýju næsta skólaár. „Ég er ekki að senda þetta í innheimtu ánægjunnar vegna. En stundum finnst fólki, nokkrum einstaklingum, það geta komið hingað, pantað það sem það vill en ekki bera neina ábyrgð á því sem það er að gera. Ég ætla ekki að bera skaðann af því að fólk láti þannig,“ segir Friðjón. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tveir tímar kostuðu nema hátt í milljón Tveir meintir prufutímar reyndust nemanda Ferðamálaskóla Íslands dýrir. Skólastjórinn segir ekki hægt að prufa og alla gera sér grein fyrir hvað felist í umsókn. 24. september 2018 06:00 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Menntamiðstöðin ehf., sem rekur Ferðamálaskóla Íslands, Stjórntækniskóla Íslands og Tölvuskóla Íslands, hefur í fimm skipti hið minnsta stefnt nemendum vegna vangoldinna skólagjalda. Skólastjóri skólans segir ávallt liggja ljóst fyrir hvernig fyrirkomulagið sé og að hann eigi ekki að þurfa að taka skellinn ef einhver hættir námi. Sagt var frá því á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag að nemandi í leiðsagnarnámi hefði verið dæmdur til að greiða eftirstöðvar skólagjalda, 390 þúsund, eftir að hafa hætt námi eftir tvo tíma. Eftir að fréttin birtist höfðu einstaklingar samband við blaðið og sögðust hafa svipaða sögu að segja. Fyrra tilvikið er frá 2002. Þá innritaðist tvítug kona, gengin átta mánuði á leið, í Tölvuskóla Íslands. Taldi hún að hún og skólastjórinn, Friðjón Sæmundsson, hefðu samið um það að ef barnið yrði óvært gæti hún hætt námi. Það þótti ekki sannað fyrir dómi og var hún dæmd til að greiða eftirstöðvarnar, 160 þúsund krónur, og málskostnað. Síðara málið er frá 2016 en þá innritaðist rúmlega tvítug kona í ferðastjórnun erlendis þegar kennsla var hafin. Í fyrsta tíma sá hún að fyrirkomulagið hentaði henni ekki þar sem hún taldi að um kvöldnám væri að ræða. Í skýrslu sinni fyrir dómi sagði hún meðal annars að hún hefði átt fund með Friðjóni þar sem hann hefði sagt henni að hann hefði oft lent í svona málum og að hann ynni þau alltaf. Þá bar hún því við að Friðjón hefði sagt henni að ef hún greiddi ekki gæti orðið erfitt fyrir hana að finna starf í ferðaþjónustunni. Sagði hún að auki að hann hefði sagt henni sögu af einu slíku dæmi. Stúlkan var sýknuð af kröfu um skólagjöldin, 340 þúsund krónur, þar sem ekki þótti sannað að hún hefði verið upplýst um verðið með réttum hætti samkvæmt lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Stúlkan sagði að hún hefði aldrei skráð sig í námið til að byrja með hefði hún vitað að það kostaði 390 þúsund. „Fólk veit það strax í byrjun að það er að stofna til skuldbindingar. Það kemur enginn hingað nema hann hafi kynnt sér námið og áður en það hefst kemur það í heimsókn og kynnir sér námið. Í öllum tilfellum er það upplýst um verð og skilmála,“ segir Friðjón Sæmundsson, skólastjóri skólanna og eigandi Menntamiðstöðvarinnar. Aðspurður um hina tvo fyrrgreindu dóma segir Friðjón að hann hafi ekki haft hugmynd um að stúlkan væri ólétt, sem stangast á við framburð hans fyrir dómi, og í síðara tilvikinu megi vel vera að hann hafi vísað í fyrri dóma. Það sé hins vegar af og frá að hann hafi nefnt atvinnutækifæri á nafn enda enginn möguleiki fyrir hann að hafa áhrif á slíkt. „Ef fólk hættir þá er það hlutur sem ég einfaldlega ræð ekki við. Skólinn er fjármagnaður algjörlega með gjöldum nemenda og ég ræð inn kennara og þarf að greiða þeim laun. Hvernig á ég að gera það ef fólk skráir sig, tekur þar með pláss frá öðrum, og lætur sig síðan hverfa og segist ekki ætla að borga?“ spyr Friðjón. Friðjón segir sjálfur að liðlegri maður en hann sé í raun vandfundinn og það komi honum oft í koll. Oft bjóði hann fólki upp á fresti á greiðslum og þá hafi einstaklingur sem þarf að hverfa frá námi, hafi hann greitt skólagjöld, hafið nám að nýju næsta skólaár. „Ég er ekki að senda þetta í innheimtu ánægjunnar vegna. En stundum finnst fólki, nokkrum einstaklingum, það geta komið hingað, pantað það sem það vill en ekki bera neina ábyrgð á því sem það er að gera. Ég ætla ekki að bera skaðann af því að fólk láti þannig,“ segir Friðjón.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tveir tímar kostuðu nema hátt í milljón Tveir meintir prufutímar reyndust nemanda Ferðamálaskóla Íslands dýrir. Skólastjórinn segir ekki hægt að prufa og alla gera sér grein fyrir hvað felist í umsókn. 24. september 2018 06:00 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Tveir tímar kostuðu nema hátt í milljón Tveir meintir prufutímar reyndust nemanda Ferðamálaskóla Íslands dýrir. Skólastjórinn segir ekki hægt að prufa og alla gera sér grein fyrir hvað felist í umsókn. 24. september 2018 06:00