Vg vill vita hvernig baklandið liggur Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2018 16:58 Stjórn Vg vill vita hvort félagar í hreyfingunni séu ekki enn jafn ánægðir og áður með þær Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur. visir/vilhelm „Ég get staðfest að Gallup vinnur að könnun fyrir Vg. Ákvörðun um það var tekin af stjórn,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð (Vg). Forysta Vg hefur fengið Gallup til að kanna afstöðu félaga í flokknum til eins og annars svo sem frammistöðu ráðherra ríkisstjórnarinnar. Og frammistöðu ríkisstjórnarinnar í heild sinni. Þá er einnig spurt hvort flokksfélagar geti hugsað sér að kjósa flokkinn í næstu þingkosningum. Og ef svarið er nei, þá hvers vegna ekki? Sigurjón Magnús Egilsson blaðamaður greinir frá þessu á vef sínum Miðjunni, og hann nefnir að athyglisvert sé að í téðri könnun sé ekki gefinn kostur á að haka við Sósíalistaflokkinn fyrir þá sem ætla sér hugsanlega að kjósa annan flokk í næstu kosningum. Sigurjón Magnús segir það ekkert launungarmál að óánægju gæti í baklandi Vg með mörg verk ríkisstjórnarinnar.Björg Eva telur stöðuna þá að almenn ánægja sé ríkjandi í grasrótinni og skilur ekkert hvað Sigurjón M. Egilsson er að tala um.visir/hari„Það er ekki mín upplifun þessa dagana að óánægja sé í baklandinu. Vg hefur áður gert svona könnun. Það var fyrir nokkrum árum. Stjórn Vg tekur ákvörðun um hvernig niðurstöðurnar eru nýttar,“ segir Björg Eva. Niðurstöðu könnunarinnar er að vænta fyrir flokkráðsfund sem verður haldinn 12. og 13. október. Þá segir Björg Eva það villandi sem fram kemur hjá Sigurjóni, að ekki sé hægt að merkja við Sósíalistaflokkinn í umræddri könnun, þar sé ekki fiskur undir steini: „Gallup útfærir spurningarnar og byggir á því hvaða flokkar voru í boði í síðustu kosningum.“ Björg Eva bendir að endingu á að spurningarnar séu ekki bara til félaga í Vg, úrtakið er annars vegar félagar þar og svo almennt úrtak. Stj.mál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
„Ég get staðfest að Gallup vinnur að könnun fyrir Vg. Ákvörðun um það var tekin af stjórn,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð (Vg). Forysta Vg hefur fengið Gallup til að kanna afstöðu félaga í flokknum til eins og annars svo sem frammistöðu ráðherra ríkisstjórnarinnar. Og frammistöðu ríkisstjórnarinnar í heild sinni. Þá er einnig spurt hvort flokksfélagar geti hugsað sér að kjósa flokkinn í næstu þingkosningum. Og ef svarið er nei, þá hvers vegna ekki? Sigurjón Magnús Egilsson blaðamaður greinir frá þessu á vef sínum Miðjunni, og hann nefnir að athyglisvert sé að í téðri könnun sé ekki gefinn kostur á að haka við Sósíalistaflokkinn fyrir þá sem ætla sér hugsanlega að kjósa annan flokk í næstu kosningum. Sigurjón Magnús segir það ekkert launungarmál að óánægju gæti í baklandi Vg með mörg verk ríkisstjórnarinnar.Björg Eva telur stöðuna þá að almenn ánægja sé ríkjandi í grasrótinni og skilur ekkert hvað Sigurjón M. Egilsson er að tala um.visir/hari„Það er ekki mín upplifun þessa dagana að óánægja sé í baklandinu. Vg hefur áður gert svona könnun. Það var fyrir nokkrum árum. Stjórn Vg tekur ákvörðun um hvernig niðurstöðurnar eru nýttar,“ segir Björg Eva. Niðurstöðu könnunarinnar er að vænta fyrir flokkráðsfund sem verður haldinn 12. og 13. október. Þá segir Björg Eva það villandi sem fram kemur hjá Sigurjóni, að ekki sé hægt að merkja við Sósíalistaflokkinn í umræddri könnun, þar sé ekki fiskur undir steini: „Gallup útfærir spurningarnar og byggir á því hvaða flokkar voru í boði í síðustu kosningum.“ Björg Eva bendir að endingu á að spurningarnar séu ekki bara til félaga í Vg, úrtakið er annars vegar félagar þar og svo almennt úrtak.
Stj.mál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira